Styrkveitingar Miðstöðvar íslenskra bókmennta á fyrri hluta árs 2014

Auk útgáfu- og þýðingastyrkja innanlands og utan hafa smærri styrkir verið veittir til þýðinga á kynningarköflum úr íslenskum verkum og vegna kynningarferða íslenskra höfunda erlendis.

26. júní, 2014 Fréttir

Auk útgáfu- og þýðingastyrkja innanlands og utan hafa smærri styrkir verið veittir til þýðinga á kynningarköflum úr íslenskum verkum og vegna kynningarferða íslenskra höfunda erlendis.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur á fyrri hluta árs 2014 úthlutað 31 styrk til útgáfu á íslensku að upphæð 15 millj.kr. auk 4 nýræktarstyrkja, sérstakra styrkja til nýrra höfunda, að upphæð 1.000.000 kr. Auk þess hefur verið úthlutað 19 styrkjum til þýðinga á íslensku að upphæð 6 millj.kr. en seinni umsóknarfrestur um styrki til þýðinga á íslensku er 15. nóvember.

Einnig hafa verið veittir 28 styrkir til þýðinga á íslenskum verkum á erlend mál að upphæð 6.600.000 kr. Að auki hafa verið veittir 8 styrkir til þýðinga á íslenskum verkum á norræn mál að upphæð 2.360.000 kr.

Auk útgáfu- og þýðingastyrkja innanlands og utan hafa smærri styrkir verið veittir til þýðinga á kynningarköflum úr íslenskum verkum og vegna kynningarferða íslenskra höfunda erlendis. Hér má finna frekari upplýsingar um styrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta.


Allar fréttir

Tuttugu milljónum úthlutað til þýðinga á íslensku. Sífelld fjölgun umsókna og veittra styrkja - 18. desember, 2018 Fréttir

79% landsmanna finnst mikilvægt að láta þýða erlendar bækur á íslensku

Nánar

Meirihluti landsmanna les bækur og fær hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum. Konur lesa meira en karlar. - 13. desember, 2018 Fréttir

Niðurstöðurnar gefa sterkar vísbendingar um að lestur sé enn stór þáttur í lífi landsmanna og að viðhorf fólks sé jákvætt í garð bókmennta, lestrar og opinbers stuðnings við bókmenntir.

Nánar

Læknaði heimþrána með því að þýða, en getur ekki hætt. - 7. desember, 2018 Fréttir

„Fyrir mér er þetta starf hreint út sagt fíkn þar sem ég er fyrst og fremst notandi. Þegar ég sneri til Danmerkur eftir mína Íslandsdvöl á sínum tíma læknaði ég heimþrána með því að þýða, en mér er alveg fyrirmunað að hætta“ segir danski þýðandinn Erik Skyum-Nielsen í viðtali.

Nánar

Allar fréttir