Fréttir (Síða 24)
Fyrirsagnalisti

Íslenskar samtímabókmenntir kynntar útgefendum og þýðendum í Osló og Helsinki
Á fundunum hélt Maríanna Clara Lúthersdóttir, bókmenntafræðingur og leikkona erindi um helstu strauma og stefnur í íslenskum samtímabókmenntum og Ófeigur Sigurðsson, handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár sagði frá verkum sínum.
NánarUmsóknarfrestur um Nýræktarstyrki er 15. apríl
Nýræktarstyrkir eru veittir einu sinni á ári og er ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu verkum höfunda, til dæmis sögum, ljóðum, leikritum og fleiru.
NánarALLIR LESA fékk Lúðurinn, Íslensku auglýsingaverðlaunin, í flokki almannaheillaauglýsinga.
Það er aðstandendum verkefnisins mikill heiður að fá þessi verðlaun, í þeim felst hvatning til að þróa Allir lesa áfram og halda umræðunni um lestur í samfélaginu lifandi.
NánarAuglýst eftir umsóknum um útgáfu- og þýðingastyrki
Útgáfustyrkjum er ætlað að styðja við útgáfu og miðlun íslenskra ritverka og þýðingastyrkjum er ætlað að stuðla að þýðingum erlendra fagurbókmennta og fræðirita á íslensku.
Nánar
Heildaryfirlit styrkja Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2014
Stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta úthlutaði árið 2014 rúmlega 200 styrkjum í átta flokkum. Aldrei hafa borist fleiri umsóknir um styrki til þýðinga á erlend mál.
NánarBækurnar Öræfi, Lífríki Íslands og Hafnfirðingabrandarinn hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014
Höfundarnir Ófeigur Sigurðsson, Bryndís Björgvinsdóttir og Snorri Baldursson, hljóta hvert um sig eina miljón króna í verðlaun.
NánarFjöruverðlaunin afhent í Höfða
Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt í 9. sinn við hátíðlega athöfn í Höfða 21. janúar 2015. Verðlaun voru veitt í þremur flokkum, flokki fagurbókmennta, barna og unglingabóka og fræðibóka.
NánarGleðileg jól!

Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana 2014
Á meðal verka sem hlutu verðlaun voru Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson sem þótti besta íslenska skáldsagan og besta íslenska táningabókin var valin Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur.
NánarMiðstöð íslenskra bókmennta úthlutar styrkjum til þýðinga ellefu verka úr fimm tungumálum
Þýðingar á verkum Arthur Rimbaud, George Orwell, Mary Wollstonecraft og Timur Vernes eru meðal þeirra sem hljóta styrki í þessari úthlutun.
NánarTilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2015 – bókmenntaverðlauna kvenna
Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru tilkynntar fimmtudaginn 4. desember í Borgarbókasafninu í Tryggvagötu.
NánarTilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014 og Íslensku þýðingaverðlaunanna 2014
Tilnefnt er í flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og fræðibóka og rita almenns efnis. Þetta er í 26. sinn sem tilnefningarnar eru kynntar. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki. Samhliða tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna kynnti dómnefnd á vegum Bandalags þýðenda og túlka þær fimm þýðingar sem tilnefndar eru til Íslensku þýðingaverðlaunanna.
Nánar
Heildarlestur samsvarar átta árum. Sigurvegarar í landsleiknum koma alls staðar að af landinu.
Nú liggja fyrir úrslitin í Allir lesa, landsleik í lestri. 4.236 manns í 326 liðum skráðu lestur upp á um 70.000 klukkustundir. Það samsvarar um átta árum af samfelldum lestri. Íslandsmeistarar í lestri lásu í yfir 5 sólarhringa að meðaltali á keppnistímanum. Tvö sigurlið koma úr Reykjanesbæ og Vestmannaeyingar lásu mest allra sveitarfélaga. Konur lásu þrisvar sinnum meira en karlar og börn undir 15 ára lásu langmest.
Nánar