Furðustrandir

2. nóvember, 2010

Þann 1. nóvember kom út nýjasta skáldsaga Arnaldar Indriðasonar. Hún heitir Furðustrandir og í henni stígur frægasta sköpunarverk Arnalds loks aftur fram í sviðsljósið.

Furdustrandir-175x267Þann 1. nóvember kom út nýjasta skáldsaga Arnaldar Indriðasonar. Hún heitir Furðustrandir og í henni stígur frægasta sköpunarverk Arnalds, rannsóknarlögreglumaðurinn Erlendur Sveinsson, loks aftur fram í sviðsljósið. Hann kom lítið við sögu í síðustu tveimur bókum Arnaldar, Svörtuloftum og Myrká.

Arnaldur hefur verið fámáll um efni bókarinnar í fjölmiðlum. „Ég vil nú helst ekki eyðileggja ánægjuna fyrir lesendum,“ sagði hann í viðtali við Vísi. „En það sem maður getur sagt kannski er að þetta er um hefndina. Hvað hún getur verið ömurlegt tæki til að ná fram einhverju réttlæti.“

Hann fæst alls ekki til þess að ljóstra upp um það hvaða tengingu titillinn hefur við söguna. „Þá væri ég að uppljóstra of miklu um efni bókarinnar."

Líkt og kom fram í nýlegu viðtali við Arnald á Sagenhaftes Island, tengist Furðustrandir síðustu þremur bókum Arnalds, Harðskafa, Svörtuloftum og Myrká. Þær sögur gerast allar á sama tveggja til þriggja vikna tímabilinu haustið 2005. Nýjasta bókin mun því væntanlega upplýsa lesendur um hvað Erlendur rannsóknarfulltrúi hefur verið að bralla á meðan atburðir fyrri bókanna áttu sér stað.

Hægt er að hlaða niður broti úr Furðuströndum á vef Forlagsins.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir