Bókmenntakynning á Íslandi

The Art of Being Icelandic

3. júlí, 2013

Bókasýningin The Art of Being Icelandic var opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur 28. júní síðastliðinn. Í tengslum við sýninguna verður einnig dagskrá í Munnhörpunni í Hörpu í hádeginu á hverjum fimmtudegi í júlí þar sem íslenskir rithöfundar segja frá verkum sínum. Dagskráin er á ensku.

The Art of Being Icelandic RáðhúsiðBókasýningin The Art of Being Icelandic var opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur 28. júní síðastliðinn, en þar er að finna sýnishorn af þýðingum á íslenskum verkum ásamt hluta af veggtjöldum og myndskeiðum sem voru í íslenska skálanum á bókamessunni í Frankfurt haustið 2011. Hér má finna myndir frá opnun sýningarinnar í Ráðhúsinu.


Í tengslum við sýninguna verður einnig dagskrá í Munnhörpunni í Hörpu í hádeginu á hverjum fimmtudegi í júlí þar sem íslenskir rithöfundar segja frá verkum sínum. Dagskráin er á ensku, hér má finna frekari upplýsingar (á ensku) um dagskrána. Íslenskir rithöfundar sem munu ræða um verk sín eru: Andri Snær Magnason, Vilborg Davíðsdóttir, Auður Ava Ólafsdóttir og Yrsa Sigurðardóttir. Sýningin í Ráðhúsi Reykjavíkur sem og dagskráin í Hörpu er samstarfsverkefni Miðstöðvar íslenskra bókmennta, Bókmenntaborgar, Reykjavíkurborgar og Hörpu.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir