Opið er fyrir umsóknir um þýðingastyrki á íslensku

Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2021

15. október, 2021

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit.

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit.

Auk framangreinds eru veittir styrkir til þýddra vandaðra, myndríkra bóka fyrir börn og ungmenni. Styrkirnir eru ákvarðaðir út frá gæðum og umfangi myndskreytinga, auk texta.

Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest. Sjá nánar hér.

Bokakapur-thydingar-a-islensku_1634302958376

Styrkirnir eru veittir útgefendum. Auglýst er eftir umsóknum tvisvar á ári og umsóknarfrestir eru 15. mars og 15. nóvember.

Vinsamlegast athugið að þessir styrkir eru ekki til þýðinga úr Norðurlandamálunum. Sjá Norrænar þýðingar.

 


Allar fréttir

46 styrkir veittir til þýðinga íslenskra verka - mikill áhugi í Danmörku og Frakklandi - 29. október, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir tvisvar á ári styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál. 50 umsóknir bárust í þessari síðari úthlutun ársins og veittir voru 33 styrkir. Þá voru veittir 13 styrkir til norrænna þýðinga.

Nánar

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Allar fréttir