Mjög góður rómur var gerður að íslenskum verkum og höfundum á bókamessunni í Gautaborg

Auður Ava Ólafsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Ragnar Jónasson og Sigrún Eldjárn ræddu meðal annars hefðina og nútímann, ímyndunarafl og ljóðrænu, glæpasögur og ofurhetjur.

7. október, 2019 Fréttir

Auður Ava Ólafsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Ragnar Jónasson og Sigrún Eldjárn fengu ljómandi góðar viðtökur. Á síðustu átta árum hafa alls 46 höfundar frá Íslandi komið fram á messunni í Gautaborg. 

  • File1_1570196506306

Auður Ava í aðaldagskrá messunnar

Audur-Anneli-Dorte-og-Elin

Auður Ava Ólafsdóttir, handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, kom fram í fjölsóttri og einkar áhugaverðri dagskrá með rithöfundunum Dörte Hansen frá Þýskalandi og Elinu Olofsson frá Svíþjóð og þar var rætt frá mörgum hliðum um það þegar hefðin mætir nútímanum og þegar hið framsækna mætir því íhaldssama, út frá nýjustu bókum þeirra. Yfirskriftin var När gammalt möter nytt og umræðum stýrði þekkta, sænska fjölmiðlakonan Anneli Dufva. 

File6_1570196314662

Kristín og John lásu ljóð í Rum för poesi

Kristín Ómarsdóttir las upp ljóð í ljóðadagskránni Rum för poesi en hún er tilnefnd er til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir ljóðabók sína Kóngulær í sýningargluggum. Þýðandinn John Swedenmark las fyrst upp ljóðið í sænskri þýðingu sinni og svo tók Kristín við og las ljóðið við mjög góðar undirtektir.

Auður Ava og Kristín ræddu um ljóðræna tungumálið   

File1_1570196506306

Auður Ava og Kristín tóku einnig þátt í viðburði sem sænski þýðandinn John Swedenmark stýrði í Världskulturmuséet í Gautaborg undir yfirskriftinni Att skapa och skaka om världen. Þau ræddu vítt og breitt um ímyndunaraflið og hið takmarkalausa ljóðræna tungumál og lásu brot úr verkum sínum. Viðburðurinn var haldinn í samstarfi við Litteraturhuset í Gautaborg, Sendiráð Íslands í Stokkhólmi og Föreningen Norden

Ragnar í samtali um glæpasagnagerð í Crimetime

File13_1570197269281

Crimetime er glæpasagnadagskrá sem er nú hluti af Gautaborgarmessunni annað árið í röð. Þar ræddu þau Ragnar Jónasson og fjölmiðlakonan Lotta Olsson á líflegan hátt um skrif Ragnars, þróun sögupersóna hans og ótalmargt fleira undir yfirskriftinni Möt Islands nya krimstjärna!. Ragnar nýtur mikilla vinsælda meðal sænskra lesenda, en bók hans Dimma er á lista yfir bók ársins þar í landi og var söluhæst á lista Akademibokhandeln vikum saman í vor. Einnig er Drungi komin út í sænskri þýðingu, en Modernista er útgefandi bókanna í Svíþjóð.

File16_1570197269369

Sigrún Eldjárn skemmti börnunum í Gautaborg 

Sigrún Eldjárn kom fram á messunni í barnadagskránni Barnsalongen. Hún sagði börnunum frá bókum sínum um Sigurfljóð sem hún bæði skrifar og myndskreytir, las upp og sýndi myndir. Auk þess kom Sigrún fram í viðburði fyrir Íslendinga búsetta í Gautaborg í Språkcentrum i miðborg Gautaborgar, húsfyllir var þar og börn á öllum aldri og foreldrar þeirra voru hæstánægð með heimsóknina. Íslenski menningarklúbburinn, undir stjórn íslenska konsúlsins í Gautaborg, hafði umsjón með viðburðinum í samvinnu við íslenska móðurmálskennarann þar í borg.

22135400_1479405822136184_7870211074434027044_o_1570197932013

Íslenskar bækur á básnum 

Auk þess að skipuleggja þátttöku höfunda í dagskrá messunnar er Miðstöð íslenskra bókmennta þar jafnframt með bás í samstarfi og með góðum stuðningi Íslandsstofu. Þar fer fram kynning og sala á íslenskum bókum og það er Félag íslenskra bókaútgefenda sem annast það, og leitast er við að hafa þar gott framboð íslenskra bóka í sænskri þýðingu, en þær njóta mikilla vinsælda messugesta. Þá fjóra daga sem messan stóð yfir var stöðugur straumur gesta sem hafa áhuga á íslenskum bókmenntum, höfundum, tungumálinu og almennt landi og þjóð. Hönnun íslenska bássins er í höndum HAF studio.

Sjá hér heildardagskrá bókamessunnar í Gautaborg 2019.

 IMG_5640  IMG_5645  Audur-Dorte-og-Elin  IMG_5598
 File_1570447368686

 File14  File16_1570196599015  IMG_5603
 File5_1570447384483  IMG_5680  File2_1570197269265  Hopur-kvenna-a-basnum

 

 


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu  - 1. júlí, 2020 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð vegna sumarleyfa frá 6. júlí til 4. ágúst.

Nánar

Þýðendasíða með lista yfir virka þýðendur úr íslensku á erlend mál - 24. júní, 2020 Fréttir

Á síðunni má finna upplýsingar um þýðendurna, menntun þeirra og bakgrunn - sem og helstu verk sem þau hafa þýtt úr íslensku.  

Nánar

Nýræktarstyrkina í ár hljóta Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson, Arndís Lóa Magnúsdóttir, Guðmundur Ingi Markússon og Halla Þórlaug Óskarsdóttir - 4. júní, 2020 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað Nýræktarstyrkjum til fjögurra nýrra höfunda og nemur hver styrkur 500 þúsund krónum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti styrkina.

Nánar

Allar fréttir