Fréttir (Síða 24)

Fyrirsagnalisti

7. maí, 2015 Fréttir : Íslenskar samtímabókmenntir kynntar útgefendum og þýðendum í Osló og Helsinki  

Á fundunum hélt Maríanna Clara Lúthersdóttir, bókmenntafræðingur og leikkona erindi um helstu strauma og stefnur í íslenskum samtímabókmenntum og Ófeigur Sigurðsson, handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár sagði frá verkum sínum.

Nánar

16. mars, 2015 Fréttir : Umsóknarfrestur um Nýræktarstyrki er 15. apríl

Nýræktarstyrkir eru veittir einu sinni á ári og er ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu verkum höfunda, til dæmis sögum, ljóðum, leikritum og fleiru. 

Nánar

13. mars, 2015 Fréttir : ALLIR LESA fékk Lúðurinn, Íslensku auglýsingaverðlaunin, í flokki almannaheillaauglýsinga. 

Það er aðstandendum verkefnisins mikill heiður að fá þessi verðlaun, í þeim felst hvatning til að þróa Allir lesa áfram og  halda umræðunni um lestur í samfélaginu lifandi.

Nánar

16. febrúar, 2015 Fréttir : Auglýst eftir umsóknum um útgáfu- og þýðingastyrki

Útgáfustyrkjum er ætlað að styðja við útgáfu og miðlun íslenskra ritverka og þýðingastyrkjum er ætlað að stuðla að þýðingum erlendra fagurbókmennta og fræðirita á íslensku.

Nánar

4. febrúar, 2015 Fréttir : Heildaryfirlit styrkja Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2014

Stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta úthlutaði árið 2014 rúmlega 200 styrkjum í átta flokkum. Aldrei hafa borist fleiri umsóknir um styrki til þýðinga á erlend mál. 

Nánar

2. febrúar, 2015 Fréttir : Bækurnar Öræfi, Lífríki Íslands og Hafnfirðingabrandarinn hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014

Höfundarnir Ófeigur Sigurðsson, Bryndís Björgvinsdóttir og Snorri Baldursson, hljóta hvert um sig eina miljón króna í verðlaun.

Nánar

26. janúar, 2015 Fréttir : Fjöruverðlaunin afhent í Höfða

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt í 9. sinn við hátíðlega athöfn í Höfða 21. janúar 2015. Verðlaun voru veitt í þremur flokkum, flokki fagurbókmennta, barna og unglingabóka og fræðibóka.

Nánar

22. desember, 2014 Fréttir : Gleðileg jól!

Miðstöð íslenskra bókmennta sendir jóla- og nýárskveðjur með þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.   Nánar

18. desember, 2014 Fréttir : Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana 2014

Á meðal verka sem hlutu verðlaun voru Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson sem þótti besta íslenska skáldsagan og besta íslenska táningabókin var valin Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur.

Nánar

11. desember, 2014 Fréttir : Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar styrkjum til þýðinga ellefu verka úr fimm tungumálum

Þýðingar á verkum Arthur Rimbaud, George Orwell, Mary Wollstonecraft og Timur Vernes eru meðal þeirra sem hljóta styrki í þessari úthlutun.

Nánar

5. desember, 2014 Fréttir : Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2015 – bókmenntaverðlauna kvenna

 Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru tilkynntar fimmtudaginn 4. desember í Borgarbókasafninu í Tryggvagötu. 

Nánar

2. desember, 2014 Fréttir : Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014 og Íslensku þýðingaverðlaunanna 2014

Tilnefnt er í flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og fræðibóka og rita almenns efnis. Þetta er í 26. sinn sem tilnefningarnar eru kynntar. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki. Samhliða tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna kynnti dómnefnd á vegum Bandalags þýðenda og túlka þær fimm þýðingar sem tilnefndar eru til Íslensku þýðingaverðlaunanna.

Nánar

17. nóvember, 2014 Fréttir : Heildarlestur samsvarar átta árum. Sigurvegarar í landsleiknum koma alls staðar að af landinu. 

Nú liggja fyrir úrslitin í Allir lesa, landsleik í lestri. 4.236 manns í 326 liðum skráðu lestur upp á um 70.000 klukkustundir. Það samsvarar um átta árum af samfelldum lestri. Íslandsmeistarar í lestri lásu í yfir 5 sólarhringa að meðaltali á keppnistímanum. Tvö sigurlið koma úr Reykjanesbæ og Vestmannaeyingar lásu mest allra sveitarfélaga. Konur lásu þrisvar sinnum meira en karlar og börn undir 15 ára lásu langmest.

Nánar

11. nóvember, 2014 Fréttir : Auglýst eftir umsóknum um styrki til þýðinga á íslensku

Markmiðið er að styrkja þýðingar sem gera alþjóðlega þekkingu og menningarverðmæti aðgengileg fyrir íslenskt málsamfélag. Nánar

11. nóvember, 2014 Fréttir : Edward Nawotka hélt vel heppnaða vinnustofu um ritlist og útgáfu í samstarfi við Miðstöð íslenskra bókmennta 

Edward Nawotka, stofnandi og ritstjóri nettímaritsins Publishing Perspectives, var meðal fyrirlesara á ráðstefnunni You are in Control (YAIC) sem haldin var í Bíó Paradís í Reykjavík í síðustu viku. Nánar

11. nóvember, 2014 Fréttir : ALLIR LESA – þúsundir landsmanna taka þátt í landsleik í lestri

Nú líður að lokum fyrsta landsleiks í lestri hér á landi, en hann hófst 17. október og lýkur sunnudaginn 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu. Leikurinn fer fram á vefnum allirlesa.is Nánar
Síða 24 af 44

Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir