Fjölsótt og glæsileg kynning Íslendingasagna

19. september, 2011

Höllin Corvey í Westfalen myndaði stórkostlegt svið fyrir þriggja daga kynningu Íslendingasagna. Tilefnið var útgáfa forlagsins á nýrri þýðingu Íslendingasagna í fimm bindum núna í september.

AM-135-4to--2Höllin Corvey í Westfalen, upphaflega klaustur sem stofnað var um það leyti sem Ísland var numið, myndaði stórkostlegt svið fyrir þriggja daga kynningu Íslendingasagna, sem Literaturbüro Ostwestfalen-Lippe stóð fyrir í samvinnu við Sögueyjuna og forlagið S. Fischer. Tilefnið var útgáfa forlagsins á nýrri þýðingu Íslendingasagna í fimm bindum núna í september.

Fjöldi þekktra þýskra leikara kom fram, þar á meðal Angela Winkler, Michael Altmann, Corinna Harfouch og Matthias Habich, og las uppúr sögunum í dagskrá sem varði frá morgni til kvölds. Upplesturinn var rofinn með fyrirlestrum þýskra og íslenskra fræðimanna, svosem Vésteins Ólasonar og Kurt Schier, og upplestrum rithöfunda, þar sem m.a. mátti heyra Sjón og Einar Kárason, auk þes sem argentínski rithöfundurinn Alberto Manguel, náinn vinur Borgesar, sagði frá lestri þess síðarnefnda á Íslendingasögum og þýðingu hans á Gylfaginningu. Ennfremur voru umræður þýðenda með þátttöku fulltrúa frá Norðurlöndum Inn á milli var leikin tónlist, meðal annars af norska bassaleikaranum Arild Andersen, Caput hópnum og Ólafi Arnalds.

Er skemmst frá því að segja að kirkjur og salir Corvey fylltust af áhugasömum hlustendum allan tímann meðan dagskráin varði. Er óhætt að segja að aldrei hafi önnur eins kynning verið haldin á íslenskum miðaldabókmenntum eins og þarna var gert, en dagskrána má sjá á http://www.island-saga-lesefest.de/.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir