Bækurnar Öræfi, Lífríki Íslands og Hafnfirðingabrandarinn hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014

Höfundarnir Ófeigur Sigurðsson, Bryndís Björgvinsdóttir og Snorri Baldursson, hljóta hvert um sig eina miljón króna í verðlaun.

2. febrúar, 2015

Höfundarnir Ófeigur Sigurðsson, Bryndís Björgvinsdóttir og Snorri Baldursson, hljóta hvert um sig eina miljón króna í verðlaun.

Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2014 voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum föstudaginn 30. janúar. 

Í flokki fagurbókmennta hlaut Ófeigur Sigurðsson verðlaunin fyrir skáldsöguna Öræfi, sem gefin er út af Máli og menningu. 

Í flokki fræðirita og bóka almenns efnis hlaut verðlaunin Snorri Baldursson fyrir Lífríki Íslands sem Opna/Forlagið gefur út. 

Nú voru afhent í annað skiptið verðlaun í nýjum flokki barna- og ungmennabóka og hlaut Bryndís Björgvinsdóttir þau fyrir skáldsöguna Hafnfirðingabrandarinn, sem gefin er út af Vöku Helgafelli. 


Verðlaunafé er ein milljón króna í hverjum flokki. Auk þess fengu verðlaunahafar afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripi sem hannaðir eru af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans.

Fjögurra manna lokadómnefnd valdi verkin úr hópi fimmtán bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna. Lokadómnefnd var skipuð þeim Helgu Ferdinandsdóttur, Hildigunni Sverrisdóttur, Tyrfingi Tyrfingssyni og Árna Sigurjónssyni, sem var jafnframt var formaður nefndarinnar.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir