Bókmenntaverðlaun og viðurkenningar fyrir árið 2016

Fjöldi bókmenntaverka og höfunda hlaut viðurkenningar á árinu

22. febrúar, 2017

Íslensku bókmenntaverðlaunin, tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, Íslensku þýðingaverðlaunin, Fjöruverðlaunin og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana.

 

2017-02-08-20.34.58-2

Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent á Bessastöðum í byrjun febrúar. Auður Ava Ólafsdóttir hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir bók sína Ör. Ragnar Axelsson hlaut verðlaunin í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis fyrir verkið Andlit norðursins. Hildur Knútsdóttir hlaut verðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bókina Vetrarhörkur. Fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki og sjá má þær allar hérAndlit-nordursins

 

RaddirUrHusiLoftskeytamannsinsVetrarhorkur

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt í Höfða 19. janúar 2017. Steinunn G. Helgadóttir fékk verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir Raddir úr húsi loftskeytamannsins, Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir fengu verðlaunin í flokki barna- og unglingabókmennta fyrir Íslandsbók barnanna og Steinunn Sigurðardóttir í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis fyrir bókina Heiða - fjalldalabóndinn. Hér má sjá allar tilnefningarnar.

 

IMG_7425Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017 voru tilkynntar 23. febrúar og fyrir Íslands hönd eru tilnefnd þau Guðmundur Andri Thorsson fyrir bókina Og svo tjöllum við okkur í rallið - Bókin um Thor og Linda Vilhjálmsdóttir fyrir ljóðabókina Frelsi. Hér má sjá frétt um tilnefningar allra landanna, en verðlaunin verða veitt í nóvember á þessu ári.

Hallgrimur

 

Íslensku þýðingaverðlaunin í ár hlaut Hallgrímur Helgason fyrir þýðingu sína á leikritinu Óþelló eftir William Shakespeare. Sjá meira um verðlaunin og tilnefningar hér.

Bóksalaverðlaunin voru tilkynnt í Kiljunni á RÚV í desember 2016. Starfsfólk bókaverslana á Íslandi velur bestu bækur ársins en útnefndir voru verðlaunahafar í níu flokkum, sem alla má sjá hér

IMG_7465

Viðar Hreinsson hlaut viðurkenningu Hagþenkis í ár fyrir bókina Jón lærði og náttúrur náttúrunnar. Sjá nánar um viðurkenninguna og tilnefndar bækur  hér. 

 

 

 


Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 3. maí, 2024 Fréttir

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna.

Nánar

Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði: 25 spennandi verk hljóta styrki - 3. maí, 2024 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað 8 millj.kr. til 25 verka árið 2024. Alls bárust 45 umsóknir og sótt var um 30,6 millj.kr.

Nánar

Úthlutun til þýðinga á íslensku; 28 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins - 3. maí, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

Nánar

Allar fréttir