Bókmenntaverðlaun og viðurkenningar á árinu 2018

Íslensku bókmenntaverðlaunin, Fjöruverðlaunin, Íslensku þýðingaverðlaunin, Viðurkenning Hagþenkis og verðlaun bókasala.

7. mars, 2019 Fréttir

Bókmenntaverk og höfundar þeirra hlutu ýmis verðlaun og viðurkenningar á liðnu ári og hér má sjá yfirlit yfir þau helstu.

Íslensku bókmenntaverðlaunin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin 2018 á Bessastöðum þann 29. janúar sl. og var það í þrítugasta sinn sem verðlaunin voru veitt. 

Hallgrímur Helgason hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Sextíu kíló af sólskini (útg. JPV) Sigrún Eldjárn í flokki barna- og ungmennabókmennta fyrir Silfurlykilinn (útg. Mál og menning) og í flokki fræðirita og bóka almenns efnis fengu höfundar Flóru Íslands verðlaunin, þau Hörður Kristinsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Jón Baldur Hlíðberg, (útg. Vaka Helgafell).

Fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki og má sjá þær allar hér.

Fjoruverdlaunahafar-2019-visir.isFjöruverðlaunin 

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í Höfða 16. janúar 2019. 

Verðlaunin hlutu Ástin Texas (útg. Bjartur) eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur í flokki fagurbókmennta, Fíasól gefst aldrei upp (útg. Mál og menning) eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur í flokki barna- og unglingabókmennta og í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis hlaut Þjáningarfrelsið – óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla (útg. Mál og menning) eftir Auði Jónsdóttur, Báru Huld Beck og Steinunni Stefánsdóttur verðlaunin.

Þetta var í þrettánda sinn sem Fjöruverðlaunin voru veitt. Hér má sjá allar tilnefningarnar.

Islensku-thydingaverdlaunin-2019Íslensku þýðingaverðlaunin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Íslensku þýðingaverðlaunin 2019 á Gljúfrasteini laugardaginn 16. febrúar. Þau hlutu Ingibjörg Haraldsdóttir og Gunnar Þorri Pétursson fyrir þýðingu sína á Hinum smánuðu og svívirtu eftir Fjodor Dostojevskí. Forlagið gefur út. Þetta er í fimmtánda sinn sem verðlaunin eru veitt og sjá má meira um verðlaunin og tilnefningar hér.

 

IMG_3445Viðurkenning Hagþenkis

Viðurkenning Hagþenkis var veitt þann 7. mars í Þjóðarbókhlöðunni en hana hlaut Kristín Svava Tómasdóttir fyr­ir bók­ina Stund kláms­ins. Klám á Íslandi á tím­um kyn­lífs­bylt­ing­ar­inn­ar sem Sögu­fé­lag gaf út. Hér má sjá allar tilnefningarnar.

Bóksalaverðlaunin

Bóksalaverðlaunin voru tilkynnt í Kiljunni á RÚV í desember 2018. Starfsfólk bókaverslana á Íslandi velur bestu bækur ársins en útnefndir voru verðlaunahafar í átta flokkum, sem alla má sjá hér


Allar fréttir

Ný og aðgengileg þýðendasíða tekin í notkun með lista yfir virka þýðendur á erlend mál - 10. september, 2019 Fréttir

Á síðunni má finna greinargóðar og aðgengilegar upplýsingar um þýðendurna, menntun og bakgrunn - sem og helstu verk sem þau hafa þýtt úr íslensku.  

Nánar

Tveir styrkjaflokkar bæst við á árinu hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 6. september, 2019 Fréttir

Hlutverk Miðstöðvar íslenskra bókmennta er að efla bókmenningu á Íslandi, kynna íslenskar bókmenntir erlendis og stuðla að aukinni útbreiðslu þeirra.

Nánar

Á Gautaborgarmessunni í ár ræða íslenskir höfundar hefðina, nútímann, ímyndunarafl, ljóðrænu, glæpasögur og ofurhetjur ... - 21. ágúst, 2019 Fréttir

Auður Ava Ólafsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Ragnar Jónasson og Sigrún Eldjárn eru fulltrúar Íslands á messunni í ár.

Nánar

Allar fréttir