Flestar styrkveitingar til þýðinga á dönsku, makedónsku og tékknesku

60 styrkir veittir til þýðinga íslenskra verka á 29 tungumál, í fyrri úthlutun ársins

11. maí, 2018

60 styrkir voru veittir til þýðinga íslenskra verka á 29 tungumál. Íslenskar bókmenntir ferðast víða og það fjölgar sífellt þeim tungumálum sem þær eru þýddar á. 

Saga-astu

DnaÍslenskar bókmenntir ferðast víða og það fjölgar sífellt þeim tungumálum sem þær eru þýddar á, sem eru nú orðin um fimmtíu. Þýðingastyrkir eru þar mikilvægur þáttur og gera erlendum útgefendum oftar en ekki kleift að ráðast í verkið. 

Nú í febrúar úthlutaði Miðstöð íslenskra bókmennta um 11 milljónum króna til þýðinga úr íslensku á erlend mál, 62 umsóknir bárust og hlutu 60 styrk, þar af voru 12 umsóknir og úthlutanir til þýðinga á norræn mál.

Alls verður þýtt á 29 tungumál að þessu sinni og eru flestar þýðingarnar á dönsku (8), makedónsku (5), tékknesku (5), ensku (4) og ungversku (4). 

EylandSjoraeninginnMillilending

Nokkrar bækur sem á að þýða

Þær bækur sem hlutu flesta þýðingastyrki eru Saga Ástu eftir Jón Kalman Stefánsson á þýsku, hollensku og dönsku, Hjarta mannsins eftir sama höfund en áætlað er að þýða hana á króatísku, búlgörsku og ungversku og Sölvasaga unglings eftir Arnar Má Arngrímsson á frönsku, rússnesku og færeysku. Verkin sem fengu tvo þýðingastyrki eru DNA eftir Yrsu Sigurðardóttur sem þýtt verður á búlgörsku og makedónsku, Eyland eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur á pólsku og tékknesku, Harmur englanna eftir Jón Kalman Stefánsson á grísku og ungversku, Sjóræninginn eftir Jón Gnarr á makedónsku og arabísku, Gildran eftir Lilju Sigurðardóttur á pólsku og makedónsku, Millilending eftir Jónas Reyni Gunnarsson á ensku og dönsku og Óratorrek eftir Eirík Örn Norðdahl á dönsku og sænsku.

Allar hafa framangreindar bækur verið þýddar á önnur tungumál með stuðningi Miðstöðvarinnar í fyrri úthlutunum.

Oratorek_1526042657540Gildran

Á hvaða tungumál er þýtt?

Tungumálin sem íslensku verkin verða þýdd á með stuðningi Miðstöðvar íslenskra bókmennta á næstunni eru albanska, amaric, arabíska, armenska, aserska, búlgarska, danska, enska, franska, færeyska, georgíska, gríska, hebreska, hollenska, ítalska, kínverska, króatíska, makedónska, norska, portúgalska, pólska, rússneska, spænska, sænska, tékkneska, tyrkneska, ungverska, úkraínska og þýska. 

Þýðingar þarfnast þýðenda

Það er öllum ljóst að þýðingar væru ekki til án þýðenda. Góðir þýðendur eru afar mikilvægir og geta skipt sköpum þegar kemur að útbreiðslu bókmennta og miðlun á önnur tungumál. Flest verkanna sem hlutu þýðingastyrk í þessari úthlutun eru þýdd beint úr íslensku og það hlýtur að teljast merkilegt hve margir góðir þýðendur þýða beint úr íslensku á önnur mál. Í september á síðasta ári hélt Miðstöðin, í samstarfi við fleiri, alþjóðlegt þýðendaþing í Reykjavík þar sem 30 þýðendur á 17 tungumál voru saman komnir og var þar töluð gullaldar íslenska. Á sama tíma var Orðstír, heiðursviðurkenning þýðenda íslenskra bókmennta á erlend tungumál, veittur þeim Victoria Cribb, sem þýðir á ensku, og Eric Boury, sem þýðir á frönsku. Var hvort tveggja liður í því að heiðra og hvetja góða þýðendur til dáða svo íslenskar bókmenntir megi halda áfram að berast lesendum um víða veröld.

Hér má sjá allar úthlutanir í febrúar 2018 til þýðinga á erlend mál og norræn mál


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir