Fjölbreytileiki heimilisbókasafna

15. mars, 2011

„Þetta er algerlega frábært verkefni,“ segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri hjá Eymundsson, um verkefnið „Komdu með til Frankfurt“ sem haldið er á vegum Sagenhaftes Island.

Bryndisbokasofn„Þetta er algerlega frábært verkefni,“ segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri hjá Eymundsson, um verkefnið „Komdu með til Frankfurt“ sem haldið er á vegum Sagenhaftes Island.

„Við erum bergnumin yfir þátttökunni í samkeppninni líka, hvað fólk er viljugt að deila með öðrum bókasafninu sínu. Þetta er svo stór hluti af heimilum og persónum fólks, sem hingað til hefur ekki verið til sýnis. Ég nefni sem dæmi, að í öllum þessum lífsstílsþáttum um heimili fólks var bókasafni heimilisins sjaldnast veitt nokkur athygli.“

Bara teknar myndir af sófum, borðstofuhúsgögnum og lömpum?

„Já, meira svona blöndunartækin en bækurnar! En þetta er virkilega skemmtilegt uppátæki og gaman að sjá fjölbreytileika heimilisbókasafna á Ísland!“

Verkefnið er enn í fullum gangi og við hvetjum fólk eindregið til að senda ljósmyndir af heimilisbókasöfnum sínum á facebook síðu Sagenhaftes Island eða með tölvupósti á info[hjá]sagenhaftes-island.is. Í byrjun apríl verða þrír heppnir þátttakendur dregnir og fá þeir ferð fyrir tvo á Bókasýninguna í Frankfurt í haust.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir