Kannanir á lestri þjóðarinnar frá 2017

Miðstöð íslenskra bókmennta lætur gera könnun á bóklestri Íslendinga árlega. Spurt er meðal annars um fjölda lesinna bóka, gerð lesefnis, hlustun hljóðbóka og fleira.

Miðstöð íslenskra bókmennta, í samstarfi við Borgarbókasafn Reykjavíkur, Félag íslenskra bókaútgefenda, Hagþenki, Landsbókasafn - Háskólabókasafn, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Rithöfundasamband Íslands hefur látið gera könnun á bóklestri Íslendinga árlega frá árinu 2017. Zenter sá um framkvæmdina fyrstu árin en Prósent hefur séð um framkvæmd könnunarinnar frá 2021. 

Þróunin frá 2017 sýnir meðal annars að lestur þjóðarinnar stendur í stað. Lestrarhegðunin hefur hins vegar breyst þegar horft er til þess hvort lesnar séu hefðbundnar bækur, rafbækur eða hljóðbækur og hvaðan lesendur fá hugmyndir að lesefni. 

Samkvæmt nýjustu könnuninni sem gerð var í nóvember 2024 ver rúmur helmingur þjóðarinnar 30 mínútum eða meira í lestur á dag, skáldsögur vinsælasta lesefnið og 60% þjóðarinnar gaf bók á árinu. 31% sagðist ekki hafa lesið neina bók á síðastliðnum 30 dögum. Skilgreining lestrar í er lestur hefðbundinna bóka, rafbóka og hlustun á hljóðbækur.

Hér má nálgast niðurstöður fyrri kannana: