Bækurnar Öræfi, Lífríki Íslands og Hafnfirðingabrandarinn hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014

Höfundarnir Ófeigur Sigurðsson, Bryndís Björgvinsdóttir og Snorri Baldursson, hljóta hvert um sig eina miljón króna í verðlaun.

2. febrúar, 2015

Höfundarnir Ófeigur Sigurðsson, Bryndís Björgvinsdóttir og Snorri Baldursson, hljóta hvert um sig eina miljón króna í verðlaun.

Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2014 voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum föstudaginn 30. janúar. 

Í flokki fagurbókmennta hlaut Ófeigur Sigurðsson verðlaunin fyrir skáldsöguna Öræfi, sem gefin er út af Máli og menningu. 

Í flokki fræðirita og bóka almenns efnis hlaut verðlaunin Snorri Baldursson fyrir Lífríki Íslands sem Opna/Forlagið gefur út. 

Nú voru afhent í annað skiptið verðlaun í nýjum flokki barna- og ungmennabóka og hlaut Bryndís Björgvinsdóttir þau fyrir skáldsöguna Hafnfirðingabrandarinn, sem gefin er út af Vöku Helgafelli. 


Verðlaunafé er ein milljón króna í hverjum flokki. Auk þess fengu verðlaunahafar afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripi sem hannaðir eru af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans.

Fjögurra manna lokadómnefnd valdi verkin úr hópi fimmtán bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna. Lokadómnefnd var skipuð þeim Helgu Ferdinandsdóttur, Hildigunni Sverrisdóttur, Tyrfingi Tyrfingssyni og Árna Sigurjónssyni, sem var jafnframt var formaður nefndarinnar.


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir