Fréttir (Síða 9)
Fyrirsagnalisti

Fleiri höfundar komnir á höfundasíðuna
Höfundasíðan er síða á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Þar má finna upplýsingar um þá íslenska höfunda bóka sem komið hafa út í þýðingum erlendis - og lista yfir bækurnar.
Nánar
Franska myndbandið með íslensku höfundunum - nú með enskum texta!
Íslenskir höfundar ræða íslenskar bókmenntir - á frönsku! Íslenskar bókmenntir hafa á liðnum árum átt mikilli velgengni að fagna á hinu frönskumælandi málsvæði og fjöldi verka hefur komið árlega út í franskri þýðingu.
Nánar
NordLit, samtök norrænu bókmenntamiðstöðvanna, héldu samstarfsfund 13. og 14. janúar
Haldinn er sameiginlegur vinnufundur stjórnenda og starfsfólks bókmenntamiðstöðvanna í janúar ár hvert, til skiptis í höfuðborgum landanna. Í ár stóð til að hittast í Kaupmannahöfn en vegna aðstæðna var fundurinn rafrænn.
Nánar
Nýlegar þýðingar íslenskra verka á ýmis tungumál
Reglulega berast Miðstöð íslenskra bókmennta bækur sem hlotið hafa styrki til þýðinga úr íslensku á erlend mál. Hér má sjá fjölbreytt úrval bókakápa nýlegra þýðinga. Bækurnar eru aðgengilegar og til útláns í Þjóðarbókhlöðunni.
Nánar
Við óskum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári!
Kærar þakkir til allra okkar fjölmörgu samstarfsaðila og bókaunnenda fyrir gjöfult samstarf á árinu.
Nánar
Nýtt myndband: Íslenskir höfundar tala um íslenskar bókmenntir - á frönsku!
Nú hefur nýju myndbandi verið hleypt af stokkunum sem er gert á frönsku og ætlað til miðlunar og kynningar á frönskumælandi málsvæði. Í því koma fram Auður Ava Ólafsdóttir, Hallgrímur Helgason, Oddný Eir Ævarsdóttir og Sverrir Norland, en þau eru öll frönskumælandi.

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna
Níu bækur eru tilnefndar í þremur flokkum: fagurbókmenntir, barna- og unglingabókmenntir sem og fræðibækur og rit almenns eðlis.
Nánar
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2020
Miðvikudaginn 2. desember var tilkynnt í Kiljunni á RÚV um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2020. Samtals hljóta fimmtán bækur í þremur flokkum tilnefningu.
Nánar
Skemmtilegt og fróðlegt spjall við átta íslenska höfunda – og einn bóksala!
Thomas Böhm ræddi við nokkra íslenska höfunda bóka sem hafa verið gefnar út í þýskumælandi löndum á þessu ári um bækurnar, jólabókaflóðið og fleira skemmtilegt. Thomas var staddur í Berlín en höfundarnir á Íslandi.
Nánar
Styrkir til þýðinga á íslensku úr frönsku, þýsku, ítölsku, ensku, rússnesku, spænsku og katalónsku
Verk eftir höfundana Peter Handke, Svetlönu Alexievich, Leilu Slimani, Colson Whitehead, Sergei Dovlatov, Bernardine Evaristo og marga fleiri hlutu styrki.
Nánar
Aldrei hafa fleiri þýðingar á íslenskum bókum komið út í Rússlandi á einu ári
Á þessu ári hafa bækur eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, Ævar Þór Benediktsson, Yrsu Sigurðardóttur, Arnar Má Arngrímsson, Steinar Braga og Andra Snæ Magnason komið út í Rússlandi.
Nánar
Lestur landsmanna eykst og fólk á öllum aldri les meira núna en fyrir Covid-19
Íslendingar lesa meira í ár af hefðbundnum bókum en í fyrra og hlusta meira á hljóðbækur. Konur lesa meira en karlar, en lestur eykst mest milli ára hjá körlum.
Nánar
Mikill meirihluti vill lesa nýjar erlendar bókmenntir í íslenskum þýðingum
Tæp 80% landsmanna telja mikilvægt að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku, jafnframt lesa fleiri nú einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli, borið saman við könnun í fyrra.
Nánar
Metfjöldi umsókna um styrki til þýðinga á erlend mál
Mikill áhugi er á íslenskum bókmenntum erlendis eins og sjá má á miklum fjölda umsókna um þýðingastyrki til Miðstöðvar íslenskra bókmennta, sem veitir styrki til 111 þýðinga úr íslensku á 28 tungumál. 147 umsóknir bárust á árinu öllu og er þetta metfjöldi umsókna um styrki til erlendra þýðinga hjá Miðstöðinni.
Nánar
Yfir 300 íslensk ritverk í sænskum þýðingum
Það er gaman að sjá áhugann á íslenskum bókmenntun í Svíþjóð, en á síðustu öld hafa meira en 300 bækur eftir íslenska höfunda verið þýddar á sænsku og komið út hjá sænskum útgefendum.
Nánar
Nýtt myndband með tíu íslenskum rithöfundum
Tíu rithöfundar ræða íslenskar bókmenntir á Gljúfrasteini. Myndbandið er á ensku, framleiðandi er Íslandsstofa og leikstjóri Einar Egilsson.
Nánar