Viðurkenningu Hagþenkis hlýtur Pétur H. Ármannsson

Viðurkenninguna hlýtur Pétur fyrir verk sitt Guðjón Samúelsson húsameistari. Hið íslenska bókmenntafélag gefur út.

10. mars, 2021

Viðurkenning Hagþenkis var afhent þann 10. mars 2021. Hana hlaut Pétur H. Ármannsson, arkititekt og fræðimaður, fyrir verk sitt Guðjón Samúelsson húsameistari og hlýtur hann 1.250.000 kr. í verðlaun. Hið íslenska bókmenntafélag gaf verkið út.

Í um­sögn viður­kenn­ingaráðs Hagþenk­is seg­ir að um sé að ræða vandað og ít­ar­legt yf­ir­lits­rit um ævi og verk Guðjóns og sé það „verðugur minn­is­varði um mann­inn sem mótaði bygg­ing­ar­list og skipu­lags­mál hins ný­sjálf­stæða Íslands.“

Í ávarpi sagði Pét­ur viður­kenn­ingu Hagþenk­is vera sér mik­ils virði, ekki síst í ljósi þess að vinna hans að rann­sókn­um og bóka­skrif­um hafi lengst­um verið auka­bú­grein með öðrum og krefj­andi störf­um.

„Því er oft haldið fram að bæk­ur um sögu­leg efni segi eins mikið um höf­und rits­ins og viðfangs­efnið sjálft. Bók­in um Guðjón húsa­meist­ara ber þess vissu­lega merki að vera rituð frá sjón­ar­hóli starf­andi arki­tekts, sagn­fræðing­ar eða list­fræðing­ar hefðu án vafa nálg­ast verk­efnið með ólíkri sýn. Það hef­ur lengi verið skoðun mín að ís­lensk­ir arki­tekt­ar mættu gera bet­ur í því að halda á lofti merki bygg­ing­ar­list­ar, rann­saka og miðla merku fram­lagi eig­in fag­stétt­ar til ís­lenskr­ar menn­ing­ar og sam­fé­lags á 20. öld,“ sagði Pét­ur. 

Viðurkenningarráð Hagþenkis stendur að valinu og er það skipað fimm félagmönnum til tveggja ára i senn, í því eru: Auðunn Arnórsson, Árni Einarsson, Helga Birgisdóttir, Kolbrún S. Hjaltadóttir og Lára Magnúsardóttir. 

Hér má sjá allar tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis.


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir