Enskur kynningarbæklingur Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2021 er kominn út!

14. apríl, 2021 Fréttir

Árlega gefur Miðstöð íslenskra bókmennta út kynningarbækling á ensku, Books from Iceland, sem notaður er til að kynna erlendum útgefendum valdar bækur liðins árs í mörgum flokkum - ásamt fleiru.

Books From Iceland 2021

Bækur frá Íslandi 2021 / Books from Iceland

Árlega gefur Miðstöð íslenskra bókmennta út bækling á ensku, sem notaður er til kynningar á íslenskum bókmenntum erlendis. Í bæklingnum í ár, Books from Iceland 2021, má finna margar tegundir bóka, sem bókmenntaráðgjafar Miðstöðvarinnar hafa valið. 

Þar eru bækur eftir unga, upprennandi höfunda sem og eldri og reyndari, skáldsögur fyrir börn og fullorðna, bækur almenns efnis, glæpasögur og fleira. Jafnframt eru þar verðlaunabækur síðasta árs sem og listi yfir þær bækur sem erlendir útgefendur hafa nýlega keypt útgáfuréttinn á. Í bæklingnum er að auki ýmsar upplýsingar um hlutverk Miðstöðvar íslenskra bókmennta, alla styrkjamöguleika og fleira.

Miðstöðin hefur gefið út sambærilega bæklinga undanfarin ár, líkt og tíðkast hjá systurstofnunum hennar erlendis. Kynningarefni fyrri ára má finna hér.

Miðstöð íslenskra bókmennta stuðlar að aukinni útbreiðslu íslenskra bókmennta erlendis

Kynningarstarf Miðstöðvar íslenskra bókmennta erlendis felst m.a. í þátttöku í helstu bókasýningum eins og í London, Frankfurt og Gautaborg og víðar þar sem Miðstöðin kynnir íslenskar bókmenntir og veitir erlendum útgefendum, þýðendum og fleirum ráðgjöf. Þar sem engar messur hafa verið haldnar síðastliðið ár, og fáar eru fyrirhugaðar á næstunni, hefur sérstök áhersla verið lögð á rafræna dreifingu bæklingsins og rafræna fundi. 

Auk þess hefur Miðstöð íslenskra bókmennta gripið til ýmissa ráða við kynningu íslenskra bóka og höfunda þeirra erlendis til að bregðast við óvenjulegu ástandi. Þar má meðal annars nefna myndbönd með íslenskum höfundum sem gerð voru í góðu samstarfi við Utanríkisráðuneytið, sendiráðin, Íslandsstofu og fleiri á ensku og frönsku, sérstaka höfundasíðu á vef Miðstöðvarinnar og norrænt þýðingaátak í samstarfi við bókmenntamiðstöðvar Norðurlandanna.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 1. júlí, 2021 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð vegna sumarleyfa frá 5. júlí til 3. ágúst.

Nánar

Nýræktarstyrkina í ár hljóta Ingólfur Eiríksson, Jakub Stachowiak, Mao Alheimsdóttir og Nína Hjördís Þorkelsdóttir - 3. júní, 2021 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað fjórum Nýræktarstyrkjum til nýrra höfunda og nemur hver styrkur 500 þúsund krónum. 94 umsóknir bárust í ár, sem er metfjöldi umsókna frá upphafi.

Nánar

Framhaldsskólar um land allt vilja ólmir fá rithöfunda í heimsókn! - 4. júní, 2021 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta áætlar um 70 höfundaheimsóknir í 14 framhaldsskóla á árinu.

Nánar

Allar fréttir