Fréttir
Fyrirsagnalisti

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár
Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár. Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu.
Nánar
Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar
Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.
Nánar
Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár
Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit.
Nánar
Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta skipuð
Hlutverk stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta er samkvæmt lögum að ákveða árlega skiptingu ráðstöfunarfjár á fjárlögum milli viðfangsefna hennar og bera ábyrgð á styrkveitingum. Hún gerir tillögur til ráðherra um stefnu og helstu áherslur í starfi Miðstöðvarinnar til þriggja ára.
Nánar
Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan
Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan.
Nánar

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir 37 útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka
Í ár var úthlutað rúmum 18 milljónum króna í útgáfustyrki til 37 verka. Alls bárust 96 umsóknir og sótt var um heildarupphæð 99,8 milljónir króna.
Nánar
19 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í fyrri úthlutun ársins; verðlaunaverk, sígild og ný skáldverk
Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit. Einnig eru veittir styrkir til þýddra vandaðra, myndríkra bóka fyrir börn og ungmenni.
Nánar
Úthlutað úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði; 25 fjölbreytt verk fyrir yngri lesendur hljóta styrki
Með styrkjunum er markmiðið að efla útgáfu vandaðra bóka á íslensku fyrir yngri lesendur, myndríkar bækur sem og textabækur, fræðibækur, skáldverk og allt þar á milli.
Nánar
Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum
Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.
Nánar
Íslenskar bókmenntir taka flugið!
Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.
Nánar
52 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál í fyrri úthlutun ársins
Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson, DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring og Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason.
Nánar
Auglýst eftir umsóknum um Nýræktarstyrki
Árlega veitir Miðstöð íslenskra bókmennta Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut.
Nánar
Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón
Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum.
Nánar
Fjöruverðlaunin 2025 afhent í Höfða
Birgitta Björg Guðmarsdóttir, Ingunn Ásdísardóttir og Rán Flygenring hlutu Fjöruverðlaunin 2025, bókmenntaverðlaun kvenna og kvára á Íslandi, sem voru afhent í Höfða 6. mars 2025
Nánar
Eiríkur Örn Norðdahl og Þórdís Helgadóttir tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt frá 1962 fyrir fagurbókmenntir sem samdar eru á einu af norrænu tungumálunum. Verkin geta verið skáldsögur, ljóð, leikverk, smásagna- og ritgerðasöfn. Markmiðið með verðlaununum er að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi.
Nánar
Viðurkenningu Hagþenkis hlýtur Erla Hulda Halldórsdóttir
Umsögn viðurkenningarráðs: Áhrifarík ævisaga sem varpar nýju ljósi á 19. öldina og veitir einstaka innsýn í heim kvenna. Byggir á ómetanlegum bréfum Sigríðar til bróður síns sem spanna hálfa öld.
Nánar- Fyrri síða
- Næsta síða