Vinningshafar á leið til Frankfurt

8. apríl, 2011

Dregið hefur verið úr innsendum bókasöfnum í  „Komdu með til Frankfurt“. Þrír heppnir þátttakendur fengu ferð fyrir tvo á Bókasýninguna í Frankfurt í haust.

Vinningshafar

Dregið hefur verið úr innsendum bókasöfnum í  „Komdu með til Frankfurt“ sem Sögueyjan Ísland hefur staðið fyrir í samstarfi við Eymundsson. Þrír heppnir þátttakendur voru dregnir út og hreppti hver þeirra ferð fyrir tvo á Bókasýninguna í Frankfurt í haust. Vinningshafar eru Guðrún Erla Björgvinsdóttir, Magnús Axelsson og Arnheiður Sigurðardóttir.

Sögueyjan vill þakka öllum þeim sem deildu bókaskápum sínum með okkur en þátttakan í verkefninu var með eindæmum góð. Á annað þúsund ljósmyndir bárust úr öllum landsfjórðungum sem sýndu bókasöfn af ýmsum stærðum og gerðum. Þessar myndir munu svo njóta sín næsta haust í íslenska skálanum á Bókasýningunni í Frankfurt þegar íslensku heimilisbókasöfnin verða sýnd í allri sinni dýrð, bæði á ljósmyndum og í myndböndum. 

Facebook síða verkefnisins verður opin fyrir myndum fram að Bókasýningunni í haust og verður aukavinningur dreginn úr innsendum myndum áður en Bókasýningin hefst í haust. Fólk er því hvatt til þess að halda áfram að senda inn myndir.

Afhending verðlaunanna fór fram í Eymundsson á Skólavörðustíg, þann 7. apríl. Verðlaunahafarnir voru að vonum ánægðir og sögðust spenntir að fá að sjá þessa stærstu bókasýningu heims í haust.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir