35 styrkir veittir til þýðinga á íslensku úr 8 tungumálum; ensku, frönsku, hollensku, ítölsku, latínu, spænsku, rússnesku og þýsku

Þaulreyndir þýðendur snúa fjölbreyttum verkum á íslensku

30. apríl, 2020

Þriðjungur þýðingastyrkjanna að þessu sinni fer til þýðinga barna- og ungmennabóka.

  • Þýðingar á íslensku

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um fyrri úthlutun ársins í styrki til þýðinga á íslensku. Að þessu sinni var rúmum 13 milljónum veitt í 35 styrki sem er umtalsverð hækkun og fjölgun þýðingastyrkja frá fyrra ári, þegar tæpum 10 milljónum króna var úthlutað í 27 styrki. Er það gert til að bregðast við áhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar á bókaútgáfu og störf höfunda og þýðenda.

Þriðjungur þýðingastyrkjanna að þessu sinni fer til þýðinga barna- og ungmennabóka. Alls bárust 50 umsóknir og sótt var um rúmar 40 milljónir króna.

Þaulreyndir og nýir þýðendur snúa fjölbreyttum verkum úr átta tungumálum

Verkin sem hlutu styrki að þessu sinni eru afar fjölbreytileg og eru þar á meðal skáldsögur, smásögur, ljóð, barna- og ungmennabækur, fornaldarsögur, endurminningar og fræðitextar, sem og myndríkar bækur fyrir yngri lesendur. Þýtt verður úr ensku, frönsku, hollensku, ítölsku, latínu, spænsku, rússnesku og þýsku og eiga lesendur því von á spennandi lesefni á íslensku frá öllum heimshornum.

Mikilvægi góðra þýðenda er óumdeilt því án þeirra gætum við ekki lesið erlendar bækur á íslensku. Margir þýðenda bókanna eru þaulreyndir og hafa hlotið verðlaun og viðurkenningar en einnig má sjá nýrri þýðendur sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni.

Samnorrænt þýðingaátak

Ekki er sótt um styrki til þýðinga á íslensku úr norrænum málum til Miðstöðvarinnar heldur er sótt um styrki til hinna Norðurlandanna í því skyni, til upprunalands bókar. Í ljósi ástandsins sem nú ríkir hafa norrænu bókmenntamiðstöðvarnar mótað sameiginlega stefnu sem miðar að því að norrænir þýðingastyrkir á árinu 2020 verði 50% af þýðingakostnaði. Því er spennandi að sjá hvaða norrænu bækur líta dagsins ljós í íslenskum þýðingum á næstunni.

Meðal verka sem hlutu þýðingastyrki í þessari úthlutun eru:

· Der Zauberberg eftir Thomas Mann. Þýðandi: Gauti Kristmannsson. Útgefandi: Þýðingasetur Háskóla Íslands

· Herkunft eftir Sasa Stanisic. Þýðandi: Elísa Björg Þorsteinsdóttir. Útgefandi: Bjartur

· The Enlightenment of the Greengage Tree eftir Shokoofeh Azar. Þýðandi: Elísa Björg Þorsteinsdóttir. Útgefandi: Angústúra

· Largo pétalo de mar eftir Isabel Allende. Þýðandi: Sigrún Á. Eiríksdóttir. Útgefandi: Forlagið

· La vita bugiarda degli adulti eftir Elena Ferrante. Þýðandi: Halla Kjartansdóttir. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

· Illusions perdues eftir Honoré de Balzac. Þýðandi: Sigurjón Björnsson. Útgefandi: Skrudda

· Fríða og dýrið, smásögur eftir marga höfunda, ritstj. Kristín Guðrún Jónsdóttir. Þýðandi: Ásdís R. Magnúsdóttir. Útgefandi: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

· Factfulness eftir Hans Rosling, Anna Rönnlund Rosling og Ola Rosling. Þýðandi: Gunnar Dofri Ólafsson. Útgefandi: Útgáfuhúsið Verðandi

· The Rumi Collection eftir Jalaluddin Rumi. Þýðandi: Kristinn Árnason. Útgefandi: Páskaeyjan bókaútgáfa

· Berg eftir Ann Quin. Þýðandi: Ari Blöndal Eggertsson. Útgefandi: Hringaná ehf.

· Deo, regi, patriæ eftir Pál Vídalín. Þýðandi: Gottskálk Þór Jensson. Útgefandi: Sögufélag

· King Kong Théorie eftir Virginie Despentes. Þýðandi: Sverrir Norland. Útgefandi: AM forlag

· Wunschloses Unglück eftir Peter Handke. Þýðandi: Árni Óskarsson. Útgefandi: Ugla útgáfa

· Ljóðaúrval eftir Alejandra Pizarnik. Þýðandi: Hermann Stefánsson. Útgefandi: Una útgáfuhús

· Salón de belleza eftir Mario Bellatin. Þýðandi: Birta Þórhallsdóttir. Útgefandi: Skriða bókaútgáfa

Og í flokki barna- og ungmennabóka:

· Die erstaunlichen Abenteuer der Maulina Schmitt 3: Ende des Universums eftir Finn-Ole Heinrich og Rán Flygenring. Þýðandi: Jón Stefán Kristjánsson. Útgefandi: Angústúra

· Understanding Comics: The Invisible Art eftir Scott McCloud og Mark Martin. Þýðendur: Védís Huldudóttir og Einar Már Valsson. Útgefandi: Íslenska myndasögusamfélagið

· The Ice Monster eftir David Walliams og Tony Ross. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. Útgefandi: BF-útgáfa

· Fantastic Mr. Fox eftir Roald Dahl og Quentin Blake. Þýðandi: Sólveig Sif Hreiðarsdóttir. Útgefandi: Kver bókaútgáfa

· Mortina eftir Barbara Cantini. Þýðandi: Heiða Þórbergsdóttir. Útgefandi: Bókabeitan

· The Bolds on Holiday eftir Julian Clary og David Roberts. Þýðandi: Magnús Jökull Sigurjónsson. Útgefandi: Ugla útgáfa

· L'enfant eftir Colas Gutman og Delphine Perret. Þýðandi: María S. Gunnarsdóttir. Útgefandi: Litli Sæhesturinn

· Anne of Ingleside eftir E. M. Montgomery. Þýðandi: Sigríður Lára Sigurjónsdóttir. Útgefandi: Ástríki ehf.

· One of us is lying eftir Karen M. McManus. Þýðandi: Gísli Rúnar Jónsson. Útgefandi: Sögur útgáfa

Hér má sjá heildarúthlutun styrkja til þýðinga á íslensku, fyrri úthlutun árið 2020.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir