Yfir 300 íslensk ritverk í sænskum þýðingum

30. október, 2020 Fréttir

Það er gaman að sjá áhugann á íslenskum bókmenntun í Svíþjóð, en á síðustu öld hafa meira en 300 bækur eftir íslenska höfunda verið þýddar á sænsku og komið út hjá sænskum útgefendum.

Það er gaman að sjá áhugann á íslenskum bókmenntun í Svíþjóð, en á síðustu öld hafa meira en 300 bækur eftir íslenska höfunda verið þýddar á sænsku og komið út hjá sænskum útgefendum.

John Swedenmark, einn ötulasti þýðandinn úr íslensku á sænsku á undanförnum árum, tók saman lista yfir þýðingarnar, sem sjá má hér neðar. John hlaut Orðstír 2019, heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á erlend tungumál og hefur hann hlotið ýmis önnur verðlaun og viðurkenningar fyrir þýðingastörf sín í Svíþjóð. Hér má lesa skemmtilegt viðtal við John um þýðendastarfið, íslenskuna og bókmenntirnar.

Listi yfir þýðingar á sænsku

Hér má sjá yfirlit yfir þau íslensku ritverk sem komið hafa út á sænsku og hægt er að skoða eftir höfundum, ártölum og nöfnum þýðenda. 


Allar fréttir

Handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár! - 27. janúar, 2021 Fréttir

Elísabet Kristín Jökulsdóttir hlaut verðlaunin fyrir skáldsöguna Aprílsólarkulda, Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir fyrir Blokkina á heimsenda og Sumarliði R. Ísleifsson fær verðlaunin fyrir Í fjarska norðursins: Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár.

Nánar

Franska myndbandið með íslensku höfundunum - nú með enskum texta! - 18. janúar, 2021 Fréttir

Íslenskir höfundar ræða íslenskar bókmenntir - á frönsku! Íslenskar bókmenntir hafa á liðnum árum átt mikilli velgengni að fagna á hinu frönskumælandi málsvæði og fjöldi verka hefur komið árlega út í franskri þýðingu.

Nánar

Fleiri höfundar komnir á höfundasíðuna - 19. janúar, 2021 Fréttir

Höfundasíðan er síða á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Þar má finna upplýsingar um þá íslenska höfunda bóka sem komið hafa út í þýðingum erlendis - og lista yfir bækurnar.

Nánar

Allar fréttir