Myrkt bókmenntakonfekt á dönsku

24. ágúst, 2011

Smásagnasafn Gyrðis Elíassonar, Milli trjánna, fær stórgóða dóma í Danmörku.

Smásagnasafn Gyrðis Elíassonar, Milli trjánna, er nýútkomið á dönsku hjá forlaginu Torgard í þýðingu Eric Skyum-Nielsen. Af þeim dómum sem þegar hafa birst í dönskum blöðum má ætla að Danir séu stórhrifnir af bókinni.

mellem-traeernePolitiken gefur henni fimm stjörnur af sex mögulegum og þar er sagt að á bak við rólyndan frásagnarstílinn leynist mikið drama. Gagnrýnandi Fyens Stiftstidende getur ekki orða bundist í dómi sínum. „Hvílík bók!“ hrópar hann, „Dauði, fyrirboðar og óhugnaður blandast saman við hið hversdagslega í þeim 47 smásögum sem mynda safnið. [...] Milli trjánna er snögglesin, en innbyrtu hana í smáskömmtum, því sérhver smásaga er hárbeitt og krefst umhugsunar.“ Jyllands Posten veitir henni að auki fimm stjörnur. „Það er auðvelt að sökkva sér í myrkt og beiskt bókmenntakonfekt Gyrðis [...] og maður vill bragða á meiru til ná betra taki á samhenginu.“ Berlingske, sparar heldur ekki stjörnurnar – fullt hús þar. „Gyrðir Elíasson hefur með Milli trjánna, í ljómandi þýðingu Erik Skyum-Nielsen, lagt fram smásagnasafn þar sem íslenskt landslag, nærgöngular stúdíur á eðli einsemdarinnar og ævintýraleg öfl sameinast á fullkominn hátt með stórfenglegri orðfimi. [...] Gyrðir Elíasson á verðlaunin skilin.“

Eins og kunnugt er hlaut Gyrðir Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina fyrr á þessu ári, en verðlaunin verða afhent í Kaupmannahöfn í nóvember. Þrjár bækur eftir Gyrði koma út á þýsku á heiðursári Íslendinga á Bókasýningunni í Frankfurt. Gangandi íkorni og ljóðabókin Nokkur almenn orð um kulnun sólar komu út síðasta vetur, og von er á Sandárbókinni í þessari viku. Sögueyjan Ísland tók viðtal við Gyrði skömmu áður en hann hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, það má nálgast hér.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir