Fréttir: 2018

Fyrirsagnalisti

18. desember, 2018 Fréttir : Tuttugu milljónum úthlutað til þýðinga á íslensku. Sífelld fjölgun umsókna og veittra styrkja.

79% landsmanna finnst mikilvægt að láta þýða erlendar bækur á íslensku.

 

Nánar

13. desember, 2018 Fréttir : Meirihluti landsmanna les bækur og fær hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum. Konur lesa meira en karlar.

Niðurstöðurnar gefa sterkar vísbendingar um að lestur sé enn stór þáttur í lífi landsmanna og að viðhorf fólks sé jákvætt í garð bókmennta, lestrar og opinbers stuðnings við bókmenntir.

Nánar

7. desember, 2018 Fréttir : Læknaði heimþrána með því að þýða, en getur ekki hætt. Erik Skyum-Nielsen þýðandi.

„Fyrir mér er þetta starf hreint út sagt fíkn þar sem ég er fyrst og fremst notandi. Þegar ég sneri til Danmerkur eftir mína Íslandsdvöl á sínum tíma læknaði ég heimþrána með því að þýða, en mér er alveg fyrirmunað að hætta“ segir danski þýðandinn Erik Skyum-Nielsen í viðtali við Magnús Guðmundsson fyrir Miðstöð íslenskra bókmennta.

Nánar
Tilnefndar-allar

4. desember, 2018 Fréttir : Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2019

Níu bækur tilnefndar í þremur flokkum: barna- og unglingabókmennta, fagurbókmennta og fræðibóka og rita almenns eðlis.

Nánar

3. desember, 2018 Fréttir : Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2018

Tilkynnt var um tilnefningarnar á Kjarvalsstöðum 1. desember. 15 bækur eru tilnefndar í þremur flokkum.

Nánar

21. nóvember, 2018 Fréttir : Leiðin til nýrra lesenda

Aukna útbreiðslu íslenskra bókmennta um heiminn má að hluta rekja til áhuga á landi og þjóð, en ekki síður til markviss kynningarstarfs erlendis á undanförnum árum, meðal annars með þátttöku í helstu bókasýningum sem haldnar eru árlega víða um heim.

Nánar
Frankfurt-buchmesse

5. október, 2018 Fréttir : Bókamessan í Frankfurt verður haldin dagana 10. - 14. október

Miðstöð íslenskra bókmennta kynnir þar að venju íslenskar bókmenntir á bás númer 5.0 B82. Allir velkomnir!

Nánar
22104583_1479407292136037_3521314512421127515_o

26. september, 2018 Fréttir : Ást, glæpir, myndmál og menningarheimar á Bókamessunni í Gautaborg 27.-30. september

Höfundarnir Áslaug Jónsdóttir, Jón Kalman Stefánsson og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í mörgum viðburðum á messunni.

Nánar
Kapumyndir-hruga-okt-2017_1520853966832

25. september, 2018 Fréttir : Íslenskir rithöfundar ferðast um heiminn og kynna bækur sínar í erlendum þýðingum

Þeir koma fram á bókmenntahátíðum, upplestrum og öðrum viðburðum, oft með stuðningi Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Nánar
Síða 1 af 4

Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir