Horfðu á mig til Þýskalands

8. apríl, 2010

Þýðingarrétturinn að fimmtu glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur keyptur af Fischer Verlag.

Horfðu á migRéttindastofa Bjarts & Veraldar hefur gengið frá samningi við þýsku bókaútgáfuna Fischer Verlag um að gefa út Horfðu á mig eftir Yrsu Sigurðardóttur. Yrsa hefur notið töluverðar velgengni í Þýskalandi að undanförnu, en vikuritið Spiegel valdi síðustu bók hennar,  Auðnin, sem eina af þremur mikilvægustu bókum vikunnar þegar hún kom út þar í landi í desember.

Í  Horfðu á mig reynir lögmaðurinn Þóra Guðmundsdóttir að fá endurupptekið mál fatlaðs manns sem vistaður er á réttargeðdeild fyrir að brenna sambýli sitt til grunna með þeim afleiðingum að fimm manns létust. Inn í rannsóknina fléttast önnur mál, yfirnáttúruleg og hrollvekjandi, líkt og í fyrri verkum Yrsu, en bækur hennar hafa notið ákveðinnar sérstöðu á sviði íslenskra glæpasagna í samslætti forns þjóðsagnaarfs og nútímamorðgátna. Horfðu á mig var á meðal mest seldu bóka síðasta árs á Íslandi og hlaut jákvæðar viðtökur gagnrýnenda, sem sumir töldu vera þá bestu sem Yrsa hefur látið frá sér.

Bækur Yrsu hafa komið út á yfir þrjátíu tungumálum og hlotið góðar viðtökur gagnrýnenda og lesenda víða um lönd, allt frá Bandaríkjunum í vestri til Japans í austri. Yrsa vinnur nú að sjöttu glæpasögu sinni sem er væntanleg hjá bókaforlaginu Veröld í haust.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir