Bókmenntaverðlaun og viðurkenningar fyrir árið 2015

Fjöldi bókmenntaverka og höfunda hlaut viðurkenningar á árinu

9. mars, 2016

Íslensku bókmenntaverðlaunin, Viðurkenning Hagþenkis, Fjöruverðlaunin, Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana, Menningarverðlaun DV, tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, íslensku barnabókaverðlaunin, Barnabókaverðlaun Reykjavíkurbogar og Íslensku Þýðingaverðlaunin.

Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent á Bessastöðum í byrjun febrúar. Einar Már Guðmundsson hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir bók sína Hundadagar. Gunnar Þór Bjarnason hlaut verðlaunin í flokkifræðibóka og bóka almenns efnis fyrir verkið Þegar siðmenningin fór fjandans til, Íslendingar og stríðið mikla 1914-1918. Gunnar Helgason hlaut verðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bókin Mamma klikk!. Fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki og sjá má þær allar hér

Viðurkenning Hagþenkis var veitt í byrjun mars, tíu verk voru tilnefnd og Viðurkenninguna hlaut Páll Baldvin Baldvinsson fyrir verkið Stríðsárin 1938-1945. Sjá allar tilnefningarnar hér.

Fjöruverðlaunin fögnuðu tíu ára afmæli sínu og tilnefndar voru að vanda bækur í þremur flokkum. Handhafar verðlaunanna í ár eru Halldóra Thoroddsen fyrir skáldsöguna Tvöfalt gler, Þórunn Sigurðardóttir fyrir fræðibókina Heiður og huggun - erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld og Hildur Loftsdóttir fyrir ungmennabókina Vetrarfrí. Sjá allar tilnefningarnar hér

Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana útnefndu verðlaunahafa í níu flokkum, sem alla má sjá hér

Menningarverðlaun DV í flokki bókmennta hlaut Linda Vilhjálmsdóttir fyrir ljóðabókina Frelsi og Þórunn Sigurðardóttir fyrir fræðiritið Heiður og huggun – erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld. Heiðursverðlaunin í ár fær Þorsteinn frá Hamri, skáld. Allir verðlaunahafar hér.

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2016 voru tilkynntar í Gunnarshúsi nýlega og fyrir Íslands hönd eru tilnefnd Elíasabet Jökulsdóttir fyrir verkið Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett og Guðbergur Bergsson fyrir skáldsöguna Þrír sneru afturHér má sjá frétt um tilnefningar allra landanna, en verðlaunin verða veitt í nóvember á þessu ári.

Tilnefndar til barna og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2016 fyrir Íslands hönd eru Koparborgin eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur og Sölvasaga unglings eftir Arnar Má Arngrímsson. Sjá allar tilnefningar hér. 

Íslensku barnabókaverðlaunin 2015 hlaut Ragnheiður Eyjólfsdóttir fyrir bók sína Arftakinn

Barna­bóka­verðlaun Reykja­vík­ur­borg­ar 2016 voru veitt í Höfða síðasta vetrardag, 20. apríl 2016. Ragn­hild­ur Hólm­geirs­dótt­ir hlaut þau fyr­ir Kop­ar­borg­ina bestu frum­sömdu barna­bók­ina, Salka Guðmunds­dótt­ir fyr­ir þýðingu sína á Skugga­hliðinni og Villtu hliðinni eft­ir Sally Green og Linda Ólafs­dótt­ir fyr­ir myndskreyt­ing­ar í bók­inni Ugla og Fóa og maður­inn sem fór í hund­ana eft­ir Ólaf Hauk Símonarson.

Íslensku þýðingaverðlaunin hlaut Brynja Cortes Andrésdóttir fyrir þýðingu á bókinni Ef að nóttu ferðalangur eftir Italo Calvino.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir