Yfir 300 íslensk ritverk í sænskum þýðingum

30. október, 2020

Það er gaman að sjá áhugann á íslenskum bókmenntun í Svíþjóð, en á síðustu öld hafa meira en 300 bækur eftir íslenska höfunda verið þýddar á sænsku og komið út hjá sænskum útgefendum.

Það er gaman að sjá áhugann á íslenskum bókmenntun í Svíþjóð, en á síðustu öld hafa meira en 300 bækur eftir íslenska höfunda verið þýddar á sænsku og komið út hjá sænskum útgefendum.

John Swedenmark, einn ötulasti þýðandinn úr íslensku á sænsku á undanförnum árum, tók saman lista yfir þýðingarnar, sem sjá má hér neðar. John hlaut Orðstír 2019, heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á erlend tungumál og hefur hann hlotið ýmis önnur verðlaun og viðurkenningar fyrir þýðingastörf sín í Svíþjóð. Hér má lesa skemmtilegt viðtal við John um þýðendastarfið, íslenskuna og bókmenntirnar.

Listi yfir þýðingar á sænsku

Hér má sjá yfirlit yfir þau íslensku ritverk sem komið hafa út á sænsku og hægt er að skoða eftir höfundum, ártölum og nöfnum þýðenda. 


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir