Yfir 300 íslensk ritverk í sænskum þýðingum

30. október, 2020

Það er gaman að sjá áhugann á íslenskum bókmenntun í Svíþjóð, en á síðustu öld hafa meira en 300 bækur eftir íslenska höfunda verið þýddar á sænsku og komið út hjá sænskum útgefendum.

Það er gaman að sjá áhugann á íslenskum bókmenntun í Svíþjóð, en á síðustu öld hafa meira en 300 bækur eftir íslenska höfunda verið þýddar á sænsku og komið út hjá sænskum útgefendum.

John Swedenmark, einn ötulasti þýðandinn úr íslensku á sænsku á undanförnum árum, tók saman lista yfir þýðingarnar, sem sjá má hér neðar. John hlaut Orðstír 2019, heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á erlend tungumál og hefur hann hlotið ýmis önnur verðlaun og viðurkenningar fyrir þýðingastörf sín í Svíþjóð. Hér má lesa skemmtilegt viðtal við John um þýðendastarfið, íslenskuna og bókmenntirnar.

Listi yfir þýðingar á sænsku

Hér má sjá yfirlit yfir þau íslensku ritverk sem komið hafa út á sænsku og hægt er að skoða eftir höfundum, ártölum og nöfnum þýðenda. 


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir