Fréttir (Síða 10)

Fyrirsagnalisti

16. október, 2020 Fréttir : Auglýst eftir umsóknum um þýðingastyrki

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit sem og vandaðar, myndríkar bækur fyrir börn og ungmenni. 

Nánar

14. október, 2020 Fréttir : Höfundasíða er komin í loftið!

Á höfundasíðunni má finna upplýsingar um íslenska höfunda bóka sem komið hafa út í erlendum þýðingum. Þar er hægt að leita eftir nafni höfundar, bókmenntagrein og/eða tungumáli sem bækurnar hafa verið þýddar á. Upplýsingarnar eru á ensku til kynningar erlendis.

Nánar

10. september, 2020 Fréttir : Nýjar áherslur í styrkveitingum á breyttum tímum. Umsóknarfrestur til 15. september!

Sérstakt átak í styrkveitingum til þýðinga úr íslensku á erlend mál og ferðastyrkir nú einnig veittir vegna rafrænnar þátttöku í viðburðum og hátíðum. 

Nánar
55589243_2198734507107375_2648327738665992192_o

10. september, 2020 Fréttir : Alþjóðlegar bókmenntahátíðir og viðburðir á döfinni í raun- og rafheimum með þátttöku íslenskra höfunda

Vegna ástandsins í heiminum hefur fjölda bókamessa, bókmenntaviðburða, upplestra og útgáfuhófa um allan heim verið frestað eða fellt niður. Þó verða allmargir viðburðir haldnir í raunheimum á næstunni á meðan aðrir fara fram með rafrænum hætti.

Nánar

2. september, 2020 Fréttir : Yfir 50 íslenskar bækur gefnar út á þýsku þessi misserin

Höfundar frá Íslandi eru alla jafna tíðir gestir á bókmenntaviðburðum víða um Þýskaland. Yfir 50 bækur hafa verið þýddar úr íslensku á þýsku og komið út, eða eru væntanlegar, í Þýskalandi, Austurríki og Sviss á liðnum þremur árum.

Nánar
Baekur-i-hillu

1. september, 2020 Fréttir : Öllum ráðum beitt til að draga úr áhrifum heimsfaraldurs á íslenska bókmenningu

Þar má nefna aukaúthlutun í maí, styrki til þátttöku í rafrænum viðburðum í stað ferða á viðburði erlendis, átak í þýðingum á erlend mál og samstarf Miðstöðvar íslenskra bókmennta við fjölda aðila og stofnana um kynningu íslenskra bókmennta og höfunda.

Nánar

18. ágúst, 2020 Fréttir : Nýr og notendavænni umsóknarvefur Miðstöðvar íslenskra bókmennta tekinn í notkun

Vefurinn er notendavænn fyrir síma- og spjaldtölvur og er enn skýrari og aðgengilegri en áður.

Nánar

24. júní, 2020 Fréttir : Þýðendasíða með lista yfir virka þýðendur úr íslensku á erlend mál

Á síðunni má finna upplýsingar um þýðendurna, menntun þeirra og bakgrunn - sem og helstu verk sem þau hafa þýtt úr íslensku.  

Nánar

4. júní, 2020 Fréttir : Nýræktarstyrkina í ár hljóta Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson, Arndís Lóa Magnúsdóttir, Guðmundur Ingi Markússon og Halla Þórlaug Óskarsdóttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað Nýræktarstyrkjum til fjögurra nýrra höfunda og nemur hver styrkur 500 þúsund krónum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti styrkina.

Nánar

29. maí, 2020 Fréttir : Tilkynnt um aukaúthlutun Miðstöðvar íslenskra bókmennta. 36 milljónum króna veitt til 45 verkefna af margvíslegum toga

Meðal styrktra verkefna eru ritstörf, útgáfa, þýðingar, hlaðvörp, bókmenntaviðburðir, vefir, hljóðbókagerð, ritsmiðjur, námskeiðahald og fleira.

Nánar

28. maí, 2020 Fréttir : Jónas Reynir Gunnarsson hlýtur Maístjörnuna fyrir ljóðabókina Þvottadagur

Verðlaunin voru afhent í fjórða sinn í Þjóðarbókhlöðunni þann 27. maí.

Nánar

14. maí, 2020 Fréttir : Fjölbreyttar bækur um náttúru, byggingalist, bókmenntir, sagnfræði, tungumál og fleira fá útgáfustyrki

Mikil gróska einkenndi umsóknir um útgáfustyrkina í ár sem endurspeglast í úthlutuninni. Von er á fjölbreyttum og spennandi fræðibókum og bókum almenns efnis á næstu misserum.

Nánar

12. maí, 2020 Fréttir : Mikill fjöldi umsókna barst um styrki vegna átaksverkefnis stjórnvalda

Alls bárust 257 umsóknir frá um 200 umsækjendum. Úthlutað verður fyrir 1. júní.

Nánar

5. maí, 2020 Fréttir : Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar taka höndum saman á tímum kórónuveirunnar

Norrænir þýðingastyrkir á árinu 2020 verði 50% af þýðingakostnaði.

Nánar

5. maí, 2020 Fréttir : Miðstöð íslenskra bókmennta kynnir úthlutun ársins til útgáfu 77 bóka á íslensku

Von er á fjölda skáldverka, fræðirita, myndabóka, ævisagna og fleira

Nánar
Þýðingar á íslensku

30. apríl, 2020 Fréttir : 35 styrkir veittir til þýðinga á íslensku úr 8 tungumálum; ensku, frönsku, hollensku, ítölsku, latínu, spænsku, rússnesku og þýsku

Þriðjungur þýðingastyrkjanna að þessu sinni fer til þýðinga barna- og ungmennabóka.

Nánar
Síða 10 af 44

Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir