Bækurnar Öræfi, Lífríki Íslands og Hafnfirðingabrandarinn hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014

Höfundarnir Ófeigur Sigurðsson, Bryndís Björgvinsdóttir og Snorri Baldursson, hljóta hvert um sig eina miljón króna í verðlaun.

2. febrúar, 2015

Höfundarnir Ófeigur Sigurðsson, Bryndís Björgvinsdóttir og Snorri Baldursson, hljóta hvert um sig eina miljón króna í verðlaun.

Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2014 voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum föstudaginn 30. janúar. 

Í flokki fagurbókmennta hlaut Ófeigur Sigurðsson verðlaunin fyrir skáldsöguna Öræfi, sem gefin er út af Máli og menningu. 

Í flokki fræðirita og bóka almenns efnis hlaut verðlaunin Snorri Baldursson fyrir Lífríki Íslands sem Opna/Forlagið gefur út. 

Nú voru afhent í annað skiptið verðlaun í nýjum flokki barna- og ungmennabóka og hlaut Bryndís Björgvinsdóttir þau fyrir skáldsöguna Hafnfirðingabrandarinn, sem gefin er út af Vöku Helgafelli. 


Verðlaunafé er ein milljón króna í hverjum flokki. Auk þess fengu verðlaunahafar afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripi sem hannaðir eru af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans.

Fjögurra manna lokadómnefnd valdi verkin úr hópi fimmtán bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna. Lokadómnefnd var skipuð þeim Helgu Ferdinandsdóttur, Hildigunni Sverrisdóttur, Tyrfingi Tyrfingssyni og Árna Sigurjónssyni, sem var jafnframt var formaður nefndarinnar.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir