Sverð umturnast í þvottabursta

20. október, 2010

10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp

valinn „Einkennilegasti bókartitillinn“ í Þýskalandi árið 2010.

Á bókasýningunni í Frankfurt fór fram hin árlega samkeppni um „einkennilegasta bókartitilinn“ á þýskum bókamarkaði. Í þetta skiptið hreppti bókin 10 ráð til að hætta að drepa og byrja að vaska upp (Zehn Tipps, das Morden zu beenden und den Abwasch zu beginnen), eftir Hallgrím Helgason, verðlaunin eftirsóttu.

Eins og greint var frá hér á síðunni fyrir skömmu þá atti þar þýsk þýðing bókarinnar kappi við 19 aðra undarlega titla um tignarheitið. Sex titlar voru sigtaðir út í netkosningu áður en þriggja manna dómnefnd skar úr um hvaða titill bar af, og valdi hún að lokum bók Hallgríms.

Suit&TieÍ úrskurði dómnefndarinnar sagði: „Titillinn tileinkar sér orðfæri vinsællar bókmenntagreinar, sjálfshjálparbókarinnar, en tengir það svo óvænt við húshald og friðarstefnu og stingur þar með mállegu prilblómstri í byssukjaftinn. Sverð umturnast í þvottabursta!“

Bókin hefur notið töluverðra vinsælda í Þýskalandi, hjá gagnrýnendum og lesendum,  og er hún nú á þriðja upplagi sínu þar. Hér má sjá myndskeið um verðlaunin (á þýsku).

Og meira af Hallgrími. Ljóð eftir hann birtist nýverið á vefmiðlinum Youtube. Það er á ensku og ber titilinn „Suit & Tie“. Fjallar ljóðið um „eftir-hruns“ Ísland, þar sem snyrtilegir menn í jakkafötum vekja skelfingu meðal fólks, og var fyrst flutt á ljóðahátíð í Stavangri í fyrra. Nú má nálgast upplesturinn á Youtube síðu Hallgríms.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir