Úthlutun útgáfustyrkja Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2019

17. maí, 2019 Fréttir

Meðal þeirra 43 verka sem hljóta úgáfustyrki í ár eru Fjörmeti - tínsla, verkun og matreiðsla matþörunga, Sumardvöl barna í sveit, Reykholt í ljósi fornleifanna, rafræn þýsk orðabók, Smásögur heimsins IV - Afríka og Hulda Hákon.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú úthlutað 26 milljónum króna í útgáfustyrki til 43 verka. Alls bárust 67 umsóknir að þessu sinni og sótt var um tæpar 64 milljónir króna. Umsóknarfrestur rann út þann 18. mars sl.

Útgáfustyrkir eru veittir árlega til útgáfu og miðlunar íslenskra ritverka, þar sem kappkostað er að styrkja verk sem hafa menningarlegt og þekkingarfræðilegt gildi.

Verkin sem hlutu styrki að þessu sinni eru af ýmsum toga; fræðirit, handbækur, skáldverk og heimildarit um náttúru Íslands, menningu, tungu, listir og fleira.

Meðal verka sem hlutu útgáfustyrki í ár eru:

 • Fjörmeti - tínsla, verkun og matreiðsla matþörunga eftir Eydísi Mary Jónsdóttur, Silju Dögg Gunnarsdóttur og Hinrik Carl Ellertsson. Útgefandi: Salka

 • Reykholt í ljósi fornleifanna eftir Guðrúnu Sveinbjarnardóttur. Útgefandi: Snorrastofa
 • Sumardvöl barna í sveit, bindi I og II í ritstjórn Jónínu Einarsdóttur. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag
 • Að segja fyrir um jarðskjálfta eftir Ragnar Stefánsson. Útgefandi: Skrudda
 • Rafræn þýsk orðabók, ritstjórar Þórdís Úlfarsdóttir og Halldóra Jónsdóttir. Útgefandi: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Nauðsynja- og þjóðþrifamál. Saga Heimilisiðnaðarfélags Íslands 1913-2013 eftir Áslaugu Sverrisdóttur. Útgefandi: Sögufélag
 • Smásögur heimsins IV - Afríka. Ritstj. Kristín Guðrún Jónsdóttir, Jón Karl Helgason og Rúnar Helgi Vignisson. Útgefandi: Bjartur
 • Daginn út og daginn inn. Dagbókarskrif íslenskrar alþýðu á 18., 19. og 20. öld eftir Davíð Ólafsson. Útgefandi: Háskólaútgáfan
 • Saga leirlistar á Íslandi eftir Ingu S. Ragnarsdóttur og Kristínu G. Guðnadóttur. Útgefandi: Minningarsjóður um Ragnar Kjartansson 1923-1988
 • Lífgrös og leyndir dómar eftir Ólínu Þorvarðardóttur. Útgefandi: Forlagið
 • Áhrif frá Bretlandseyjum - Mannvirki á Íslandi eftir Dennis Davíð Jóhannesson og Hjördísi Sigurgísladóttur. Útgefandi: ARKHD - Arkitektar
 • Hulda Hákon, ritstjóri Harpa Þórsdóttir. Útgefandi: Listasafn Íslands
 • Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason. Útgefandi: Forlagið
 • Tarot - Völuspá eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur. Útgefandi: Bókabeitan
 • Vatnaleiðin eftir Óskar Árna Óskarsson og Einar Fal Ingólfsson. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa
 • Draumadagbók Sæmundar Hólm, ritstj. Már Jónsson. Útgefandi: Bókaútgáfan Sæmundur

Hér má sjá yfirlit yfir alla útgáfustyrki ársins 2019.

Upplýsingar um alla styrki sem Miðstöð íslenskra bókmennta veitir má finna hér


Allar fréttir

Lestur hefur aukist og landsmenn lesa nú að meðaltali 2,3 bækur á mánuði - 15. nóvember, 2019 Fréttir

Niðurstöður nýrrar lestrarkönnunar sýna að konur og barnafjölskyldur lesa mest og að hljóðbókin sækir á. Unga fólkið les mikið á öðrum tungumálum en íslensku og flestir fá hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum.

Nánar

Íslenskar bókmenntir njóta mikilla vinsælda í Frakklandi - 6. nóvember, 2019 Fréttir

Þessi misserin er mest þýtt af íslenskum bókum á frönsku, eða um fimmtíu titlar á þremur árum. Höfundar frá Íslandi eru tíðir gestir á bókmenntaviðburðum víða um Frakkland - og þýðendaþing haldið í París.

Nánar

Íslenskir höfundar ferðast um heiminn, kynna verk sín og hitta lesendur - 7. nóvember, 2019 Fréttir

Höfundarnir bera hróður bókmenntanna víða, því árlega kemur fjöldi þeirra fram á fjölbreytilegum bókmenntaviðburðum í öllum heimsálfum og kynnir verk sín, iðulega með stuðningi Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Nánar

Allar fréttir