Bókmenntakynning á Íslandi

The Art of Being Icelandic

3. júlí, 2013

Bókasýningin The Art of Being Icelandic var opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur 28. júní síðastliðinn. Í tengslum við sýninguna verður einnig dagskrá í Munnhörpunni í Hörpu í hádeginu á hverjum fimmtudegi í júlí þar sem íslenskir rithöfundar segja frá verkum sínum. Dagskráin er á ensku.

The Art of Being Icelandic RáðhúsiðBókasýningin The Art of Being Icelandic var opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur 28. júní síðastliðinn, en þar er að finna sýnishorn af þýðingum á íslenskum verkum ásamt hluta af veggtjöldum og myndskeiðum sem voru í íslenska skálanum á bókamessunni í Frankfurt haustið 2011. Hér má finna myndir frá opnun sýningarinnar í Ráðhúsinu.


Í tengslum við sýninguna verður einnig dagskrá í Munnhörpunni í Hörpu í hádeginu á hverjum fimmtudegi í júlí þar sem íslenskir rithöfundar segja frá verkum sínum. Dagskráin er á ensku, hér má finna frekari upplýsingar (á ensku) um dagskrána. Íslenskir rithöfundar sem munu ræða um verk sín eru: Andri Snær Magnason, Vilborg Davíðsdóttir, Auður Ava Ólafsdóttir og Yrsa Sigurðardóttir. Sýningin í Ráðhúsi Reykjavíkur sem og dagskráin í Hörpu er samstarfsverkefni Miðstöðvar íslenskra bókmennta, Bókmenntaborgar, Reykjavíkurborgar og Hörpu.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir