Tveir styrkjaflokkar bæst við á árinu hjá Miðstöð íslenskra bókmennta

6. september, 2019

Hlutverk Miðstöðvar íslenskra bókmennta er að efla bókmenningu á Íslandi, kynna íslenskar bókmenntir erlendis og stuðla að aukinni útbreiðslu þeirra.

Hlutverk Miðstöðvar íslenskra bókmennta er að efla bókmenningu á Íslandi, kynna íslenskar bókmenntir erlendis og stuðla að aukinni útbreiðslu þeirra. Það er meðal annars gert með styrkveitingum ýmiskonar til útgáfu og þýðinga. Miðstöðin sækir fram á þessum sviðum með því að bæta tveimur nýjum flokkum í styrkjaflóruna á þessu ári.

Lestrarskýrslustyrkir til úthlutunar í fyrsta sinn núna í september

Lestrarskýrslustyrkir eru að norrænni fyrirmynd og eru ætlaðir erlendum útgefendum og umboðsmönnum sem íhuga að gefa út íslenskt verk í erlendri þýðingu og vilja fá faglegt álit á verkinu. Útgefendur fá fagaðila til að lesa verkið á íslensku og skila áliti í skýrsluformi á sínu tungumáli og eru skáldverk fyrir fullorðna, börn og ungmenni, fræðibækur og bækur almenns efnis gjaldgeng.

Lestrarskýrslustyrkjunum er ætlað að hvetja til og stuðla að fleiri þýðingum og útgáfu þeirra og styðja þannig við útbreiðslu íslenskra bókmennta erlendis. Fyrsta úthlutun lestrarskýrslustyrkja verður í þessum mánuði og framvegis tvisvar á ári; í febrúar og september. 

Barna- og ungmennabókasjóðurinn Auður – úthlutað í annað sinn á næsta ári

Tilkynnt var um fyrstu úthlutun úr nýja barna- og ungmennabókasjóðnum Auði í maí sl. en honum er ætlað að styrkja útgáfu vandaðs efnis á íslensku fyrir yngri lesendur. Alls hlutu 20 verk styrki að þessu sinni; langar textabækur fyrir ungmenni, myndríkar smábarnabækur og allt þar á milli. Önnur úthlutun verður í maí 2020.

Stofnun sjóðsins er liður í aðgerðaáætlun mennta- og menningarmálaráðherra um eflingu íslenskunnar.

Auk ofangreindra styrkja eru fyrir hjá miðstöðinni útgáfustyrkir, þýðingastyrkir úr íslensku á erlend mál, þýðingarstyrkir á íslensku, ferðastyrkir höfunda, dvalarstyrkir þýðenda, kynningarþýðingastyrkir og Nýræktarstyrkir.


Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Allar fréttir