Fjölbreytileiki heimilisbókasafna

15. mars, 2011

„Þetta er algerlega frábært verkefni,“ segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri hjá Eymundsson, um verkefnið „Komdu með til Frankfurt“ sem haldið er á vegum Sagenhaftes Island.

Bryndisbokasofn„Þetta er algerlega frábært verkefni,“ segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri hjá Eymundsson, um verkefnið „Komdu með til Frankfurt“ sem haldið er á vegum Sagenhaftes Island.

„Við erum bergnumin yfir þátttökunni í samkeppninni líka, hvað fólk er viljugt að deila með öðrum bókasafninu sínu. Þetta er svo stór hluti af heimilum og persónum fólks, sem hingað til hefur ekki verið til sýnis. Ég nefni sem dæmi, að í öllum þessum lífsstílsþáttum um heimili fólks var bókasafni heimilisins sjaldnast veitt nokkur athygli.“

Bara teknar myndir af sófum, borðstofuhúsgögnum og lömpum?

„Já, meira svona blöndunartækin en bækurnar! En þetta er virkilega skemmtilegt uppátæki og gaman að sjá fjölbreytileika heimilisbókasafna á Ísland!“

Verkefnið er enn í fullum gangi og við hvetjum fólk eindregið til að senda ljósmyndir af heimilisbókasöfnum sínum á facebook síðu Sagenhaftes Island eða með tölvupósti á info[hjá]sagenhaftes-island.is. Í byrjun apríl verða þrír heppnir þátttakendur dregnir og fá þeir ferð fyrir tvo á Bókasýninguna í Frankfurt í haust.


Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 3. maí, 2024 Fréttir

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna.

Nánar

Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði: 25 spennandi verk hljóta styrki - 3. maí, 2024 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað 8 millj.kr. til 25 verka árið 2024. Alls bárust 45 umsóknir og sótt var um 30,6 millj.kr.

Nánar

Úthlutun til þýðinga á íslensku; 28 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins - 3. maí, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

Nánar

Allar fréttir