Fréttir (Síða 26)

Fyrirsagnalisti

9. maí, 2014 Fréttir : Norðurlandaátak hefst 

Næstu þrjú árin stendur Miðstöð íslenskra bókmennta fyrir átaki á Norðurlöndum sem miðar að því að fjölga þýðingum íslenskra bókmennta á norræn tungumál. Á meðal þess sem átakið felur í sér eru sérstakar kynningar í samstarfi við sendiráð Íslands á Norðurlöndum. Í dag 14. maí er kynning í Stokkhólmi.

Nánar

7. maí, 2014 Fréttir : Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar þýðingastyrkjum

Alls bárust 29 umsóknir um þýðingarstyrki frá 15 aðilum og var sótt um rúmar 15.3 milljónir króna. Að þessu sinni var úthlutað 6.000.000 kr. í styrki til þýðinga á íslensku.

Nánar

2. maí, 2014 Fréttir : Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar útgáfustyrkjum 2014

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun útgáfustyrkja fyrir árið 2014 en umsóknarfrestur rann út 15. mars sl.  Alls bárust að þessu sinni 61 umsókn um útgáfustyrki frá 30 aðilum og var sótt um 53 milljónir króna. 15 milljónum var úthlutað til 31 útgáfuverkefnis.

Nánar

1. apríl, 2014 Fréttir : Fylgið okkur á Facebook og Twitter

Facebook: www.facebook.com/islit.is

Twitter: twitter.com/IceLitCenter

1. apríl, 2014 Fréttir : Opnað hefur verið fyrir umsóknir um Nýræktarstyrki 2014

Umsóknarfrestur rennur út 22. apríl 2014

Styrkjunum er ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu verkum nýrra höfunda.

Nánar

31. mars, 2014 Fréttir : Bókasýningin í London

Earls Court iðaði af lífi dagana 8. – 10. apríl á meðan Bókasýningin í London stóð yfir. Líkt og í fyrra, leiddu Norðurlöndin saman hesta sína og stóðu að sameiginlegum bás á Bókasýningunni í London í ár.


Nánar

26. mars, 2014 Fréttir : Andri Snær Magnason og Lani Yamamoto tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014

Dómnefndin kynnti þau 13 verk sem tilnefnd eru til nýstofnaðra Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs á alþjóðlegu barnabókamessunni í Bologna.

Nánar

10. mars, 2014 Fréttir : Tvær íslenskar skáldsögur tilnefndar til Independent foreign fiction prize

Rigning í nóvember eftir Auði Övu Ólafsdóttur og Harmur englanna eftir Jón Kalman Stefánsson eru á meðal 15 verka sem tilnefnd eru á „langan lista“ til hinna virtu bresku bókmenntaverðlauna Independent Foreign Fiction Prize 2014.

Nánar

10. mars, 2014 Fréttir : Bókasýningin í Leipzig 2014

Bókasýningin í Leipzig var haldin dagana 13. - 16. mars. Bókasýningin er einskonar vorboði bókaársins í Þýskalandi. Rithöfundarnir Gerður Kristný, Guðrún Helgadóttir og Steinunn Sigurðardóttir voru áberandi í ár. Norræni básinn var í Halle 4, C403.

 

Nánar

10. febrúar, 2014 Fréttir : Blásið til sóknar íslenskra bókmennta á Norðurlöndum

Miðstöð íslenskra bókmennta stendur fyrir átaki á Norðurlöndum í þeim tilgangi að fjölga þýðingum íslenskra bókmennta á norræn tungumál.

Nánar

8. febrúar, 2014 Fréttir : Síðasti skiladagur fyrir umsóknir um útgáfu- og þýðingastyrki er mánudagurinn 17. mars.

Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni. Öllum gögnum ber að skila til Miðstöðvar íslenskra bókmennta, Hverfisgötu 54, 2. hæð.

Nánar

30. janúar, 2014 Fréttir : Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent í 25. sinn

 Í nýjum flokki barna- og unglingabóka hlaut Andri Snær Magnason verðlaunin fyrir skáldsöguna Tímakistan, í flokki fagurbókmennta hlaut Sjón verðlaunin fyrir skáldsöguna Mánasteinn: Drengurinn sem aldrei var til og Í flokki fræðirita og bóka almenns efnis hlaut verðlaunin Guðbjörg Kristjánsdóttir fyrir Íslensku teiknibókina.

Nánar

17. desember, 2013 Fréttir : Jóla- og nýárskveðjur frá Miðstöð íslenskra bókmennta

Miðstöð íslenskra bókmennta sendir þér og þínum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Nánar

12. desember, 2013 Fréttir : Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana 2013

Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana voru tilkynnt í 14. sinn í bókmenntaþættinum Kiljunni 11. desember síðastliðinn. Mánasteinn eftir Sjón þótti besta íslenska skáldsagan og besta íslenska táningabókin var valin Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason.

Nánar

11. desember, 2013 Fréttir : Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2013

Verðlaun eru veitt í þremur flokkum – fyrir fagurbókmenntir, barna- og unglingabækur og fræðibækur. 

Nánar
Síða 26 af 44

Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir