Fréttir (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

MiB-Jolakvedja2

21. desember, 2023 Fréttir : Gleðileg jól!

Við hjá Miðstöð íslenskra bókmennta sendum ykkur öllum kærar jólakveðjur og þökkum samfylgdina á árinu. Með bestu óskum um gjöfult, nýtt bókaár! 

19. desember, 2023 Fréttir : Íslenskar bækur halda áfram að ferðast um heiminn og koma út á næstunni á 17 tungumálum

Í tveimur úthlutunum á árinu voru samtals veittir 92 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 27 tungumál; ensku, þýsku, ítölsku, japönsku, spænsku, norsku, dönsku, sænsku og fleiri.

Nánar

15. desember, 2023 Fréttir : Miðstöð íslenskra bókmennta tilkynnir síðari úthlutun ársins til þýðinga á íslensku, 8,3 mkr. veitt í 25 styrki

Samtals hafa 63 styrkir til þýðinga á íslensku verið veittir á árinu, í tveimur úthlutunum

Nánar
Tilnefningar2023

1. desember, 2023 Fréttir : Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans 2023

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans 2023 voru kynntar 1. desember í Eddu.

Nánar
IMG_8838

30. nóvember, 2023 Fréttir : Ísland var í heiðurssæti á Les Boréales hátíðinni í Normandí og höfundarnir fengu stórkostlegar viðtökur.

Mikill áhugi er á íslenskum bókmenntum í Frakklandi og nú er svo komið að stór og virt frönsk forlög gefa út marga íslenska titla. Þennan einstaka árangur má einnig þakka framúrskarandi og afkastamiklum þýðendum íslenskra bókmennta á frönsku.

Nánar

16. nóvember, 2023 Fréttir : Á undanförnum sex árum hefur notkun hljóðbóka aukist um 145% og lestur bóka dregist saman um 17%

Ný lestrarkönnun Miðstöðvar íslenskra bókmennta, í samvinnu við helstu aðila á bókmenntasviðinu, leiðir í ljós að þjóðin les eða hlustar að meðaltali á 2,4 bækur á mánuði og ver til þess 30 til 60 mínútum á dag. Helsta breyting á lestrarvenjum er verulega aukin notkun hljóðbóka. Einnig vekur athygli að sá hópur sem hefur lesið lítið sem ekkert fer stækkandi.

Nánar
Ran

3. nóvember, 2023 Fréttir : Rán Flygenring og Eldgos hlutu barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2023

Í rökstuðningi dómefndarinnar segir að Rán hafi tek­ist að skapa mynda­bók fulla af sjón­ræn­um sprengi­krafti um þau áhrif sem villt og óhamin náttúra hafi á fólk og að mynd og texti fléttist listilega saman í fjöruga og sprenghlægilega sögu.

Nánar

12. október, 2023 Fréttir : Styrkir til þýðinga á íslensku, umsóknarfrestur 15. nóvember 2023

Styrkirnir eru veittir til að þýða á íslensku mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit. Jafnframt styrkir til þýðinga vandaðra, myndríkra bóka fyrir börn og ungmenni.

Nánar
gautaborg-höfundar

3. október, 2023 Fréttir : Góðir bókadagar í Gautaborg

Bókamessan í Gautaborg fór fram dagana 28. september til1. október og komu íslenskir höfundar og bækur þeirra víða við í dagskrá hátíðarinnar en Miðstöð íslenskra bókmennta skipulagði þátttökuna.

Nánar
Fanar-i-frankfurt

12. september, 2023 Fréttir : Bókamessan í Frankfurt 2023 haldin dagana 18.-22. október

Miðstöð íslenskra bókmennta sækir messuna heim líkt og undanfarin ár og setur upp fundi á íslenska básnum, númer 4.1 B10.

Nánar
höfundamyndgautaborg

28. ágúst, 2023 Fréttir : Spennandi höfundar frá Íslandi koma fram á Bókamessunni í Gautaborg

Bókamessan í Gautaborg verður haldin um mánaðamótin september/október en þar kemur saman fjöldi rithöfunda, útgefenda, og bókaunnenda - og Miðstöð íslenskra bókmennta verður á staðnum

Nánar

5. júní, 2023 Fréttir : 38 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í fyrri úthlutun ársins; sígild verk, barna- og ungmennabækur, teiknimyndasögur og ný skáldverk

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um fyrri úthlutun ársins til þýðinga á íslensku, 9,4 milljónum er veitt í 38 styrki.

Nánar

1. júní, 2023 Fréttir : Nýræktarstyrki í ár hljóta þau Magnús Jochum Pálsson og Margrét Marteinsdóttir

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarráðherra afhenti Nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta í Gunnarshúsi fimmtudaginn 1. júní. 

Nánar
Utgafustyrkir-23

26. maí, 2023 Fréttir : Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til 40 verka

Í ár var úthlutað tæplega 22 milljónum króna í útgáfustyrki til 40 verka. Alls bárust 74 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 85 milljónir króna.

Nánar

26. maí, 2023 Fréttir : Tilkynnt um úthlutun úr Auði, barna- og ungmennabókasjóði

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði nýlega 8 milljónum úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði og hlutu 24 verk styrk að þessu sinni.

Nánar
Fretterlend2023mai

17. maí, 2023 Fréttir : Íslenskar bækur á 15 tungumálum væntanlegar

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 54 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 15 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, úkraínsku, ítölsku, tékknesku, spænsku, dönsku, sænsku og færeysku.

Nánar
Síða 2 af 42

Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta flytur í Austurstræti 5 - 1. október, 2024 Fréttir

Auk Miðstöðvar íslenskra bókmennta má finna í sama húsi Tónlistarmiðstöð, Sviðslistamiðstöð, Myndlistarmiðstöð, Listahátíð í Reykjavík, Safnaráð og List fyrir alla. 

Nánar

Bókamessan í Gautaborg haldin 26.-29. september 2024 - 27. ágúst, 2024 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta sækir Bókamessuna heim og hittir norræna bókaútgefendur og aðra sem hafa áhuga á íslenskum bókmenntum. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir gera það gott í Danmörku - 19. júní, 2024 Fréttir

Verk eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, Gyrði Elíasson, Hallgrím Helgason, Einar Má Guðmundsson og fleiri eru nýkomin út í Danmörku.

Nánar

Allar fréttir