Fréttir (Síða 25)

Fyrirsagnalisti

11. nóvember, 2014 Fréttir : Edward Nawotka hélt vel heppnaða vinnustofu um ritlist og útgáfu í samstarfi við Miðstöð íslenskra bókmennta 

Edward Nawotka, stofnandi og ritstjóri nettímaritsins Publishing Perspectives, var meðal fyrirlesara á ráðstefnunni You are in Control (YAIC) sem haldin var í Bíó Paradís í Reykjavík í síðustu viku. Nánar

11. nóvember, 2014 Fréttir : ALLIR LESA – þúsundir landsmanna taka þátt í landsleik í lestri

Nú líður að lokum fyrsta landsleiks í lestri hér á landi, en hann hófst 17. október og lýkur sunnudaginn 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu. Leikurinn fer fram á vefnum allirlesa.is Nánar

11. nóvember, 2014 Fréttir : Aldrei fleiri styrkir til þýðinga á erlend mál

Himnaríki og helvíti, LoveStar, Mánasteinn og Skaparinn meðal verka sem verða þýdd. Styrkupphæðin í ár nemur 19 milljónum króna. Nánar

14. október, 2014 Fréttir : Frábær byrjun á Allir lesa - mikill fjöldi liða þegar skráður til leiks

Það er skemmst frá því að segja að móttökurnar hafa verið vonum framar, og fyrstu tvo dagana skráðu vel á annað hundrað lið sig á vefinn.

Nánar

10. október, 2014 Fréttir : www.allirlesa.is kominn í loftið

Hrefna Haraldsdóttir, stjórnarformaður Miðstöðvar íslenskra bókmennta, sagði við þetta tilefni að það væri engin tilviljun að opnunin færi fram á BSÍ, stoppistöð allra landsmanna, því með því væri það undirstrikað að verkefnið væri fyrir alla landsmenn – því allir lesa alls staðar.

Nánar

18. september, 2014 Fréttir : Bókasýningin í Frankfurt er haldin dagana 8.-12. október

Bókasýninguna í Frankfurt sækja árlega um 300.000 gestir, en þar koma saman rúmlega 7000 sýnendur frá um 100 löndum til funda og tengslamyndunar. Íslenski básinn í Frankfurt er númer 5.0 A63.

Nánar

18. september, 2014 Fréttir : Fylgist með fréttum frá okkur á Facebook og Twitter!

Fylgist með fréttum frá Miðstöð íslenskra bókmennta á Facebook og Twitter.

Nánar

18. september, 2014 Fréttir : Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í Norræna húsið

Embættisnefnd á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar ákvað á fundi sínum 11. september 2014 að skrifstofa Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs verði hér eftir í Norræna húsinu í Reykjavík. Skrifstofan hefur umsjón með verðlaununum í samstarfi við norræna dómnefnd þeirra.

Nánar

18. september, 2014 Fréttir : Næstu umsóknarfrestir: Þýðingar á íslensku og dvalarstyrkir þýðenda

Næstu frestir til umsókna um styrki frá Miðstöð íslenskra bókmennta renna út 1. október fyrir dvalarstyrki þýðenda og 15. nóvember fyrir styrki til þýðinga á íslensku.

Nánar

18. september, 2014 Fréttir : ALLIR LESA, landsleikur í lestri – skráning hafin á allirlesa.is

Markmiðið með leiknum er að auka lestur íslensku þjóðarinnar og fá fleiri til að njóta þess sem lesturinn færir hverjum og einum. Leiknum er ætlað að hvetja þá sem lesa til að lesa enn meira og hina sem lesa lítið eða ekki neitt, að hefja lesturinn.

Nánar

18. september, 2014 Fréttir : Bókamessan í Gautaborg hefst á fimmtudaginn 

Miðstöð íslenskra bókmennta tekur þátt í Bok & bibliotek – Bókamessunni í Gautaborg sem haldin er dagana 25. – 28. september. Bókamessan í Gautaborg á stórafmæli um þessar mundir en þetta verður í 30. skiptið sem messan er haldin og þetta er stærsta bókasýning Norðurlanda en hana sækja árlega um 100.000 gestir.

Nánar

26. júní, 2014 Fréttir : Kvíðasnillingarnir, Plan B, Stálskip og Úlrika Jasmín hlutu Nýræktarstyrki 2014

Miðstöð íslenskra bókmennta veitti fjórum nýjum höfundum, þeim Uglu Egilsdóttur, Sverri Norland, Guðrúnu Ingu Ragnarsdóttur og Atla Sigþórssyni, Nýræktarstyrki til útgáfu á verkum þeirra. 

Nánar

26. júní, 2014 Fréttir : Átak í því skyni að fjölga þýðingum á norræn tungumál  

Næstu þrjú árin stendur Miðstöð íslenskra bókmennta fyrir átaki á Norðurlöndum sem miðar að því að fjölga þýðingum íslenskra bókmennta á norræn tungumál.

Nánar

26. júní, 2014 Fréttir : Styrkveitingar Miðstöðvar íslenskra bókmennta á fyrri hluta árs 2014

Auk útgáfu- og þýðingastyrkja innanlands og utan hafa smærri styrkir verið veittir til þýðinga á kynningarköflum úr íslenskum verkum og vegna kynningarferða íslenskra höfunda erlendis.

Nánar

25. júní, 2014 Fréttir : Fimm íslenskir höfundar á bókasýningunni í Gautaborg í ár

Sem hluti af Norðurlandaátaki Miðstöðvar íslenskra bókmennta verður lögð áhersla á sýnileika íslenskra höfunda og bókmennta í dagskrá bókasýningarinnar í Gautaborg í Svíþjóð næstu þrjú árin. 

Nánar

27. maí, 2014 Fréttir : Plan B, Stálskip, Úlrika Jasmín og Kvíðasnillingarnir hljóta Nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2014

Miðstöð íslenskra bókmennta veitti nýverið fjórum nýjum höfundum þeim Uglu Egilsdóttur, Sverri Norland, Guðrúnu Ingu Ragnarsdóttur og Atla Sigþórssyni, Nýræktarstyrki til útgáfu á verkum þeirra.

Nánar
Síða 25 af 44

Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir