Tíu íslenskir rithöfundar og skáld á bókmennta- og menningarhátíðinni Les Boréales í Caen í Frakklandi

Ísland og Litháen eru í brennidepli á hátíðinni í ár. Tíu íslenskir rithöfundar og skáld taka þátt í dagskrá hátíðarinnar sem nú stendur yfir þar á meðal Steinunn Sigurðardóttir, Guðbergur Bergsson og Bergsveinn Birgisson.

22. nóvember, 2013

Fjöldi íslenskra rithöfunda og myndlistar-, tónlistar- og kvikmyndagerðarfólks koma fram á frönsku bókmennta- og menningarhátíðina Les Boréales í Caen í Frakklandi sem nú stendur nú yfir en Ísland og Litháen í brennidepli á hátíðinni að þessu sinni. Þetta er í 22. skiptið sem hátíðin er haldin en hún hefur frá upphafi beint sjónum að bókmenntum og menningu Norður- og Eystrarsaltslanda.

Hér má sjá glæsilega dagskrá hátíðinnar þar sem meðal annars koma fram franski þýðandinn Eric Boury, Torfi Tulinius bókmenntafræðingur, og rithöfundarnir Steinunn Sigurðardóttir, Jón Kalman Stefánsson, Óttar Martin Norðfjörð, Guðbergur Bergsson, Sigurður Pálsson, Bergsveinn Birgisson, Viktor Arnar Ingólfsson, Hallgrímur Helgason, Yrsa Sigurðardóttir og Ævar Örn Jósepsson. Íslensku höfundarnir munu þar meðal annars kynna nýlega útgefin verk sín í franskri þýðingu. 

Hér má finna yfirlit yfir nýlegar útgáfur á frönskum þýðingum á íslenskum verkum.

Miðstöð íslenskra bókmennta styrkir hátíðina vegna þátttöku íslenskra höfunda í dagskránni.

Steinunn Sigurðardóttir
Steinunn Sigurðardóttir gudbergur_bergsson
Guðbergur Bergsson 


Jón Kalman
Jón Kalman Stefánsson 


Sigurður PálssonYrsa Sigurðardóttir 

Eric Boury, þýðandi 

Bergsveinn BirgissonBergsveinn Birgisson 


Viktor A. IngólfssonViktor Arnar Ingólfsson 


   Ævar ÖrnÆvar Örn Jósepsson

Hallgrímur Helgason 


Óttar M. NorðfjörðÓttar M. Norðfjörð
Allar fréttir

Þýðendurnir Tina Flecken og Tone Myklebost hljóta Orðstírinn 2021 - 13. september, 2021 Fréttir

Viðurkenningin er veitt einstaklingum sem hafa þýtt verk úr íslensku á annað mál með vönduðum hætti og með þeim árangri að aukið hafi hróður íslenskrar menningar á erlendum vettvangi. 

Nánar

Fimm íslenskir höfundar taka þátt í Bókamessunni í Gautaborg - 31. ágúst, 2021 Fréttir

Bókamessan í Gautaborg verður haldin í lok septembermánaðar og nú fá höfundar og bókaunnendur tækifæri til að hittast þótt messan verði minni í sniðum en oft áður. 

Nánar

Bókmenntahátíð í Reykjavík handan við hornið - 30. ágúst, 2021 Fréttir

Hátíðin verður haldin dagana 8.-11. september og beðið hefur verið eftir henni með mikilli eftirvæntingu. Von er á fjölda höfunda, en einnig útgefendum og blaðafólki sem koma víðs vegar að til þess að taka þátt.

Nánar

Allar fréttir