Barnabókaútgefendur alls staðar að úr heiminum í Bologna á Ítalíu 3.- 6. apríl

Miðstöð íslenskra bókmennta á norræna básnum C/18, hall 30

28. mars, 2017

Á bókamessunni í Bologna koma saman barnabókaútgefendur hvaðanæva að úr heiminum til að kynna bækur sínar og skoða hvað ber hæst í barnabókmenntum. Miðstöð íslenskra bókmennta er á norræna básnum C/18, hall 30.

  • Bologna-Book-Fair-2017

Bologna-Book-Fair-2017

Alþjóðleg barnabókamessa

Barnabókamessan í Bologna fer fram dagana 3. - 6. apríl og er það í 54. sinn sem messan er haldin. Þar koma saman helstu barnabókaútgefendur hvaðanæva að úr heiminum til að kynna bækur sínar og skoða hvað ber hæst í barnabókmenntum. Myndskreytingum er gert hátt undir höfði og verða sýningar og málþing um myndskreytingar barnabóka fyrirferðamikil á messunni.Bologna-cafe

Miðstöð íslenskra bókmennta á norræna básnum C/18, hall 30

Miðstöð íslenskra bókmennta verður á norrænum bás með systurstofnunum sínum á Norðurlöndunum og kynnir þar barnabækur af kynningarlista Miðstöðvarinnar sem valinn er árlega og veitir upplýsingar um barnabókaútgáfu og -höfunda á Íslandi. Í Bologna verða einnig íslenskir útgefendur barnabóka.

Norraeni-basinn

Tilkynnt um tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í Bologna

Miðvikudaginn 5. apríl kl. 11 var tilkynnt á messunni í Bologna að Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Hafsteinn Hafsteinsson eru tilnefnd fyrir Íslands hönd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017 fyrir bækurnar Úlfur og Edda: Dýrgripurinn og Enginn sá hundinn. Sjá nánar um tilnefningarnar.  

Í fyrra hlaut íslenski höfundurinn Arnar Már Arngrímsson þessi eftirsóttu verðlaun fyrir fyrstu bók sína Sölvasögu unglings.

 


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir