Fréttir

Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent í 24. sinn

6. febrúar, 2013 Fréttir

Verðlaunahafar: Eiríkur Örn Norðdahl fyrir Illsku og Gunnar F. Guðmundsson fyrir Pater Jón Sveinsson - Nonni.

Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2012 voru afhent á Bessastöðum í dag. Í flokki fagurbókmennta hlaut Eiríkur Örn Norðdahl fyrir skáldsöguna Illsku, sem gefin er út af Máli og Menningu. Í flokki fræðirita og bóka almenns efnis hlaut Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðingur verðlaunin fyrir bókina Pater Jón Sveinsson - Nonni sem Opna gefur út.

Þriggja manna lokadómnefnd, sem skipuð var Viðari Eggertssyni leikhússtjóra, Hrefnu Haraldsdóttur bókmenntafræðingi og Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðingi, sem jafnframt var formaður nefndarinnar, valdi verðlaunabækurnar en alls voru tilnefndar fimm bækur í hvorum flokki. Tilnefningarnar voru birtar 1. desember síðastliðinn.

Eiríkur Örn NorðdahlEftirfarandi bækur voru tilnefndar til verðlauna í flokki fagurbókmennta:

Auður Ava Ólafsdóttir: Undantekningin. Útgefandi: Bjartur.                      

Eiríkur Örn Norðdahl: Illska. Útgefandi: Mál og menning.                                 

Gyrðir Elíasson: Suðurglugginn. Útgefandi: Uppheimar.                        

Kristín Ómarsdóttir: Milla. Útgefandi: JPV útgáfa.                                       

Sigurjón Magnússon: Endimörk heimsins. Útgefandi: Ormstunga.

Eftirfarandi bækur voru tilnefndar til verðlauna í flokki fræðirita og bóka almenns efnis:

Einar Már Jónsson: Örlagaborgin. Brotabrot úr afrekasögu frjálshyggjunnar. Fyrri hluti. Útgefandi: Ormstunga.

Gunnar F. Guðmundsson: Pater Jón Sveinsson – Nonni. Útgefandi: Opna.

Gunnar Þór Bjarnason: Upp með fánann. Baráttan um uppkastið 1908 og sjálfstæðisbarátta Íslendinga. Útgefandi: Mál og menning.

Jón Ólafsson: Appelsínur frá Abkasíu. Vera Hertzsch, Halldór Laxness 
og hreinsanirnar miklu. Útgefandi: JPV útgáfa.

Steinunn Kristjánsdóttir: Sagan af klaustrinu á Skriðu. Útgefandi: Sögufélag.Allar fréttir

Íslensku höfundarnir og verk þeirra fengu afar góðar viðtökur á bókamessunni í Gautaborg - 3. október, 2018 Fréttir

Höfundarnir Áslaug Jónsdóttir, Jón Kalman Stefánsson og Yrsa Sigurðardóttir ræddu þar um bækur sínar, hugmyndir og viðfangsefni og fjöldi gesta sótti viðburði þeirra.

Nánar

Bókamessan í Frankfurt verður haldin dagana 10. - 14. október - 5. október, 2018 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta kynnir þar að venju íslenskar bókmenntir á bás númer 5.0 B82. Allir velkomnir!

Nánar

Allar fréttir