Komdu með til Frankfurt

29. mars, 2011

Nú fer hver að verða síðastur til að senda bókasafnið sitt til Frankfurt og fá tækifæri til að verða hluti af stærstu bókasýningu heims.


Nú fer hver að verða síðastur til að senda inn mynd af bókasafninu sínu í verkefnið „Komdu með til Frankfurt“, þar sem íslenskir bókaunnendur fá tækifæri til að verða hluti af stærstu bókasýningu heims.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa þegar verkefnið hófst fyrr í vetur og hafa hundruð ljósmynda af íslenskum bókasöfnum í öllum sínum fjölbreytileika borist til Sögueyjunnar.

Síðasti dagur til að senda inn ljósmyndir er föstudagurinn 1. apríl og dregið verður úr innsendum bókasöfnum á  mánudaginn 4. apríl. Það eru því enn nokkrir dagar til stefnu fyrir þá sem luma á fallegum bókaskáp, hillu eða stafla einhvers staðar á heimilinu,  til að hreppa ferð á Bókasýninguna í Frankfurt 2011. Sjáumst þar.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir