Fréttir: 2022 (Síða 2)
Fyrirsagnalisti
Þýðendaþing með norrænum þýðendum íslenskra bókmennta
Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta fór fram dagana 30. og 31. mars sl. en það var helgað þýðendum á norræn mál að þessu sinni og voru þátttakendur frá öllum Norðurlöndunum.
Nánar
Enskur kynningarbæklingur Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2022 er kominn út!
Árlega gefur Miðstöð íslenskra bókmennta út kynningarbækling á ensku, Books from Iceland sem notaður er til að kynna erlendum útgefendum valdar bækur liðins árs í mörgum flokkum - ásamt fleiru.
Nánar
Auglýst eftir umsóknum um Nýræktarstyrki - umsóknarfrestur er til 19. apríl
Miðstöð íslenskra bókmennta veitir árlega Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut.
Nánar
Aðalheiður Guðmundsdóttir hlýtur viðurkenningu Hagþenkis 2021
Aðalheiður hlýtur viðurkenninguna fyrir ritin Arfur aldanna I: Handan hindarfjalls og Arfur aldanna II: Norðvegur.
Nánar
Auglýst eftir umsóknum um útgáfustyrki, þýðingastyrki á íslensku og styrki úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði.
Styrkirnir eru veittir útgefendum á Íslandi og er umsóknarfrestur til 15. mars 2022.
Nánar
Handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021
Forseti Íslands afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin 2021 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum og í beinni útsendingu á RÚV þann 25. janúar. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum; flokki fagurbókmennta, flokki barna- og ungmennabóka og flokki fræðibóka og bóka almenns efnis.
Nánar
Styrkir til þýðinga á íslensku; ferskar samtímabókmenntir, barna- og ungmennabækur og klassísk verk hljóta styrki
Verk eftir höfundana Jean-Jacques Rousseau, Colson Whitehead, Virginiu Woolf, Rachel Cusk, Primo Levi, Sally Rooney og Mariönu Enriquez auk fjölda annarra hlutu styrki.
Nánar- Fyrri síða
- Næsta síða