Fréttir (Síða 24)

Fyrirsagnalisti

16. febrúar, 2015 Fréttir : Auglýst eftir umsóknum um útgáfu- og þýðingastyrki

Útgáfustyrkjum er ætlað að styðja við útgáfu og miðlun íslenskra ritverka og þýðingastyrkjum er ætlað að stuðla að þýðingum erlendra fagurbókmennta og fræðirita á íslensku.

Nánar

4. febrúar, 2015 Fréttir : Heildaryfirlit styrkja Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2014

Stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta úthlutaði árið 2014 rúmlega 200 styrkjum í átta flokkum. Aldrei hafa borist fleiri umsóknir um styrki til þýðinga á erlend mál. 

Nánar

2. febrúar, 2015 Fréttir : Bækurnar Öræfi, Lífríki Íslands og Hafnfirðingabrandarinn hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014

Höfundarnir Ófeigur Sigurðsson, Bryndís Björgvinsdóttir og Snorri Baldursson, hljóta hvert um sig eina miljón króna í verðlaun.

Nánar

26. janúar, 2015 Fréttir : Fjöruverðlaunin afhent í Höfða

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt í 9. sinn við hátíðlega athöfn í Höfða 21. janúar 2015. Verðlaun voru veitt í þremur flokkum, flokki fagurbókmennta, barna og unglingabóka og fræðibóka.

Nánar

22. desember, 2014 Fréttir : Gleðileg jól!

Miðstöð íslenskra bókmennta sendir jóla- og nýárskveðjur með þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.   Nánar

18. desember, 2014 Fréttir : Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana 2014

Á meðal verka sem hlutu verðlaun voru Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson sem þótti besta íslenska skáldsagan og besta íslenska táningabókin var valin Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur.

Nánar

11. desember, 2014 Fréttir : Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar styrkjum til þýðinga ellefu verka úr fimm tungumálum

Þýðingar á verkum Arthur Rimbaud, George Orwell, Mary Wollstonecraft og Timur Vernes eru meðal þeirra sem hljóta styrki í þessari úthlutun.

Nánar

5. desember, 2014 Fréttir : Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2015 – bókmenntaverðlauna kvenna

 Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru tilkynntar fimmtudaginn 4. desember í Borgarbókasafninu í Tryggvagötu. 

Nánar

2. desember, 2014 Fréttir : Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014 og Íslensku þýðingaverðlaunanna 2014

Tilnefnt er í flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og fræðibóka og rita almenns efnis. Þetta er í 26. sinn sem tilnefningarnar eru kynntar. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki. Samhliða tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna kynnti dómnefnd á vegum Bandalags þýðenda og túlka þær fimm þýðingar sem tilnefndar eru til Íslensku þýðingaverðlaunanna.

Nánar

17. nóvember, 2014 Fréttir : Heildarlestur samsvarar átta árum. Sigurvegarar í landsleiknum koma alls staðar að af landinu. 

Nú liggja fyrir úrslitin í Allir lesa, landsleik í lestri. 4.236 manns í 326 liðum skráðu lestur upp á um 70.000 klukkustundir. Það samsvarar um átta árum af samfelldum lestri. Íslandsmeistarar í lestri lásu í yfir 5 sólarhringa að meðaltali á keppnistímanum. Tvö sigurlið koma úr Reykjanesbæ og Vestmannaeyingar lásu mest allra sveitarfélaga. Konur lásu þrisvar sinnum meira en karlar og börn undir 15 ára lásu langmest.

Nánar

11. nóvember, 2014 Fréttir : Auglýst eftir umsóknum um styrki til þýðinga á íslensku

Markmiðið er að styrkja þýðingar sem gera alþjóðlega þekkingu og menningarverðmæti aðgengileg fyrir íslenskt málsamfélag. Nánar

11. nóvember, 2014 Fréttir : Edward Nawotka hélt vel heppnaða vinnustofu um ritlist og útgáfu í samstarfi við Miðstöð íslenskra bókmennta 

Edward Nawotka, stofnandi og ritstjóri nettímaritsins Publishing Perspectives, var meðal fyrirlesara á ráðstefnunni You are in Control (YAIC) sem haldin var í Bíó Paradís í Reykjavík í síðustu viku. Nánar

11. nóvember, 2014 Fréttir : ALLIR LESA – þúsundir landsmanna taka þátt í landsleik í lestri

Nú líður að lokum fyrsta landsleiks í lestri hér á landi, en hann hófst 17. október og lýkur sunnudaginn 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu. Leikurinn fer fram á vefnum allirlesa.is Nánar

11. nóvember, 2014 Fréttir : Aldrei fleiri styrkir til þýðinga á erlend mál

Himnaríki og helvíti, LoveStar, Mánasteinn og Skaparinn meðal verka sem verða þýdd. Styrkupphæðin í ár nemur 19 milljónum króna. Nánar

14. október, 2014 Fréttir : Frábær byrjun á Allir lesa - mikill fjöldi liða þegar skráður til leiks

Það er skemmst frá því að segja að móttökurnar hafa verið vonum framar, og fyrstu tvo dagana skráðu vel á annað hundrað lið sig á vefinn.

Nánar

10. október, 2014 Fréttir : www.allirlesa.is kominn í loftið

Hrefna Haraldsdóttir, stjórnarformaður Miðstöðvar íslenskra bókmennta, sagði við þetta tilefni að það væri engin tilviljun að opnunin færi fram á BSÍ, stoppistöð allra landsmanna, því með því væri það undirstrikað að verkefnið væri fyrir alla landsmenn – því allir lesa alls staðar.

Nánar
Síða 24 af 44

Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir