Fjöruverðlaunin 2013

24. febrúar, 2013

Auður Jónsdóttir tók í dag á móti Fjöruverðlaununum í flokki fagurbókmennta. Steinunn Kristjánsdóttir í flokki fræðibóka og Þórdís Gísladóttir í flokki barna- og unglingabóka.

 
Tilkynnt var um hverjar hlytu Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, í ár í Iðnó sunnudaginn 24. febrúar. Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, veitti verðlaunin að þessu sinni. Verðlaun voru veitt  í þremur flokkum – fagurbókmenntum, fræðibókum og barna- og unglingabókum. Eftirtaldar hlutu verðlaun:


Fagurbókmenntir

Auður Jónsdóttir: Ósjálfrátt. Útg. Mál og menning

 

Fræðibækur

Steinunn Kristjánsdóttir: Sagan af klaustrinu á Skriðu. Útg. Sögufélagið
Bókin var einnig tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis og Íslensku bókmenntaverðlaunanna.


Barna- og unglingabækur

Þórdís Gísladóttir: Randalín og Mundi. Útg. Bjartur

 

Fjöruverðlaunahátíðin, sem hefur skapað sér sess á síðustu árum, er meðal annars ætlað að vekja athygli á mikilvægu framlagi kvenna til íslenskra bókmennta.  Heiðursgestur hátíðarinnar að þessu sinni var frú Vigdís Finnbogadóttir sem  flutti ávarp um félagsskap fyrrum þjóðarleiðtoga.

Að verðlaunaafhendingu lokinni fóru fram líflegar pallborðsumræður undir stjórn Brynhildar Heiðar- og Ómarsdóttur þar sem rætt var um hlutverk og sérstöðu kvenna í listum á Íslandi. Rætt var m.a. um hvort, og af hverju, enn væri þörf á sérstökum verðlaunum fyrir framlag kvenna á mismunandi sviðum lista á Íslandi. Í pallborði tóku þátt: Hlín Agnarsdóttir fyrrverandi leikstjóri, Ragnhildur Jóhanns myndlistamaður, Sigrún Eldjárn myndlistamaður og rithöfundur og Védís Hervör Árnadóttir tónlistarkona og formaður Félags kvenna í tónlist. 

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna í ár má sjá hér.

 


Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 3. maí, 2024 Fréttir

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna.

Nánar

Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði: 25 spennandi verk hljóta styrki - 3. maí, 2024 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað 8 millj.kr. til 25 verka árið 2024. Alls bárust 45 umsóknir og sótt var um 30,6 millj.kr.

Nánar

Úthlutun til þýðinga á íslensku; 28 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins - 3. maí, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

Nánar

Allar fréttir