Vinningshafar á leið til Frankfurt

8. apríl, 2011

Dregið hefur verið úr innsendum bókasöfnum í  „Komdu með til Frankfurt“. Þrír heppnir þátttakendur fengu ferð fyrir tvo á Bókasýninguna í Frankfurt í haust.

Vinningshafar

Dregið hefur verið úr innsendum bókasöfnum í  „Komdu með til Frankfurt“ sem Sögueyjan Ísland hefur staðið fyrir í samstarfi við Eymundsson. Þrír heppnir þátttakendur voru dregnir út og hreppti hver þeirra ferð fyrir tvo á Bókasýninguna í Frankfurt í haust. Vinningshafar eru Guðrún Erla Björgvinsdóttir, Magnús Axelsson og Arnheiður Sigurðardóttir.

Sögueyjan vill þakka öllum þeim sem deildu bókaskápum sínum með okkur en þátttakan í verkefninu var með eindæmum góð. Á annað þúsund ljósmyndir bárust úr öllum landsfjórðungum sem sýndu bókasöfn af ýmsum stærðum og gerðum. Þessar myndir munu svo njóta sín næsta haust í íslenska skálanum á Bókasýningunni í Frankfurt þegar íslensku heimilisbókasöfnin verða sýnd í allri sinni dýrð, bæði á ljósmyndum og í myndböndum. 

Facebook síða verkefnisins verður opin fyrir myndum fram að Bókasýningunni í haust og verður aukavinningur dreginn úr innsendum myndum áður en Bókasýningin hefst í haust. Fólk er því hvatt til þess að halda áfram að senda inn myndir.

Afhending verðlaunanna fór fram í Eymundsson á Skólavörðustíg, þann 7. apríl. Verðlaunahafarnir voru að vonum ánægðir og sögðust spenntir að fá að sjá þessa stærstu bókasýningu heims í haust.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir