Fjöldi bókmenntaverðlauna og viðurkenninga á árinu 2017

Að venju beindist kastljósið að völdum bókmenntaverkum og höfundum sem hlutu margvísleg verðlaun og viðurkenningar á liðnu ári. Hér má sjá yfirlit yfir það helsta

14. mars, 2018

Að venju beindist kastljósið að völdum bókmenntaverkum og höfundum sem hlutu margvísleg verðlaun og viðurkenningar á liðnu ári.

 

Íslensku bókmenntaverðlaunin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin á Bessastöðum þriðjudaginn 30. janúar sl. 

Elin,-ymislegt

Kristín Eiríksdóttir hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Elín, ýmislegt. Í umsögn dómnefndar segir að bókin sé vandlega úthugsuð og margslungin skáldsaga, „sem te‏flir fínlega saman ólíkri veruleikaskynjun persónanna í áhrifaríkri frásögn af hverfulu eðli minninga.“ Útgefandi JPV. 

Skrimsli-i-vanda

Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler hlutu verðlaun í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bókina Skrímsli í vanda. Í umsögn dómnefndar um bókina segir að hún sé litríkt og fallegt verk sem taki á viðfangsefni sem snertir okkur inn að kviku. „Skrímsli í vanda er marglaga saga fyrir alla aldurshópa, sem sómir sér vel í hinum glæsilega skrímslabókaflokki.“ Útgefandi Mál og menning. 

Undur-Myvatns

Unnur Þóra Jökulsdóttir hlaut verðlaunin í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis fyrir verkið Undur Mývatns: um fugla, flugur, fiska og fólk. Í umsögn dómnefndar um bók Unnar segir að hún sé einstætt listaverk sem „miðlar fræðilegri þekkingu með ástríðu fyrir lífskraftinum og persónulegri sýn á það sem fyrir augu ber, jafnt óvægna grimmd sem blíðustu fegurð.“ Útgefandi Mál og menning.

Fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki og má sjá þær allar hér

VertuOsynilegur

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent  í Höfða 15. janúar 2018. Verðlaunin hlutu:

  • Í flokki fagurbókmennta: Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur.
  • Í flokki barna- og unglingabókmennta: Vertu ósýnilegur, flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur.
  • Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis: Undur Mývatns – um fugla, flugur, fiska og fólk eftir Unni Þóru Jökulsdóttur.

Þetta var í tólfta sinn sem Fjöruverðlaunin voru veitt. Hér má sjá allar tilnefningarnar.

Íslensku þýðingaverðlaunin

Thydingaverdlaunin-2018_1521047295446

Íslensku þýðingaverðlaunin í ár hlutu Elísabet Gunnarsdóttir og Hildur Hákonardóttir fyrir þýðingu sína á Walden eða Lífið í skóginum eftir Henry David Thoreau. Útgefandi er Dimma. Þetta er í fjórtánda sinn sem verðlaunin eru veitt. Sjá meira um verðlaunin og tilnefningar hér

Viðurkenning HagþenkisFile1_1521047431435

Viðurkenning Hagþenkis var veitt þann 28. maí í Þjóðarbókhlöðunni en hana hlaut Steinunn Kristjánsdóttir fyrir ritið, Leitin að klaustrunum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir, sem Sögufélag og Þjóðminjasafn Íslands gáfu út. Sjá nánar um viðurkenninguna og tilnefndar bækur hér

Bóksalaverðlaunin

Bóksalaverðlaunin voru tilkynnt í Kiljunni á RÚV í desember 2017. Starfsfólk bókaverslana á Íslandi velur bestu bækur ársins en útnefndir voru verðlaunahafar í níu flokkum, sem alla má sjá hér

 


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir