Fréttir (Síða 11)
Fyrirsagnalisti

Fjölbreyttar bækur um náttúru, byggingalist, bókmenntir, sagnfræði, tungumál og fleira fá útgáfustyrki
Mikil gróska einkenndi umsóknir um útgáfustyrkina í ár sem endurspeglast í úthlutuninni. Von er á fjölbreyttum og spennandi fræðibókum og bókum almenns efnis á næstu misserum.
Nánar
Mikill fjöldi umsókna barst um styrki vegna átaksverkefnis stjórnvalda
Alls bárust 257 umsóknir frá um 200 umsækjendum. Úthlutað verður fyrir 1. júní.
Nánar
Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar taka höndum saman á tímum kórónuveirunnar
Norrænir þýðingastyrkir á árinu 2020 verði 50% af þýðingakostnaði.
Nánar
Miðstöð íslenskra bókmennta kynnir úthlutun ársins til útgáfu 77 bóka á íslensku
Von er á fjölda skáldverka, fræðirita, myndabóka, ævisagna og fleira
Nánar
35 styrkir veittir til þýðinga á íslensku úr 8 tungumálum; ensku, frönsku, hollensku, ítölsku, latínu, spænsku, rússnesku og þýsku
Þriðjungur þýðingastyrkjanna að þessu sinni fer til þýðinga barna- og ungmennabóka.
Nánar
Umsóknarfrestur til 11. maí! Sérstök úthlutun Miðstöðvar íslenskra bókmennta, vegna heimsfaraldurs Covid-19
Átaksverkefni í menningu og listum á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis vorið 2020.
Nánar
Rúmlega 50 milljónum úthlutað!
Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar að þessu sinni hærri og fleiri styrkjum til útgáfu, þýðinga á íslensku og úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði.
Nánar
Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020
Villueyjar eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur (útg. Bókabeitan) og Egill spámaður eftir Lani Yamamoto (útg. Angústúra) eru tilnefndar fyrir Íslands hönd.
Nánar
Höfundarnir Andri Snær, Kristín og Bergur Ebbi koma fram á bókamessunni í Gautaborg í haust
Uppfært: Vegna Covid-19 verður messan ekki haldin með hefðbundnum hætti og engir höfundar utan Svíþjóðar munu taka þátt.
Nánar
Tími til að lesa!
Orðaforði eykst, nýjar hugmyndir kvikna, skilningur á lesmáli batnar og þannig skilningur á heiminum öllum. Þá styður aukinn lestur við skapandi störf rithöfunda og þýðenda. Því meira sem við lesum því betra! Skráum allan lestur okkar á timitiladlesa.is
Nánar
Auglýst eftir umsóknum um Nýræktarstyrki - umsóknarfrestur til 15. apríl
Nýræktarstyrkir eru veittir árlega fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Átt er við skáldverk í víðri merkingu; sögur, ljóð, leikrit og fleira.
Nánar
Nýlegar þýðingar íslenskra verka á mörg tungumál
Reglulega berast Miðstöð íslenskra bókmennta bækur sem hlotið hafa styrki til þýðinga úr íslensku á erlend mál. Hér má sjá fjölbreytt úrval bókakápa nýlegra þýðinga.
Nánar
Enskur kynningarbæklingur Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2020 kominn út
Árlega gefur Miðstöð íslenskra bókmennta út kynningarbækling á ensku, Books from Iceland, sem notaður er til að kynna erlendis það nýjasta í íslenskum bókmenntum og fleira
Nánar
Bókmenntaverðlaun og viðurkenningar liðins árs
Hér eru tilgreind bókmenntaverðlaun og viðurkenningar þar sem valið stendur um allar útgefnar íslenskar bækur liðins árs í viðkomandi bókmenntagrein.
Nánar
Jón St. Kristjánsson hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin 2020
Verðlaunin hlaut hann fyrir þýðingu sína á Hinum ósýnilegu eftir Roy Jacobsen, útgefandi er Mál og menning.
Nánar
Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020
Skáldsagan Lifandilífslækur eftir Bergsvein Birgisson og smásagnasafnið Kláði eftir Fríðu Ísberg eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Íslands hönd.
Nánar