Fréttir
Fyrirsagnalisti

Íslenskar bókmenntir taka flugið!
Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.
Nánar
52 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál í fyrri úthlutun ársins
Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson, DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring og Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason.
Nánar
Auglýst eftir umsóknum um Nýræktarstyrki
Árlega veitir Miðstöð íslenskra bókmennta Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut.
Nánar
Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón
Miðstöð íslenskra bókmennta efnir til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum.
Nánar
Fjöruverðlaunin 2025 afhent í Höfða
Birgitta Björg Guðmarsdóttir, Ingunn Ásdísardóttir og Rán Flygenring hlutu Fjöruverðlaunin 2025, bókmenntaverðlaun kvenna og kvára á Íslandi, sem voru afhent í Höfða 6. mars 2025
Nánar
Eiríkur Örn Norðdahl og Þórdís Helgadóttir tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt frá 1962 fyrir fagurbókmenntir sem samdar eru á einu af norrænu tungumálunum. Verkin geta verið skáldsögur, ljóð, leikverk, smásagna- og ritgerðasöfn. Markmiðið með verðlaununum er að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi.
Nánar
Viðurkenningu Hagþenkis hlýtur Erla Hulda Halldórsdóttir
Umsögn viðurkenningarráðs: Áhrifarík ævisaga sem varpar nýju ljósi á 19. öldina og veitir einstaka innsýn í heim kvenna. Byggir á ómetanlegum bréfum Sigríðar til bróður síns sem spanna hálfa öld.
Nánar
Elísa Björg Þorsteinsdóttir hlýtur Íslensku þýðingaverðlaunin
Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, veitti verðlaunin á Gljúfrasteini 22. febrúar 2025.
Nánar
Opið er fyrir umsóknir um útgáfustyrki, þýðingastyrki á íslensku og styrki úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði
Styrkirnir eru veittir útgefendum á Íslandi og er umsóknarfrestur til 17. mars 2025.
Nánar
Íslensku bókmenntaverðlaunin og Blóðdropinn 2024 afhent
Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin og Íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum og í beinni útsendingu á RÚV þann 29. janúar síðastliðinn.
Nánar
Tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis
Tilkynnt hefur verið hvaða tíu bækur eru tilnefndar til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna.
Nánar
Árið 2024 hjá Miðstöð íslenskra bókmennta
Árið 2024 var viðburðaríkt hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. Styrkir til þýðinga og útgáfu, ferðalög höfunda, bókamessur og flutningar settu svip sinn á árið og við tökum bjartsýn á móti nýju ári með ferskum bókum og spennandi áætlunum um fjölbreytt starf og útbreiðslu íslenskra bókmennta.
Nánar
Lestrarskýrslustyrkir verða ekki veittir 2025
Stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta hefur ákveðið að veita ekki lestrarskýrslustyrki á árinu 2025.
Nánar
Ársfundur NordLit haldinn í Reykjavík
Dagana 14.-17. janúar fór fram ársfundur NordLit og að þessu sinni var Miðstöð íslenskra bókmennta, gestgjafi fundarins. Á fundinum voru saman komnir 22 fulltrúar bókmenntamiðstöðva Norðurlandanna.
Nánar
Hátíðarkveðjur!
Starfsfólk Miðstöðvar íslenskra bókmennta óskar vinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs - með von um notalegar bókastundir um hátíðirnar.
Nánar
Styrkir veittir til þýðinga á íslensku - seinni úthlutun ársins 2024
Á árinu 2024 bárust samtals 72 umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku. Veittir voru 48 styrkir að upphæð 17,1 mkr í tveimur úthlutunum; 8,8 mkr króna til 27 þýðingaverkefna í fyrri úthlutun ársins og 8,3 mkr til 21 verks í þeirri síðari.
Nánar- Fyrri síða
- Næsta síða