Auður Ava Ólafsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Ragnar Jónasson og Sigrún Eldjárn á Gautaborgarmessunni í ár

26. júní, 2019 Fréttir

Fjórir höfundar frá Íslandi taka þátt í fjölbreyttri dagskrá messunnar dagana 26.-29. september.

Kristin_17

Bókamessan í Gautaborg verður haldin 26.-29. september en hún er stærsta og fjölsóttasta bókamessa Norðurlanda og hana sækja ár hvert um 100.000 manns.

Auður Ava og Kristín 

Líkt og undanfarin ár munu íslenskir höfundar og bókmenntir fá sinn sess á messunni og í ár kemur Auður Ava Ólafsdóttir, handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Ör, fram í aðaldagskrá messunnar og Kristín Ómarsdóttir, sem tilnefnd er til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Kóngulær í sýningargluggum, verður í ljóðadagskránni Rum för poesi.

Auk þessa taka Auður Ava og Kristín þátt í hliðarviðburði sem þýðandinn John Swedenmark stýrir í Världskulturmuséet í Gautaborg í samstarfi við Litteraturhuset í Gautaborg, Sendiráð Íslands í Stokkhólmi og Föreningen Norden. Hér má sjá dagskrána

Ragnar-jonassonSigrunEldjarn_Lit2016_LjosmGassi

Ragnar og Sigrún

Jafnframt kemur Ragnar Jónasson fram í glæpasagnadagskránni Crimetime. Ragnar nýtur mikilla vinsælda meðal sænskra lesenda, en bók hans Dimma er meðal annars á lista yfir bók ársins þar í landi. Loks kemur Sigrún Eldjárn fram í barnadagskránni Barnsalongen, en nýjasta bók hennar, Silfurlykillinn, er tilnefnd til barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs.

Íslenskar bækur á básnum

Miðstöð íslenskra bókmennta heldur utan um dagskrá íslensku höfundanna í samráði við stjórnendur messunnar. Íslenski básinn á bókamessunni er í samstarfi við Íslandsstofu en þar eru bækur íslenskra höfunda kynntar og seldar, margar hverjar í sænskum þýðingum og það er Félag íslenskra bókaútgefenda sem hefur umsjón með því. Íslensku höfundarnir árita líka bækur sínar á staðnum.

Frá árinu 2012 hafa 46 íslenskir höfundar komið fram og tekið þátt í dagskrá bókamessunnar í Gautaborg, sumir oftar en einu sinni.

Sjá hér heildardagskrá bókamessunnar í Gautaborg 2019.

Heiðursgestur Gautaborgarmessunnar að þessu sinni er Suður-Kórea og þemu messunnar í ár eru kynjajafnrétti og fjölmiðlar og upplýsingalæsi.

File1-1-1-


Allar fréttir

Annáll nýliðins árs; viðburðaríkt og gjöfult starfsár hjá Miðstöðinni - 8. janúar, 2020 Fréttir

Ótal skemmtilegir viðburðir og farsælt samstarf við fjölda aðila á bókmenntasviðinu, innanlands og utan, setja svip sinn á árið 2019. 

Nánar

Þökkum ánægjulegt samstarf á liðnu ári - gleðilegt bókmenntaár 2020! - 20. desember, 2019 Fréttir

Við þökkum þeim fjölmörgu sem við áttum ánægjulegt samstarf við á liðnu ári. Sendum öllum kærar kveðjur og óskir um gleðilegt nýtt bókmenntaár! 

Nánar

Óskum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári! - 19. desember, 2019 Fréttir

Með kærum þökkum til allra okkar fjölmörgu samstarfsaðila fyrir ánægjulega samvinnu á árinu.

Nánar

Allar fréttir