Bókmenntaverðlaun og viðurkenningar á árinu 2018

Íslensku bókmenntaverðlaunin, Fjöruverðlaunin, Íslensku þýðingaverðlaunin, Viðurkenning Hagþenkis og verðlaun bókasala.

7. mars, 2019

Bókmenntaverk og höfundar þeirra hlutu ýmis verðlaun og viðurkenningar á liðnu ári og hér má sjá yfirlit yfir þau helstu.

Íslensku bókmenntaverðlaunin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin 2018 á Bessastöðum þann 29. janúar sl. og var það í þrítugasta sinn sem verðlaunin voru veitt. 

Hallgrímur Helgason hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Sextíu kíló af sólskini (útg. JPV) Sigrún Eldjárn í flokki barna- og ungmennabókmennta fyrir Silfurlykilinn (útg. Mál og menning) og í flokki fræðirita og bóka almenns efnis fengu höfundar Flóru Íslands verðlaunin, þau Hörður Kristinsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Jón Baldur Hlíðberg, (útg. Vaka Helgafell).

Fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki og má sjá þær allar hér.

Fjoruverdlaunahafar-2019-visir.isFjöruverðlaunin 

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í Höfða 16. janúar 2019. 

Verðlaunin hlutu Ástin Texas (útg. Bjartur) eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur í flokki fagurbókmennta, Fíasól gefst aldrei upp (útg. Mál og menning) eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur í flokki barna- og unglingabókmennta og í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis hlaut Þjáningarfrelsið – óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla (útg. Mál og menning) eftir Auði Jónsdóttur, Báru Huld Beck og Steinunni Stefánsdóttur verðlaunin.

Þetta var í þrettánda sinn sem Fjöruverðlaunin voru veitt. Hér má sjá allar tilnefningarnar.

Islensku-thydingaverdlaunin-2019Íslensku þýðingaverðlaunin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Íslensku þýðingaverðlaunin 2019 á Gljúfrasteini laugardaginn 16. febrúar. Þau hlutu Ingibjörg Haraldsdóttir og Gunnar Þorri Pétursson fyrir þýðingu sína á Hinum smánuðu og svívirtu eftir Fjodor Dostojevskí. Forlagið gefur út. Þetta er í fimmtánda sinn sem verðlaunin eru veitt og sjá má meira um verðlaunin og tilnefningar hér.

 

IMG_3445Viðurkenning Hagþenkis

Viðurkenning Hagþenkis var veitt þann 7. mars í Þjóðarbókhlöðunni en hana hlaut Kristín Svava Tómasdóttir fyr­ir bók­ina Stund kláms­ins. Klám á Íslandi á tím­um kyn­lífs­bylt­ing­ar­inn­ar sem Sögu­fé­lag gaf út. Hér má sjá allar tilnefningarnar.

Bóksalaverðlaunin

Bóksalaverðlaunin voru tilkynnt í Kiljunni á RÚV í desember 2018. Starfsfólk bókaverslana á Íslandi velur bestu bækur ársins en útnefndir voru verðlaunahafar í átta flokkum, sem alla má sjá hér


Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Allar fréttir