Fréttir (Síða 12)
Fyrirsagnalisti

Uppfært 4. mars 2020: Bókamessunni í London aflýst!
Miðstöð íslenskra bókmennta verður með systurstofnunum sínum á Norðurlöndunum á bókamessunni líkt og undanfarin ár. Básinn er númer 6F70 - verið öll velkomin!
Nánar
Tíu rit tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis
Eitt rit hlýtur Viðurkenningu Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, sem verður veitt í byrjun mars og fær höfundur þess 1.250.000 kr. og viðurkenningarskjal.
Nánar
„Íslenskan breytti lífi mínu. Þeim mun meira sem ég lærði og las, þeim mun betur skildi ég að þetta er landið mitt.“
John Swedenmark en einn ötulasti þýðandi íslenskra bókmennta á sænsku og hér segir hann frá fyrstu kynnum sínum af íslenskunni, ást á ljóðum og mikilvægi þýðinga fyrir bókmenntirnar í viðtali við Magnús Guðmundsson.
Nánar
Nýju verkefni hleypt af stokkunum: Höfundaheimsóknir í framhaldsskóla. Lestrarhvatning og skemmtun í senn.
Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú hleypt af stokkunum verkefni sem ber heitið höfundaheimsóknir í framhaldsskóla, þar sem rithöfundar heimsækja skólana, hitta nemendur í kennslustund og ræða við þá um bækur sínar.
Nánar
Hátíðleg athöfn á Bessastöðum þegar Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent í þremur flokkum
Sölvi Björn Sigurðsson hlaut verðlaunin fyrir bók sína Selta: apókrýfa úr ævi landlæknis, Bergrún Íris Sævarsdóttir fyrir bókina Langelstur að eilífu og Jón Viðar Jónsson fyrir Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925-1965.
Nánar
NordLit fundur haldinn í Osló dagana 15.-17. janúar
Systurstofnanirnar í NordLit eiga gott og gjöfult samstarf með það sameiginlega markmið að efla sýnileika og útbreiðslu norrænna bókmennta með ýmsum hætti - og geta lært mikið hver af annarri.
Nánar
Annáll nýliðins árs; viðburðaríkt og gjöfult starfsár hjá Miðstöðinni
Ótal skemmtilegir viðburðir og farsælt samstarf við fjölda aðila á bókmenntasviðinu, innanlands og utan, setja svip sinn á árið 2019.
Nánar
Þökkum ánægjulegt samstarf á liðnu ári - gleðilegt bókmenntaár 2020!
Við þökkum þeim fjölmörgu sem við áttum ánægjulegt samstarf við á liðnu ári. Sendum öllum kærar kveðjur og óskir um gleðilegt nýtt bókmenntaár!
Nánar
Óskum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári!
Með kærum þökkum til allra okkar fjölmörgu samstarfsaðila fyrir ánægjulega samvinnu á árinu.
Nánar
Styrkir til þýðinga á íslensku úr þýsku, ensku, rússnesku, frönsku, ítölsku, spænsku og fleiri málum
Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði rúmum 11 milljónum króna í 27 styrki til þýðinga á íslensku, í seinni úthlutun ársins 2019. Þar af hljóta 11 bækur fyrir börn og ungmenni styrk.
Nánar
Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Verðlaunin eru veitt fyrir bestu þýðingu á bókmenntaverki og er tilgangur þeirra að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskrar menningar.
Nánar
Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna
Að þessu sinni eru níu bækur tilnefndar í þremur flokkum til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna. Verðlaunin verða afhent 15. janúar 2020.
Nánar
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2019
Sunnudaginn 1. desember var tilkynnt á Kjarvalsstöðum um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2019. Samtals hljóta fimmtán bækur í þremur flokkum tilnefningu.
Nánar
Lestur hefur aukist og landsmenn lesa nú að meðaltali 2,3 bækur á mánuði
Niðurstöður nýrrar lestrarkönnunar sýna að konur og barnafjölskyldur lesa mest og að hljóðbókin sækir á. Unga fólkið les mikið á öðrum tungumálum en íslensku og flestir fá hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum.
Nánar
Íslenskir höfundar ferðast um heiminn, kynna verk sín og hitta lesendur
Höfundarnir bera hróður bókmenntanna víða, því árlega kemur fjöldi þeirra fram á fjölbreytilegum bókmenntaviðburðum í öllum heimsálfum og kynnir verk sín, iðulega með stuðningi Miðstöðvar íslenskra bókmennta.
Nánar
Íslenskar bókmenntir njóta mikilla vinsælda í Frakklandi
Þessi misserin er mest þýtt af íslenskum bókum á frönsku, eða um fimmtíu titlar á þremur árum. Höfundar frá Íslandi eru tíðir gestir á bókmenntaviðburðum víða um Frakkland - og þýðendaþing haldið í París.
Nánar