Sverð umturnast í þvottabursta

20. október, 2010

10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp

valinn „Einkennilegasti bókartitillinn“ í Þýskalandi árið 2010.

Á bókasýningunni í Frankfurt fór fram hin árlega samkeppni um „einkennilegasta bókartitilinn“ á þýskum bókamarkaði. Í þetta skiptið hreppti bókin 10 ráð til að hætta að drepa og byrja að vaska upp (Zehn Tipps, das Morden zu beenden und den Abwasch zu beginnen), eftir Hallgrím Helgason, verðlaunin eftirsóttu.

Eins og greint var frá hér á síðunni fyrir skömmu þá atti þar þýsk þýðing bókarinnar kappi við 19 aðra undarlega titla um tignarheitið. Sex titlar voru sigtaðir út í netkosningu áður en þriggja manna dómnefnd skar úr um hvaða titill bar af, og valdi hún að lokum bók Hallgríms.

Suit&TieÍ úrskurði dómnefndarinnar sagði: „Titillinn tileinkar sér orðfæri vinsællar bókmenntagreinar, sjálfshjálparbókarinnar, en tengir það svo óvænt við húshald og friðarstefnu og stingur þar með mállegu prilblómstri í byssukjaftinn. Sverð umturnast í þvottabursta!“

Bókin hefur notið töluverðra vinsælda í Þýskalandi, hjá gagnrýnendum og lesendum,  og er hún nú á þriðja upplagi sínu þar. Hér má sjá myndskeið um verðlaunin (á þýsku).

Og meira af Hallgrími. Ljóð eftir hann birtist nýverið á vefmiðlinum Youtube. Það er á ensku og ber titilinn „Suit & Tie“. Fjallar ljóðið um „eftir-hruns“ Ísland, þar sem snyrtilegir menn í jakkafötum vekja skelfingu meðal fólks, og var fyrst flutt á ljóðahátíð í Stavangri í fyrra. Nú má nálgast upplesturinn á Youtube síðu Hallgríms.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir