Myrkt bókmenntakonfekt á dönsku

24. ágúst, 2011

Smásagnasafn Gyrðis Elíassonar, Milli trjánna, fær stórgóða dóma í Danmörku.

Smásagnasafn Gyrðis Elíassonar, Milli trjánna, er nýútkomið á dönsku hjá forlaginu Torgard í þýðingu Eric Skyum-Nielsen. Af þeim dómum sem þegar hafa birst í dönskum blöðum má ætla að Danir séu stórhrifnir af bókinni.

mellem-traeernePolitiken gefur henni fimm stjörnur af sex mögulegum og þar er sagt að á bak við rólyndan frásagnarstílinn leynist mikið drama. Gagnrýnandi Fyens Stiftstidende getur ekki orða bundist í dómi sínum. „Hvílík bók!“ hrópar hann, „Dauði, fyrirboðar og óhugnaður blandast saman við hið hversdagslega í þeim 47 smásögum sem mynda safnið. [...] Milli trjánna er snögglesin, en innbyrtu hana í smáskömmtum, því sérhver smásaga er hárbeitt og krefst umhugsunar.“ Jyllands Posten veitir henni að auki fimm stjörnur. „Það er auðvelt að sökkva sér í myrkt og beiskt bókmenntakonfekt Gyrðis [...] og maður vill bragða á meiru til ná betra taki á samhenginu.“ Berlingske, sparar heldur ekki stjörnurnar – fullt hús þar. „Gyrðir Elíasson hefur með Milli trjánna, í ljómandi þýðingu Erik Skyum-Nielsen, lagt fram smásagnasafn þar sem íslenskt landslag, nærgöngular stúdíur á eðli einsemdarinnar og ævintýraleg öfl sameinast á fullkominn hátt með stórfenglegri orðfimi. [...] Gyrðir Elíasson á verðlaunin skilin.“

Eins og kunnugt er hlaut Gyrðir Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina fyrr á þessu ári, en verðlaunin verða afhent í Kaupmannahöfn í nóvember. Þrjár bækur eftir Gyrði koma út á þýsku á heiðursári Íslendinga á Bókasýningunni í Frankfurt. Gangandi íkorni og ljóðabókin Nokkur almenn orð um kulnun sólar komu út síðasta vetur, og von er á Sandárbókinni í þessari viku. Sögueyjan Ísland tók viðtal við Gyrði skömmu áður en hann hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, það má nálgast hér.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir