„Höpöhöpö Böks“ verðlaunað á Zebra

21. október, 2010

Eiríkur Örn fer mikinn í Berlín. Verðlaun á Zebra Poetry Film Festival og ný þýsk þýðing gefin út.

Eiríkur Örn - Zebra

Eiríkur Örn Norðdahl deildi verðlaunapalli á Zebra Poetry Film Festival með öðrum skáldum og kvikmyndagerðarmönnum í Berlín um síðustu helgi.

Alls voru 900 myndir teknar til sýningar á hátíðinni en dómnefnd hátíðarinnar veitti mynd Eiríks, „Höpöhöpö Böks“, sérstaka viðurkenningu („special mention“). Myndbandsljóð hans var á meðal 26 annara mynda í sérstökum keppnisflokki, eins og greint var frá hér á síðunni á dögunum.

Eiríkur var auk þess staddur í Berlínarborg til að kynna þýska þýðingu á skáldsögu sinni Eitur fyrir byrjendur (þ. Gift für Anfänger), sem kom út þar í landi í síðustu viku á vegum forlagsins Kozempel & Timm.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir