Nýræktarstyrkina í ár hljóta Ingólfur Eiríksson, Jakub Stachowiak, Mao Alheimsdóttir og Nína Hjördís Þorkelsdóttir

Aldrei hafa jafn margar umsóknir borist Miðstöð íslenskra bókmennta um Nýræktarstyrki - eða 94 talsins.

3. júní, 2021

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað fjórum Nýræktarstyrkjum til nýrra höfunda og nemur hver styrkur 500 þúsund krónum. 94 umsóknir bárust í ár, sem er metfjöldi umsókna frá upphafi.

 • Við afhendingu Nýræktarstyrkja í Gunnarshúsi. Ingólfur Eiríksson, Jakub Stachowiak, Mao Alheimsdóttir og Nína Hjördís Þorkelsdóttir en systir Nínu, Fríða Þorkelsdóttir, tók við styrknum fyrir hönd systur sinnar.

Hrefna Haraldsdottir framkvæmdastjóri Miðstöðvar íslenskra bókmennta.Fimmtudaginn 3. júní veitti Miðstöð íslenskra bókmennta fjórum nýjum höfundum Nýræktarstyrki fyrir verk þeirra, en hver styrkur nemur hálfri milljón króna. Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvarinnar, afhenti styrkina í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins.

Valið úr innsendum handritum

Árlega veitir Miðstöð íslenskra bókmennta Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Átt er við skáldverk í víðri merkingu; sögur, ljóð, leikrit og fleira. Nýræktarstyrkir hafa verið veittir frá árinu 2008; tveir til fimm styrkir í hvert sinn og valið er úr innsendum handritum.

Metfjöldi umsókna

Í ár bárust 94 umsóknir um Nýræktarstyrki og hafa þær aldrei verið jafn margar. Í fyrra bárust 57 umsóknir og er þetta því 65% fjölgun umsókna milli ára.

Auk metfjölda umsókna markar ánægjuleg tímamót að meðal þeirra sem hljóta styrkina í þetta sinn eru Íslendingar af erlendu bergi brotnir, sem fluttu til landsins á þrítugsaldri frá Póllandi. Bæði hafa þau lagt stund á nám í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands og hafa náð fullum tökum á málinu eins og bókmenntatextar þeirra bera með sér.

Verkin sem hljóta viðurkenninguna í ár eru ljóðabækur og skáldsögur og yrkisefnin eru af ýmsum toga; ungt fólk sem missir tök á tilverunni, jörð og loft, Ísland og Pólland, sorg og söknuður og síðast en ekki síst, skáldskapurinn og tungumálið.

Nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2021 hljóta eftirtalin verk og höfundar:

Viðurkenningarskjal með umsögn um verkið Stóra bókin um sjálfsvorkunnStóra bókin um sjálfsvorkunn

Skáldsaga
Höfundur: Ingólfur Eiríksson

Viðurkenningarskjal með umsögn um verkið NæturborgirNæturborgir

Ljóðabók
Höfundur: Jakub Stachowiak

Viðurkenningarskjal með umsögn um verkið Veðurfregnir og jarðarfarir

Veðurfregnir og jarðarfarir

Skáldsaga
Höfundur: Mao Alheimsdóttir

Viðurkenningarskjal með umsögn um verkið LofttæmiLofttæmi

Ljóðabók
Höfundur: Nína Hjördís Þorkelsdóttir

 

Hér má lesa nánar um verkin og höfundana.

Að vali styrkhafa standa bókmenntaráðgjafar Miðstöðvar íslenskra bókmennta, með samþykki stjórnar. Í ár eru ráðgjafar þau Erna Erlingsdóttir og Ingi Björn Guðnason.

Fjórtánda úthlutun Nýræktarstyrkja - nær sjötíu höfundar hafa hlotið viðurkenninguna

Þetta er í fjórtánda sinn sem Nýræktarstyrkjum er úthlutað, en alls hafa nær sjötíu höfundar hlotið þessa viðurkenningu frá upphafi fyrir afar fjölbreytt verk. Meðal þeirra sem hlotið hafa Nýræktarstyrki eru höfundarnir Arndís Þórarinsdóttir, Fríða Ísberg, Sverrir Norland, Benný Sif Ísleifsdóttir, Hildur Knútsdóttir, Halla Þórlaug Óskarsdóttir, Dagur Hjartarson, Júlía Margrét Einarsdóttir, Sigurlín Bjarney Gísladóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Halldór Armand Ásgeirsson og Pedro Gunnlaugur Garcia svo aðeins nokkur séu nefnd.

Umsóknum um Nýræktarstyrki hefur fjölgað jafnt og þétt frá því þeim var fyrst úthlutað árið 2008 hjá Bókmenntasjóði, forvera Miðstöðvar íslenskra bókmennta, en þá bárust 9 umsóknir og 5 styrkir voru veittir, hver að upphæð 200.000 kr. Undanfarin þrjú ár hafa borist hátt í 60 umsóknir en nú í ár var slegið met í umsóknarfjölda þegar 94 umsóknir bárust um Nýræktarstyrki. Styrkupphæðin er nú 500.000 kr.

Allar upplýsingar um Nýræktarstyrki og úthlutanir fyrri ára má finna hér.

 

 • Hrefna Haraldsdóttir og Nýrætarstyrkhafarnir fyrir utan Gunnarshús.
 • Hrefna veitir Nýræktarstyrkina.
 • Fríða, systir Nínu styrkhafa, og Kolbrún Anna Jónsdóttir, móðir þeirra.
 • Eiríkur, Ingólfur, Salka og Guðrún glaðbeitt eftir afhendingu Nýræktarstyrkja.
 • Gestir við afhendingu Nýræktarstyrkja.
 • Aðstandendur og gestir við afhendingu Nýræktarstyrkjanna.
 • Mao Alheimsdóttir, Nýræktarstyrkhafi, með vinkonu sinni.
 • Erna Erlingsdóttir, Salka Guðmundsdóttir og sonur.
 • Aðalsteinn Ásberg útgefandi Dimmu, Guðrún Ingólfsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson.
 • Glaðir gestir í Gunnarshúsi.
 • Marta Jónsdóttir hjá utanríkisráðuneytinu og Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
 • Heiðar Ingi Svansson, formaður Fíbút, Eiríkur Rögvaldsson og Erna Erlingsdóttir.
 • Jakub Stachowiak og Mao Alheimsdóttir.
 • Bryndís Loftsdóttir og Guðmundur Ingi Markússon, Nýræktarstyrkhafi 2020.
 • Kátir styrkhafar!

 


Allar fréttir

Authors' Reading Month: Íslenskar bókmenntir í brennidepli í Tékklandi og Slóvakíu - 8. ágúst, 2022 Fréttir

Höfundunum var afar vel tekið ytra en hátíðin er sú stærsta í þessum hluta Evrópu.

Nánar

NordLit fundur haldinn í Stokkhólmi dagana 15.-17. júní - 30. júní, 2022 Fréttir

Í ár var það sænska bókmenntamiðstöðin Statens Kulturråd/Swedish Arts sem var gestgjafi á NordLit fundinum þar sem voru saman komnir starfsmenn bókmenntamiðstöðva allra norðurlandanna.

Nánar

Nýræktarstyrki í ár hljóta þau Guðmundur Magnússon, Nína Ólafsdóttir og Örvar Smárason - 2. júní, 2022 Fréttir

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarráðherra afhenti Nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta í Gunnarshúsi fimmtudaginn 2. júní. 

Nánar

Allar fréttir