Furðustrandir

2. nóvember, 2010

Þann 1. nóvember kom út nýjasta skáldsaga Arnaldar Indriðasonar. Hún heitir Furðustrandir og í henni stígur frægasta sköpunarverk Arnalds loks aftur fram í sviðsljósið.

Furdustrandir-175x267Þann 1. nóvember kom út nýjasta skáldsaga Arnaldar Indriðasonar. Hún heitir Furðustrandir og í henni stígur frægasta sköpunarverk Arnalds, rannsóknarlögreglumaðurinn Erlendur Sveinsson, loks aftur fram í sviðsljósið. Hann kom lítið við sögu í síðustu tveimur bókum Arnaldar, Svörtuloftum og Myrká.

Arnaldur hefur verið fámáll um efni bókarinnar í fjölmiðlum. „Ég vil nú helst ekki eyðileggja ánægjuna fyrir lesendum,“ sagði hann í viðtali við Vísi. „En það sem maður getur sagt kannski er að þetta er um hefndina. Hvað hún getur verið ömurlegt tæki til að ná fram einhverju réttlæti.“

Hann fæst alls ekki til þess að ljóstra upp um það hvaða tengingu titillinn hefur við söguna. „Þá væri ég að uppljóstra of miklu um efni bókarinnar."

Líkt og kom fram í nýlegu viðtali við Arnald á Sagenhaftes Island, tengist Furðustrandir síðustu þremur bókum Arnalds, Harðskafa, Svörtuloftum og Myrká. Þær sögur gerast allar á sama tveggja til þriggja vikna tímabilinu haustið 2005. Nýjasta bókin mun því væntanlega upplýsa lesendur um hvað Erlendur rannsóknarfulltrúi hefur verið að bralla á meðan atburðir fyrri bókanna áttu sér stað.

Hægt er að hlaða niður broti úr Furðuströndum á vef Forlagsins.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir