Sögueyjan á Bókasýningunni í Leipzig

14. mars, 2012

Bókasýningin í Leipzig, vorboði bókaársins í Þýskalandi, hefst  15. mars. Sem fyrr verða þar íslenskar bókmenntir áberandi en sex íslenskir höfundar taka þátt í sýningunni í ár.

Bókasýningin í Leipzig 2012

Bókasýningin í Leipzig, vorboði bókaársins í Þýskalandi, hefst  15. mars og stendur yfir til 18. mars. Sem fyrr verða þar íslenskar bókmenntir áberandi en sex íslenskir höfundar taka þátt í sýningunni í ár.

Pétur Gunnarsson -- ich meiner michPétur Gunnarsson mun þar fylgja eftir velgengni þýskrar þýðingar Punkts punkts komma striks, sem kom út í fyrra, með upplestrum úr þýðingu annarrar Andrabókarinnar Ég um mig frá mér til mín sem kom nýverið út hjá Weidle Verlag.

Yngsta kynslóð lesenda verður í brennidepli á sýningunni í ár og munu barnabókahöfundarnir Sigrún Eldjárn og Hallfríður Ólafsdóttir kynna þar bækur sínar. Sigrún Eldjárn verður með kynningu á nýrri útgáfu hinnar sígildu barnabókar Bétveir, sem hefur verið endurprentuð með nýjum teikningum, og Hallfríður Ólafsdóttir verður með upplestrar- og tónlistardagskrá helgaða Maxímus Músíkús. Kristín Steinsdóttir, rithöfundur og formaður Rithöfundasambandsins, mun svo taka þátt í ráðstefnu um barnabókmenntir og læsi í Norður-Evrópu og Þýskalandi auk þess að kynna Íslendingasögurnar fyrir þýskum börnum.

Steinunn Sigurðardóttir, sem löngum hefur verið vinsæl meðal þýskra lesenda, mun einnig lesa upp úr verkum sínum, þar á meðal Góða Elskhuganum sem kom út í þýskri þýðingu í fyrra. Ingibjörg Hjartardóttir mun svo lesa upp úr bókinni Hlustarinn, sem kom út í tengslum við Bókasýninguna í Frankfurt 2011.

Frekari upplýsingar um dagskrá Sögueyjunnar í Leipzig má sækja hér (PDF -- á þýsku).


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir