Fjöruverðlaunin 2013

24. febrúar, 2013

Auður Jónsdóttir tók í dag á móti Fjöruverðlaununum í flokki fagurbókmennta. Steinunn Kristjánsdóttir í flokki fræðibóka og Þórdís Gísladóttir í flokki barna- og unglingabóka.

 
Tilkynnt var um hverjar hlytu Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, í ár í Iðnó sunnudaginn 24. febrúar. Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, veitti verðlaunin að þessu sinni. Verðlaun voru veitt  í þremur flokkum – fagurbókmenntum, fræðibókum og barna- og unglingabókum. Eftirtaldar hlutu verðlaun:


Fagurbókmenntir

Auður Jónsdóttir: Ósjálfrátt. Útg. Mál og menning

 

Fræðibækur

Steinunn Kristjánsdóttir: Sagan af klaustrinu á Skriðu. Útg. Sögufélagið
Bókin var einnig tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis og Íslensku bókmenntaverðlaunanna.


Barna- og unglingabækur

Þórdís Gísladóttir: Randalín og Mundi. Útg. Bjartur

 

Fjöruverðlaunahátíðin, sem hefur skapað sér sess á síðustu árum, er meðal annars ætlað að vekja athygli á mikilvægu framlagi kvenna til íslenskra bókmennta.  Heiðursgestur hátíðarinnar að þessu sinni var frú Vigdís Finnbogadóttir sem  flutti ávarp um félagsskap fyrrum þjóðarleiðtoga.

Að verðlaunaafhendingu lokinni fóru fram líflegar pallborðsumræður undir stjórn Brynhildar Heiðar- og Ómarsdóttur þar sem rætt var um hlutverk og sérstöðu kvenna í listum á Íslandi. Rætt var m.a. um hvort, og af hverju, enn væri þörf á sérstökum verðlaunum fyrir framlag kvenna á mismunandi sviðum lista á Íslandi. Í pallborði tóku þátt: Hlín Agnarsdóttir fyrrverandi leikstjóri, Ragnhildur Jóhanns myndlistamaður, Sigrún Eldjárn myndlistamaður og rithöfundur og Védís Hervör Árnadóttir tónlistarkona og formaður Félags kvenna í tónlist. 

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna í ár má sjá hér.

 


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir