Nýjar áherslur í styrkveitingum á breyttum tímum. Umsóknarfrestur til 15. september!

10. september, 2020

Sérstakt átak í styrkveitingum til þýðinga úr íslensku á erlend mál og ferðastyrkir nú einnig veittir vegna rafrænnar þátttöku í viðburðum og hátíðum. 

Brugðist við breyttum tímum

Nú þegar flest er öðruvísi en við eigum að venjast, ferðalög hafa að mestu lagst af, og bókamessum hefur verið aflýst eða fara fram rafrænt, þarf að bregðast við með nýjum leiðum til að kynna íslenskar bókmenntir og höfunda á erlendri grund.

Meðal aðgerða sem Miðstöð íslenskra bókmennta hefur gripið til á árinu til að draga úr áhrifum heimsfaraldursins á íslenska bókmenningu; rithöfunda, útgefendur og þýðendur, eru nýjar áherslur í veitingum þýðingastyrkja og ferðastyrkja.

Þýðingastyrkir hærri í ár

Í samstarfi við norrænar systurstofnanir Miðstöðvarinnar var í vor efnt til sérstaks átaks í þýðingum á erlend mál og styrkhlutfall þýðingastyrkja hækkað tímabundið. Það hefur skilað sér í mikilli fjölgun umsókna um þýðingastyrki á erlend mál sem gefur tilefni til bjartsýni um útgáfu íslenskra og norrænna bóka erlendis á næstu misserum. Hér má sjá allt um átakið og nánari upplýsingar um styrkumsóknir, en einungis erlendir útgefendur geta sótt um. Umsóknarfrestur er til og með 15. september.

Ferðastyrkir nú einnig vegna rafrænna viðburða

Auk þess er breytt tilhögun á ferðastyrkjum höfunda en skipuleggjendur viðburða erlendis og íslenskir höfundar geta nú sótt um og fengið styrki til þátttöku í rafrænum viðburðum, en allnokkrir slíkir hafa farið fram undanfarið og fleiri eru framundan. Þessi tilhögun verður endurskoðuð og metin reglulega með tilliti til ástandsins og breytinga á því. Umsóknarfrestur um ferðastyrki er 15. september.


Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir 37 útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 13. maí, 2025 Fréttir

Í ár var úthlutað rúmum 18 milljónum króna í útgáfustyrki til 37 verka. Alls bárust 96 umsóknir og sótt var um heildarupphæð 99,8 milljónir króna.

Nánar

Úthlutað úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði; 25 fjölbreytt verk fyrir yngri lesendur hljóta styrki - 13. maí, 2025 Fréttir

Með styrkjunum er markmiðið að efla útgáfu vandaðra bóka á íslensku fyrir yngri lesendur, myndríkar bækur sem og textabækur, fræðibækur, skáldverk og allt þar á milli. 

Nánar

19 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í fyrri úthlutun ársins; verðlaunaverk, sígild og ný skáldverk - 13. maí, 2025 Fréttir

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit. Einnig eru veittir styrkir til þýddra vandaðra, myndríkra bóka fyrir börn og ungmenni.

Nánar

Allar fréttir