Fréttir (Síða 9)

Fyrirsagnalisti

18. mars, 2021 Fréttir : Auglýst eftir umsóknum um Nýræktarstyrki - umsóknarfrestur til 15. apríl

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir árlega Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Átt er við skáldverk í víðri merkingu; sögur, ljóð, leikrit og fleira. Nýræktarstyrkir hafa verið veittir frá árinu 2008; tveir til fimm styrkir í hvert sinn og valið er úr innsendum umsóknum.

Nánar

11. mars, 2021 Fréttir : Nýtt met í fjölda umsókna og veittra styrkja til þýðinga íslenskra bókmennta á erlend mál

Ekkert lát er á útbreiðslu íslenskra bókmennta erlendis þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Samnorrænt átak vegna þýðinga og nýjar leiðir við kynningu bóka og höfunda erlendis hafa skilað góðum árangri.

Nánar

11. mars, 2021 Fréttir : Rithöfundar heimsækja framhaldsskólana annað árið í röð

Höfundaheimsóknirnar hafa að sögn þeirra sem til þekkja heppnast mjög vel og er almenn ánægja hjá öllum sem að málinu hafa komið; kennurum, nemendum og höfundunum sjálfum. 

Nánar

10. mars, 2021 Fréttir : Viðurkenningu Hagþenkis hlýtur Pétur H. Ármannsson

Viðurkenninguna hlýtur Pétur fyrir verk sitt Guðjón Samúelsson húsameistari. Hið íslenska bókmenntafélag gefur út.

Nánar

10. mars, 2021 Fréttir : Yfirlit yfir bókmenntaverðlaun og viðurkenningar liðins árs

Bókmenntaverk og höfundar þeirra hlutu ýmis verðlaun og viðurkenningar á liðnu ári. Þar má nefna Íslensku bókmenntaverðlaunin, Fjöruverðlaunin, Viðurkenningu Hagþenkis, Íslensku þýðingaverðlaunin, Maístjörnuna og Blóðdropann.

Nánar

4. mars, 2021 Fréttir : Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021

Bækurnar Aðferðir til að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norður­landaráðs fyr­ir Íslands hönd.

Nánar

22. febrúar, 2021 Fréttir : Guðrún Hannesdóttir hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin 2021

Verðlaunin hlaut hún fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Dyrnar eftir ungversku skáldkonuna Magda Szabó, útgefandi er Dimma.

Nánar

15. febrúar, 2021 Fréttir : Frestur rennur út mánudaginn 15. mars!

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar má finna hér um barna- og ungmennabókasjóðinn Auði, útgáfustyrki og þýðingastyrki

Nánar

11. febrúar, 2021 Fréttir : Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis kynntar

Tíu rit eru tilnefnd og hlýtur eitt þeirra Viðurkenningu Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, sem verður veitt í byrjun mars.

Nánar

27. janúar, 2021 Fréttir : Handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár!

Elísabet Kristín Jökulsdóttir hlaut verðlaunin fyrir skáldsöguna Aprílsólarkulda, Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir fyrir Blokkina á heimsenda og Sumarliði R. Ísleifsson fær verðlaunin fyrir Í fjarska norðursins: Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár.

Nánar

19. janúar, 2021 Fréttir : Fleiri höfundar komnir á höfundasíðuna

Höfundasíðan er síða á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Þar má finna upplýsingar um þá íslenska höfunda bóka sem komið hafa út í þýðingum erlendis - og lista yfir bækurnar.

Nánar

18. janúar, 2021 Fréttir : Franska myndbandið með íslensku höfundunum - nú með enskum texta!

Íslenskir höfundar ræða íslenskar bókmenntir - á frönsku! Íslenskar bókmenntir hafa á liðnum árum átt mikilli velgengni að fagna á hinu frönskumælandi málsvæði og fjöldi verka hefur komið árlega út í franskri þýðingu.

Nánar
IMG_1468

18. janúar, 2021 Fréttir : NordLit, samtök norrænu bókmenntamiðstöðvanna, héldu samstarfsfund 13. og 14. janúar

Haldinn er sameiginlegur vinnufundur stjórnenda og starfsfólks bókmenntamiðstöðvanna í janúar ár hvert, til skiptis í höfuðborgum landanna. Í ár stóð til að hittast í Kaupmannahöfn en vegna aðstæðna var fundurinn rafrænn.

Nánar
6-thydingar-jan-2021

6. janúar, 2021 Fréttir : Nýlegar þýðingar íslenskra verka á ýmis tungumál

Reglulega berast Miðstöð íslenskra bókmennta bækur sem hlotið hafa styrki til þýðinga úr íslensku á erlend mál. Hér má sjá fjölbreytt úrval bókakápa nýlegra þýðinga. Bækurnar eru aðgengilegar og til útláns í Þjóðarbókhlöðunni.

Nánar

21. desember, 2020 Fréttir : Við óskum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári!

Kærar þakkir til allra okkar fjölmörgu samstarfsaðila og bókaunnenda fyrir gjöfult samstarf á árinu.

Nánar

16. desember, 2020 Fréttir : Nýtt myndband: Íslenskir höfundar tala um íslenskar bókmenntir - á frönsku!

Nú hefur nýju myndbandi verið hleypt af stokkunum sem er gert á frönsku og ætlað til miðlunar og kynningar á frönskumælandi málsvæði. Í því koma fram Auður Ava Ólafsdóttir, Hallgrímur Helgason, Oddný Eir Ævarsdóttir og Sverrir Norland, en þau eru öll frönskumælandi.

Nánar
Síða 9 af 45

Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Allar fréttir