Fréttir (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

9. október, 2024 Fréttir : Läs Isländska Böcker: Ný vefsíða um íslenskar bækur á sænsku

Sendiráð Íslands í Stokkhólmi og þýðandinn John Swedenmark hafa unnið að vefsíðu þar sem má finna upplýsingar um allar íslenskar bækur sem þýddar hafa verið á sænsku.

Nánar

1. október, 2024 Fréttir : Miðstöð íslenskra bókmennta flytur í Austurstræti 5

Auk Miðstöðvar íslenskra bókmennta má finna í sama húsi Tónlistarmiðstöð, Sviðslistamiðstöð, Myndlistarmiðstöð, Listahátíð í Reykjavík, Safnaráð og List fyrir alla. 

Nánar

27. ágúst, 2024 Fréttir : Bókamessan í Gautaborg haldin 26.-29. september 2024

Miðstöð íslenskra bókmennta sækir Bókamessuna heim og hittir norræna bókaútgefendur og aðra sem hafa áhuga á íslenskum bókmenntum. 

Nánar

21. júní, 2024 Fréttir : Íslenskar bækur á fjölda erlendra tungumála eru aðgengilegar í Þjóðarbókhlöðunni

Hægt er að finna allar þýðingar íslenskra verka á erlendar tungur í ítarlegri þýðingaskrá Landsbókasafnsins. 

Nánar

20. júní, 2024 Fréttir : Bókmenntabrúin milli Noregs og Íslands

Tilgangur skýrslunnar er að draga upp mynd af núverandi stöðu þýðinga á íslenskum fagurbókmenntum yfir á norsku, greina helstu áhrifaþætti og setja fram tillögur sem stuðlað geti að aukinni útgáfu.

Nánar

19. júní, 2024 Fréttir : Íslenskar bókmenntir gera það gott í Danmörku

Verk eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, Gyrði Elíasson, Hallgrím Helgason, Einar Má Guðmundsson og fleiri eru nýkomin út í Danmörku.

Nánar

6. júní, 2024 Fréttir : Nýræktarstyrki í ár hljóta þau Birgitta Björg Guðmarsdóttir og Sölvi Halldórsson

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra afhenti Nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta í Gunnarshúsi fimmtudaginn 6. júní og var það í 17. sinn sem styrkirnir voru veittir.

Nánar

6. maí, 2024 Fréttir : Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði; 25 spennandi verk hljóta styrki

8 milljónum var veitt úr sjóðnum til 25 barna- og ungmennaverka sem koma út á næstunni.

Nánar

3. maí, 2024 Fréttir : Úthlutun til þýðinga á íslensku; 27 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

Nánar

3. maí, 2024 Fréttir : Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna.

Nánar

17. apríl, 2024 Fréttir : Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar
A35ab5fc-47f1-4817-a855-b14c76826147

15. apríl, 2024 Fréttir : Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

22. febrúar, 2024 Fréttir : Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

22. febrúar, 2024 Fréttir : Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis fyrir árið 2023

Hagþenk­ir hef­ur frá ár­inu 1986 veitt viður­kenn­ingu fyr­ir fræðirit, náms­gögn eða aðra miðlun fræðilegs efn­is til al­menn­ings og til­nefnir tíu höf­unda og bæk­ur sem til greina koma. Viður­kenn­ingaráð Hagþenk­is, skipað fimm fé­lags­mönn­um, velur verkin.

Nánar

15. febrúar, 2024 Fréttir : Auglýst eftir umsóknum um útgáfustyrki, þýðingastyrki á íslensku og styrki úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði

Styrkirnir eru veittir útgefendum á Íslandi og er umsóknarfrestur til 15. mars 2024.

Nánar

1. febrúar, 2024 Fréttir : Handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans 2023

Forseti Íslands afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin og Blóðdropann við hátíðlega athöfn á Bessastöðum og í beinni útsendingu á RÚV þann 31. janúar. 

Nánar
Síða 3 af 44

Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir