Yfir 300 íslensk ritverk í sænskum þýðingum

30. október, 2020 Fréttir

Það er gaman að sjá áhugann á íslenskum bókmenntun í Svíþjóð, en á síðustu öld hafa meira en 300 bækur eftir íslenska höfunda verið þýddar á sænsku og komið út hjá sænskum útgefendum.

Það er gaman að sjá áhugann á íslenskum bókmenntun í Svíþjóð, en á síðustu öld hafa meira en 300 bækur eftir íslenska höfunda verið þýddar á sænsku og komið út hjá sænskum útgefendum.

John Swedenmark, einn ötulasti þýðandinn úr íslensku á sænsku á undanförnum árum, tók saman lista yfir þýðingarnar, sem sjá má hér neðar. John hlaut Orðstír 2019, heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á erlend tungumál og hefur hann hlotið ýmis önnur verðlaun og viðurkenningar fyrir þýðingastörf sín í Svíþjóð. Hér má lesa skemmtilegt viðtal við John um þýðendastarfið, íslenskuna og bókmenntirnar.

Listi yfir þýðingar á sænsku

Hér má sjá yfirlit yfir þau íslensku ritverk sem komið hafa út á sænsku og hægt er að skoða eftir höfundum, ártölum og nöfnum þýðenda. 


Allar fréttir

Nýræktarstyrkina í ár hljóta Ingólfur Eiríksson, Jakub Stachowiak, Mao Alheimsdóttir og Nína Hjördís Þorkelsdóttir - 3. júní, 2021 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað fjórum Nýræktarstyrkjum til nýrra höfunda og nemur hver styrkur 500 þúsund krónum. 94 umsóknir bárust í ár, sem er metfjöldi umsókna frá upphafi.

Nánar

Auglýst eftir verkefnastjóra hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. Umsóknarfrestur er til 16. júní - 4. júní, 2021 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir reynslumiklum og metnaðarfullum verkefnastjóra í fullt starf.

Nánar

Framhaldsskólar um land allt vilja ólmir fá rithöfunda í heimsókn! - 4. júní, 2021 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta áætlar um 70 höfundaheimsóknir í 14 framhaldsskóla á árinu.

Nánar

Allar fréttir