Fréttir (Síða 10)

Fyrirsagnalisti

20. nóvember, 2020 Fréttir : Aldrei hafa fleiri þýðingar á íslenskum bókum komið út í Rússlandi á einu ári

Á þessu ári hafa bækur eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, Ævar Þór Benediktsson, Yrsu Sigurðardóttur, Arnar Má Arngrímsson, Steinar Braga og Andra Snæ Magnason komið út í Rússlandi.

Nánar
Mynd-4

16. nóvember, 2020 Fréttir : Lestur landsmanna eykst og fólk á öllum aldri les meira núna en fyrir Covid-19

Íslendingar lesa meira í ár af hefðbundnum bókum en í fyrra og hlusta meira á hljóðbækur. Konur lesa meira en karlar, en lestur eykst mest milli ára hjá körlum.

Nánar

16. nóvember, 2020 Fréttir : Mikill meirihluti vill lesa nýjar erlendar bókmenntir í íslenskum þýðingum

Tæp 80% landsmanna telja mikilvægt að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku, jafnframt lesa fleiri nú einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli, borið saman við könnun í fyrra.

Nánar

4. nóvember, 2020 Fréttir : Metfjöldi umsókna um styrki til þýðinga á erlend mál

Mikill áhugi er á íslenskum bókmenntum erlendis eins og sjá má á miklum fjölda umsókna um þýðingastyrki til Miðstöðvar íslenskra bókmennta, sem veitir styrki til 111 þýðinga úr íslensku á 28 tungumál. 147 umsóknir bárust á árinu öllu og er þetta metfjöldi umsókna um styrki til erlendra þýðinga hjá Miðstöðinni.

Nánar

30. október, 2020 Fréttir : Yfir 300 íslensk ritverk í sænskum þýðingum

Það er gaman að sjá áhugann á íslenskum bókmenntun í Svíþjóð, en á síðustu öld hafa meira en 300 bækur eftir íslenska höfunda verið þýddar á sænsku og komið út hjá sænskum útgefendum.

Nánar

16. október, 2020 Fréttir : Nýtt myndband með tíu íslenskum rithöfundum

Tíu rithöfundar ræða íslenskar bókmenntir á Gljúfrasteini. Myndbandið er á ensku, framleiðandi er Íslandsstofa og leikstjóri Einar Egilsson.

Nánar

16. október, 2020 Fréttir : Auglýst eftir umsóknum um þýðingastyrki

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit sem og vandaðar, myndríkar bækur fyrir börn og ungmenni. 

Nánar

14. október, 2020 Fréttir : Höfundasíða er komin í loftið!

Á höfundasíðunni má finna upplýsingar um íslenska höfunda bóka sem komið hafa út í erlendum þýðingum. Þar er hægt að leita eftir nafni höfundar, bókmenntagrein og/eða tungumáli sem bækurnar hafa verið þýddar á. Upplýsingarnar eru á ensku til kynningar erlendis.

Nánar

10. september, 2020 Fréttir : Nýjar áherslur í styrkveitingum á breyttum tímum. Umsóknarfrestur til 15. september!

Sérstakt átak í styrkveitingum til þýðinga úr íslensku á erlend mál og ferðastyrkir nú einnig veittir vegna rafrænnar þátttöku í viðburðum og hátíðum. 

Nánar
55589243_2198734507107375_2648327738665992192_o

10. september, 2020 Fréttir : Alþjóðlegar bókmenntahátíðir og viðburðir á döfinni í raun- og rafheimum með þátttöku íslenskra höfunda

Vegna ástandsins í heiminum hefur fjölda bókamessa, bókmenntaviðburða, upplestra og útgáfuhófa um allan heim verið frestað eða fellt niður. Þó verða allmargir viðburðir haldnir í raunheimum á næstunni á meðan aðrir fara fram með rafrænum hætti.

Nánar

2. september, 2020 Fréttir : Yfir 50 íslenskar bækur gefnar út á þýsku þessi misserin

Höfundar frá Íslandi eru alla jafna tíðir gestir á bókmenntaviðburðum víða um Þýskaland. Yfir 50 bækur hafa verið þýddar úr íslensku á þýsku og komið út, eða eru væntanlegar, í Þýskalandi, Austurríki og Sviss á liðnum þremur árum.

Nánar
Baekur-i-hillu

1. september, 2020 Fréttir : Öllum ráðum beitt til að draga úr áhrifum heimsfaraldurs á íslenska bókmenningu

Þar má nefna aukaúthlutun í maí, styrki til þátttöku í rafrænum viðburðum í stað ferða á viðburði erlendis, átak í þýðingum á erlend mál og samstarf Miðstöðvar íslenskra bókmennta við fjölda aðila og stofnana um kynningu íslenskra bókmennta og höfunda.

Nánar

18. ágúst, 2020 Fréttir : Nýr og notendavænni umsóknarvefur Miðstöðvar íslenskra bókmennta tekinn í notkun

Vefurinn er notendavænn fyrir síma- og spjaldtölvur og er enn skýrari og aðgengilegri en áður.

Nánar

24. júní, 2020 Fréttir : Þýðendasíða með lista yfir virka þýðendur úr íslensku á erlend mál

Á síðunni má finna upplýsingar um þýðendurna, menntun þeirra og bakgrunn - sem og helstu verk sem þau hafa þýtt úr íslensku.  

Nánar

4. júní, 2020 Fréttir : Nýræktarstyrkina í ár hljóta Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson, Arndís Lóa Magnúsdóttir, Guðmundur Ingi Markússon og Halla Þórlaug Óskarsdóttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað Nýræktarstyrkjum til fjögurra nýrra höfunda og nemur hver styrkur 500 þúsund krónum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti styrkina.

Nánar

29. maí, 2020 Fréttir : Tilkynnt um aukaúthlutun Miðstöðvar íslenskra bókmennta. 36 milljónum króna veitt til 45 verkefna af margvíslegum toga

Meðal styrktra verkefna eru ritstörf, útgáfa, þýðingar, hlaðvörp, bókmenntaviðburðir, vefir, hljóðbókagerð, ritsmiðjur, námskeiðahald og fleira.

Nánar
Síða 10 af 45

Allar fréttir

46 styrkir veittir til þýðinga íslenskra verka - mikill áhugi í Danmörku og Frakklandi - 29. október, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir tvisvar á ári styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál. 50 umsóknir bárust í þessari síðari úthlutun ársins og veittir voru 33 styrkir. Þá voru veittir 13 styrkir til norrænna þýðinga.

Nánar

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Allar fréttir