Íslensk ritsnilld – fer vel af stað!

25. júní, 2010

Samkeppnin fer vel af stað og hafa margar góðar tilvitnanir þegar borist í pósthólf Sagenhaftes Island, allt frá Hávamálum til samtímaskálda.

Samkeppnin um íslenska ritsnilld fer vel af stað og hafa margar góðar tilvitnanir þegar borist í pósthólf Sagenhaftes Island, allt frá Hávamálum:

Deyr fé
deyja frændur
deyr sjálfur hið sama,
en orðstír
deyr aldregi
hveims sér góðan getur.

Og Halldóri Laxness:

Sá sem ekki lifir í skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni

Til samtímaskálda eins og Lindu Vilhjálmsdóttur:

bleika frostrósin frá þér
stendur enn keik í glugganum

þótt hélan sé horfin af rúðunum
og við blasi esjan grímsvatnagræn
eins og gróðursæll draumur

Á bókasýningunni í Frankfurt hefur skapast sú hefð að heiðursgestur sýningarinnar afhendir þeirri þjóð sem tekur við nafnbótinni sérstakt kefli á lokadegi hennar. Á keflið eru ritaðar tilvitnanir í bókmenntir frá viðkomandi löndum. Nú köllum við eftir fleiri hugmyndum að því hvað Íslendingar ættu að letra á keflið þegar röðin kemur að þeim. Hvaða tilvitnun ætti að nota af þessu tilefni, sem eins konar táknmynd íslenskra bókmennta?

Eins og áður sagði þá kemur allt til greina: Fornbókmenntir eða nútímabókmenntir, ljóð eða laust mál, en lengdin á helst að vera 5-10 línur. Hólfið stendur ennþá opið fyrir tilllögum: info@sagenhaftes-island.is. Í júlí verður svo valin tilvitnunin sem letruð verður á keflið. Við hvetjum alla hina fjölmörgu lesendur síðunnar til að taka þátt í þessari óformlegu samkeppni um íslenska ritsnilld!


SagenhaftesPoster2



Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir