Nýræktarstyrkina í ár hljóta Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson, Arndís Lóa Magnúsdóttir, Guðmundur Ingi Markússon og Halla Þórlaug Óskarsdóttir

4. júní, 2020 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað Nýræktarstyrkjum til fjögurra nýrra höfunda og nemur hver styrkur 500 þúsund krónum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti styrkina.

Fimmtudaginn 4. júní, veitti Miðstöð íslenskra bókmennta fjórum nýjum höfundum Nýræktarstyrki fyrir verk þeirra, en hver styrkur nemur hálfri milljón króna. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti styrkina við athöfn í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins.

Nýræktarstyrkir eru veittir árlega fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, og til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Átt er við skáldverk í víðri merkingu; sögur, ljóð, leikrit og fleira.

Verkin sem hljóta viðurkenninguna í ár eru ljóðabækur, furðusaga og smásögur.

Nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2020 hljóta eftirtalin verk og höfundar:

IMG_8309

500 dagar af regni

Smásögur
Höfundur: Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson 

 

IMG_8309Taugaboð á háspennulínu

Ljóðabók
Höfundur: Arndís Lóa Magnúsdóttir 

IMG_8312

Skuggabrúin

Furðusaga
Höfundur: Guðmundur Ingi Markússon

IMG_8307Þagnarbindindi

Ljóðsaga
Höfundur: Halla Þórlaug Óskarsdóttir 

 

Hér má lesa nánar um verkin og höfundana.

Að vali styrkhafa standa bókmenntaráðgjafar Miðstöðvar íslenskra bókmennta, sem í ár eru þau Bergsteinn Sigurðsson og Erna Erlingsdóttir.

Þrettánda úthlutun Nýræktarstyrkja - rúmlega sextíu höfundar hafa hlotið viðurkenninguna

Þetta er í þrettánda sinn sem Nýræktarstyrkjum er úthlutað, en alls hafa rúmlega sextíu höfundar hlotið þessa viðurkenningu frá upphafi, árið 2008 - fyrir afar fjölbreytt verk. Meðal þeirra sem hlotið hafa Nýræktarstyrki eru höfundarnir Fríða Ísberg, Hildur Knútsdóttir, Arngunnur Árnadóttir, Dagur Hjartarson, Arndís Þórarinsdóttir, Sverrir Norland, Júlía Margrét Einarsdóttir, Sigurlín Bjarney Gísladóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Halldór Armand Ásgeirsson og Pedro Gunnlaugur Garcia svo aðeins nokkur séu nefnd.

Umsóknum um Nýræktarstyrki hefur fjölgað jafnt og þétt frá því þeim var fyrst úthlutað árið 2008 hjá Bókmenntasjóði, forvera Miðstöðvar íslenskra bókmennta, en þá bárust 9 umsóknir og 5 styrkir voru veittir, hver að upphæð 200.000 kr. Undanfarin þrjú ár hafa borist hátt í 60 umsóknir og styrkupphæðin er nú 500.000 kr.

Allar upplýsingar um Nýræktarstyrki og úthlutanir fyrri ára má finna hér.

 

 • Kátir styrkhafar með mennta- og menningarmálaráðherra.
 • Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhendir Nýræktarstyrkina.
 • Kátt á hjalla í sólinni!
 • Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvarinnar, býður gesti velkomna.
 • Hrefna Haraldsdóttir ávarpar gesti í Gunnarshúsi.
 • Vinir og vandamenn samglöddust styrkhöfunum.
 • Gestir í Gunnarshúsi.
 • Gleði ríkti við afhendingu Nýræktarstyrkjanna.
 • Skrafað og skálað við styrkhafa og aðra gesti.
 • Guðrún Vilmundardóttir, útgefandi hjá Benedikt, Arndís Lóa Magnúsdóttir, styrkþegi, Valdís Anna Þrastardóttir og Ólafur Kristjánsson.
 • Halla Þórlaug Óskarsdóttir, styrkhafi, og Eva Rún Snorradóttir, skáld.
 • Guðmundur Ingi Markússon, styrkþegi, og fjölskylda ásamt Bryndísi Loftsdóttur.
 • Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson, styrkhafi, var kátur við afhendingu Nýræktarstyrkja ásamt móður sinni, Sigríði Sturludóttur.
 • Heiðar Ingi Svansson, formaður Fíbút, og Aðalsteinn Ásberg, útgefandi hjá Dimmu, ræða málin.
 • Höfundarnir Björn Halldórsson og Pedro Gunnlaugur Garcia gæða sér á súkkulaði, ásamt syni.
 • Nóg til og meira frammi!
 • Nýræktarstyrkhafar ásamt Hrefnu Haraldsdóttur og Grétu M. Bergsdóttur hjá Miðstöð íslenskra bókmennta.
 • Viðurkenningarskjal með umsögn um verkið Taugaboð á háspennulínu
 • Viðurkenningarskjal með umsögn um verkið Skuggabrúin
 • Viðurkenningarskjal með umsögn um verkið Þagnarbindindi
 • Viðurkenningarskjal með umsögn um verkið 500 dagar af sólskini

 

 


Allar fréttir

Aldrei hafa fleiri þýðingar á íslenskum bókum komið út í Rússlandi á einu ári - 20. nóvember, 2020 Fréttir

Á þessu ári hafa bækur eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, Ævar Þór Benediktsson, Yrsu Sigurðardóttur, Arnar Má Arngrímsson, Steinar Braga og Andra Snæ Magnason komið út í Rússlandi.

Nánar

Lestur landsmanna eykst og fólk á öllum aldri les meira núna en fyrir Covid-19 - 16. nóvember, 2020 Fréttir

Íslendingar lesa meira í ár af hefðbundnum bókum en í fyrra og hlusta meira á hljóðbækur. Konur lesa meira en karlar, en lestur eykst mest milli ára hjá körlum.

Nánar

Mikill meirihluti vill lesa nýjar erlendar bókmenntir í íslenskum þýðingum - 16. nóvember, 2020 Fréttir

Tæp 80% landsmanna telja mikilvægt að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku, jafnframt lesa fleiri nú einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli, borið saman við könnun í fyrra.

Nánar

Allar fréttir