Fréttir (Síða 8)

Fyrirsagnalisti

1. júlí, 2021 Fréttir : Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð vegna sumarleyfa frá 5. júlí til 3. ágúst.

Nánar
18-hofundar

4. júní, 2021 Fréttir : Framhaldsskólar um land allt vilja ólmir fá rithöfunda í heimsókn!

Miðstöð íslenskra bókmennta áætlar um 70 höfundaheimsóknir í 14 framhaldsskóla á árinu.

Nánar

4. júní, 2021 Fréttir : Auglýst eftir verkefnastjóra hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. Umsóknarfrestur er til 16. júní

Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir reynslumiklum og metnaðarfullum verkefnastjóra í fullt starf.

Nánar

3. júní, 2021 Fréttir : Nýræktarstyrkina í ár hljóta Ingólfur Eiríksson, Jakub Stachowiak, Mao Alheimsdóttir og Nína Hjördís Þorkelsdóttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað fjórum Nýræktarstyrkjum til nýrra höfunda og nemur hver styrkur 500 þúsund krónum. 94 umsóknir bárust í ár, sem er metfjöldi umsókna frá upphafi.

Nánar

5. maí, 2021 Fréttir : Kynningarbæklingurinn 2021 - Myndband!

Hér er hægt að skoða hreyfimyndaútgáfu af völdum titlum í kynningarbæklingnum Books from Iceland 2021.

Nánar

30. apríl, 2021 Fréttir : Aldrei hafa jafn margar umsóknir um útgáfustyrki borist Miðstöð íslenskra bókmennta

Bækur um bókmenntir, náttúru, byggingalist, sagnfræði, hönnun, þjóðmál, tungumál og ýmislegt fleira hljóta útgáfustyrki í ár.

Nánar

30. apríl, 2021 Fréttir : 23 verk hljóta styrk úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði, sem nú er úthlutað úr í þriðja sinn

Markmiðið með Auði er að efla útgáfu vandaðra bóka á íslensku fyrir yngri lesendur, myndríkar bækur sem og textabækur, fræðibækur, skáldverk og allt þar á milli.

Nánar

30. apríl, 2021 Fréttir : 36 styrkir veittir til þýðinga á íslensku úr ensku, frönsku, latínu, spænsku, katalónsku og þýsku

Verk eftir höfundana Olgu Tokarczuk, Alejandro Palomas, Carson Ellis, Friedrich Hölderlin, Kim Thuy, Hal Sirowitz , Barböru Demick og marga fleiri hlutu þýðingastyrki.

Nánar

14. apríl, 2021 Fréttir : Enskur kynningarbæklingur Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2021 er kominn út!

Árlega gefur Miðstöð íslenskra bókmennta út kynningarbækling á ensku, Books from Iceland, sem notaður er til að kynna erlendum útgefendum valdar bækur liðins árs í mörgum flokkum - ásamt fleiru.

Nánar

18. mars, 2021 Fréttir : Auglýst eftir umsóknum um Nýræktarstyrki - umsóknarfrestur til 15. apríl

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir árlega Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Átt er við skáldverk í víðri merkingu; sögur, ljóð, leikrit og fleira. Nýræktarstyrkir hafa verið veittir frá árinu 2008; tveir til fimm styrkir í hvert sinn og valið er úr innsendum umsóknum.

Nánar

11. mars, 2021 Fréttir : Nýtt met í fjölda umsókna og veittra styrkja til þýðinga íslenskra bókmennta á erlend mál

Ekkert lát er á útbreiðslu íslenskra bókmennta erlendis þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Samnorrænt átak vegna þýðinga og nýjar leiðir við kynningu bóka og höfunda erlendis hafa skilað góðum árangri.

Nánar

11. mars, 2021 Fréttir : Rithöfundar heimsækja framhaldsskólana annað árið í röð

Höfundaheimsóknirnar hafa að sögn þeirra sem til þekkja heppnast mjög vel og er almenn ánægja hjá öllum sem að málinu hafa komið; kennurum, nemendum og höfundunum sjálfum. 

Nánar

10. mars, 2021 Fréttir : Viðurkenningu Hagþenkis hlýtur Pétur H. Ármannsson

Viðurkenninguna hlýtur Pétur fyrir verk sitt Guðjón Samúelsson húsameistari. Hið íslenska bókmenntafélag gefur út.

Nánar

10. mars, 2021 Fréttir : Yfirlit yfir bókmenntaverðlaun og viðurkenningar liðins árs

Bókmenntaverk og höfundar þeirra hlutu ýmis verðlaun og viðurkenningar á liðnu ári. Þar má nefna Íslensku bókmenntaverðlaunin, Fjöruverðlaunin, Viðurkenningu Hagþenkis, Íslensku þýðingaverðlaunin, Maístjörnuna og Blóðdropann.

Nánar

4. mars, 2021 Fréttir : Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021

Bækurnar Aðferðir til að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norður­landaráðs fyr­ir Íslands hönd.

Nánar

22. febrúar, 2021 Fréttir : Guðrún Hannesdóttir hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin 2021

Verðlaunin hlaut hún fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Dyrnar eftir ungversku skáldkonuna Magda Szabó, útgefandi er Dimma.

Nánar
Síða 8 af 44

Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta tekur við - 2. september, 2025 Fréttir

Hlutverk stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta er samkvæmt lögum að ákveða árlega skiptingu ráðstöfunarfjár á fjárlögum milli viðfangsefna hennar og bera ábyrgð á styrkveitingum. Hún gerir tillögur til ráðherra um stefnu og helstu áherslur í starfi Miðstöðvarinnar til þriggja ára. 

Nánar

Allar fréttir