„Höpöhöpö Böks“ verðlaunað á Zebra

21. október, 2010

Eiríkur Örn fer mikinn í Berlín. Verðlaun á Zebra Poetry Film Festival og ný þýsk þýðing gefin út.

Eiríkur Örn - Zebra

Eiríkur Örn Norðdahl deildi verðlaunapalli á Zebra Poetry Film Festival með öðrum skáldum og kvikmyndagerðarmönnum í Berlín um síðustu helgi.

Alls voru 900 myndir teknar til sýningar á hátíðinni en dómnefnd hátíðarinnar veitti mynd Eiríks, „Höpöhöpö Böks“, sérstaka viðurkenningu („special mention“). Myndbandsljóð hans var á meðal 26 annara mynda í sérstökum keppnisflokki, eins og greint var frá hér á síðunni á dögunum.

Eiríkur var auk þess staddur í Berlínarborg til að kynna þýska þýðingu á skáldsögu sinni Eitur fyrir byrjendur (þ. Gift für Anfänger), sem kom út þar í landi í síðustu viku á vegum forlagsins Kozempel & Timm.


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir