Fréttir (Síða 13)

Fyrirsagnalisti

7. nóvember, 2019 Fréttir : Íslenskir höfundar ferðast um heiminn, kynna verk sín og hitta lesendur

Höfundarnir bera hróður bókmenntanna víða, því árlega kemur fjöldi þeirra fram á fjölbreytilegum bókmenntaviðburðum í öllum heimsálfum og kynnir verk sín, iðulega með stuðningi Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Nánar

6. nóvember, 2019 Fréttir : Íslenskar bókmenntir njóta mikilla vinsælda í Frakklandi

Þessi misserin er mest þýtt af íslenskum bókum á frönsku, eða um fimmtíu titlar á þremur árum. Höfundar frá Íslandi eru tíðir gestir á bókmenntaviðburðum víða um Frakkland - og þýðendaþing haldið í París.

Nánar

29. október, 2019 Fréttir : Fjörutíu íslenskar bækur í enskum þýðingum gefnar út í Bretlandi og Bandaríkjunum

Bækur íslenskra höfunda ferðast víða um heiminn í þýðingum og eru ensk málsvæði þar engin undantekning.

Nánar

15. október, 2019 Fréttir : Auglýst eftir umsóknum um þýðingastyrki. Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit sem og vandaðar, myndríkar bækur fyrir börn og ungmenni. 

Nánar

10. október, 2019 Fréttir : Dvalarstyrkir gera þýðendum kleift að vinna í návígi við íslenska höfunda, tungu og menningu. Styrkirnir hafa verið veittir í 20 ár!

Frá upphafi hafa 65 styrkir verið veittir til þýðenda íslenskra bókmennta á 18 erlend mál til dvalar í gestaíbúðinni í Gunnarshúsi.

Nánar
File1_1570196506306

7. október, 2019 Fréttir : Mjög góður rómur var gerður að íslenskum verkum og höfundum á bókamessunni í Gautaborg

Auður Ava Ólafsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Ragnar Jónasson og Sigrún Eldjárn fengu ljómandi góðar viðtökur. Á síðustu átta árum hafa alls 46 höfundar frá Íslandi komið fram á messunni í Gautaborg. 

Nánar

10. september, 2019 Fréttir : Ný og aðgengileg þýðendasíða tekin í notkun með lista yfir virka þýðendur á erlend mál

Á síðunni má finna greinargóðar og aðgengilegar upplýsingar um þýðendurna, menntun og bakgrunn - sem og helstu verk sem þau hafa þýtt úr íslensku.  

Nánar

6. september, 2019 Fréttir : Tveir styrkjaflokkar bæst við á árinu hjá Miðstöð íslenskra bókmennta

Hlutverk Miðstöðvar íslenskra bókmennta er að efla bókmenningu á Íslandi, kynna íslenskar bókmenntir erlendis og stuðla að aukinni útbreiðslu þeirra.

Nánar
22135559_1479409635469136_2083272474483978445_o

21. ágúst, 2019 Fréttir : Framundan í haust; bókamessurnar í Gautaborg og Frankfurt

Höfundar, útgefendur og Miðstöð íslenskra bókmennta á bókamessum í Gautaborg og Frankfurt í september og október.

Nánar
22195620_1479441085465991_2089553138898280502_n

21. ágúst, 2019 Fréttir : Á Gautaborgarmessunni í ár ræða íslenskir höfundar hefðina, nútímann, ímyndunarafl, ljóðrænu, glæpasögur og ofurhetjur ...

Auður Ava Ólafsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Ragnar Jónasson og Sigrún Eldjárn eru fulltrúar Íslands á messunni í ár.

Nánar

21. ágúst, 2019 Fréttir : Íslenskar bækur á fjölda erlendra tungumála eru til útláns í Þjóðarbókhlöðunni

Landsbókasafn/Háskólabókasafn tryggir varðveislu og aðgang að þeim bókum sem Miðstöð íslenskra bókmennta afhendir safninu og tekur að sér að koma aukaeintökum, ef einhver verða, áfram til annarra safna.

Nánar

15. ágúst, 2019 Fréttir : Lestrarskýrslustyrkir eru nýjung í styrkjaflóru Miðstöðvarinnar

Lestrarskýrslustyrkir eru ætlaðir erlendum útgefendum og umboðsmönnum sem íhuga að gefa út íslenskt verk í erlendri þýðingu og vilja fá faglegt álit á verkinu.

Nánar

26. júní, 2019 Fréttir : Auður Ava Ólafsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Ragnar Jónasson og Sigrún Eldjárn á Gautaborgarmessunni í ár

Fjórir höfundar frá Íslandi taka þátt í fjölbreyttri dagskrá messunnar dagana 26.-29. september.

Nánar

26. júní, 2019 Fréttir : Íslenskir útgefendur efla tengslin við sænska kollega í Stokkhólmi

Útgefendaskipti milli Íslands og Svíþjóðar fóru fram í fyrsta sinn núna í júnímánuði. 

Nánar

6. júní, 2019 Fréttir : Nýræktarstyrki 2019 hljóta Auður Stefánsdóttir fyrir barnabókina Í gegnum þokuna og Kristján H. Guðmundsson fyrir smásagnasafnið Afkvæni

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti Nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta í Gunnarshúsi.

Nánar
Síða 13 af 44

Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir